02.03.2015 16:47

Fundargerð stjórnar 2.Mars 2015

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór J Einarsson Ritari

Jóhann Þorvaldsson Meðstjórnandi

 

    1. Mál á dagskrá

Rætt um að hafa opið hús öll  Þriðjudagskvöld frá og með 10.Mars næstkomandi. Húsið verður haft opið frá kl 20:00 eins og venja er til. Hugmyndin er að hafa m.a bíó kvöld og verður slíkt kvöld 10 Mars. Einnig er sniðugt að félagsmenn komi með hugmyndir af einhverju skemtilegu til að hafa á þessuum kvöldum

  1. Mál á dagskrá

Rætt um húsnefnd Postula. Ákveðið er að ræða við húsnefndina okkar og reyna að vinna í því að húsnefndir okkar og Bifreiðaklúbbsins vinni betur saman.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um afmælisnefnd. Það þurfa að eiga sér stað mannabreytingar í nefndinni sökum persónulegra ástæðna eins nefndarmanna. Ákveðið var að leysa hann undan störfum af hanns ósk og finna annan góðan Postula í hanns stað.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um aðrar nefndir. Stjórnarmenn taka hugmyndum Þórarins #140 um að setja á laggirnar fleyri nefndir fagnandi og höfum ákveðið nota þær hugmyndir þegar í stað að nokkru leiti.

  1. Mál á dagskrá.

 

Ræddum um framtíðarsýn okkar um klúbbinn, hér á eftir fara ummæli okkar hver fyrir sig:

 

Kristján :Langar að sjá fleyri félagsmenn virka í starfi fyrir kúbbinn, að í klúbbnum skapist meiri eining,halda föstum ferðum Postula áfram og stefna á ferð til Vestmannaeyja á Landsmót í sumar.

 

Ólafur : Hada í sumarferðir Postula sem og aðrar fastar ferðir.. stefna á að gera árshátíðina þannig að hægt verði að hafa miðaverðið ódýrara ....

 

Jóhann : Hjóla og hafa gaman.

 

Steinþór: Halda uppi góðum húmor og almennum hressleika, Halda í fastar ferðir og gaman væri að stefna á Vestmannaeyjar..Gaman væri að sjá Postula sem voru virkir áður meira með okkur..gera árshátíðina ódýrari og rífa hana upp á ný.

 

Fleira var ekki rætt að sinni og fundi slitið.

Flettingar í dag: 5753
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 211
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1376590
Samtals gestir: 208747
Tölur uppfærðar: 20.5.2019 06:20:00