13.06.2010 17:20

Útför Gunnu

Kæru félagar nær og fjær..!!
Vinur okkar og félagi Guðrún Guðmundsdóttir postuli #201, sem flestir þekkja sem Gunnu frá Hólmaseli,
er látin og fer jarðarför hennar fram í Villingarholtskirkju á mivikudaginn 16.júní.
Allir postular sem mögulega geta eru beðnir að koma og standa heiðursvörð fyrir utan kirkjuna, og að athöfn lokinni fylgjum við henni út í kirkjugarð.
Það var hennar ásetningur og vilji að við yrðum viðstödd og að við mundum fylgja henni síðustu metrana.


Lagt verður að stað frá postulaheimilinu um kl.13:15 og áætlað að við verðum komin kl.13:30, athöfnin byrjar síðan kl.14:00.
kær kveðja stjórnin.

p.s. við munum ekki taka sæti í kirkjunni sökum áætlaðan fjölda aðstandenda, en athöfninn verður varpað á breiðtjald í þjórsárveri sem er rétt hjá. þar getum við tyllt okkur niður.
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403225
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:36:35