06.04.2015 21:54

Fundargerð stjórnar 6.apríl 2015

Stjórnarfundur Postula 6.Apríl

 

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Jóhann Þorvaldsson

 

1.Mál á dagskrá

Rætt um dagsetningu fyrir Aðalfund Postula 2015. Ákveðið var að boða til fundarins laugardaginn 25. apríl nk. Nánar boðað og auglýst síðar.

2.Mál á dagskrá

Rætt um breytinga tillögur að lögum sem stjórn fékk sendar frá Þórarni #140 og eru stjórnarmenn sáttir við tillögurnar og hefur stjórn hug á að nota tillögurnar með lítillegum breytingum. Breytingar þessar verða kynntar með fundarboði fyrir aðalfundinn 25. apríl nk.

 

3.Mál á dagskrá

Rætt um sumardagskránna . Dagskráin er í vinnslu og verður auglýst fljótlega.

 

4.Mál á dagskrá

Rætt um afmælisgjafir Postula. Hér í húsi hjá okkur eru nokkrir vasar sem ekki hefur gengið að koma út. Ákveðið hefur verið af stjórn að reyna að koma vösunum til réttra aðila sem fyrst.

 

Fleira var ekki rætt að sinni og fundi slitið

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403189
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:03:56