25.04.2015 17:37

Fundargerð Aðalfundar 2015

Aðalfundur Postula 25/4/15

1.Mál á dagskrá Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

Guðmundur Jóns fundarstjóri og Steinþór ritari

2.Skýrsla formans og gjaldkera

Formaður flutti skýrslu sína sem og gjaldkerinn.

3.Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera

Börkur gerði fyrirspurn um keyrslur á atburði sem haldnir eru af öðrum og formaður gerði grein fyrir að fyrirhugað væri að hafa skipulagðar ferðir á slíka viðburði.

Reikningar samþykktir einróma

4.Lagabreytingar.

Baldur Róbertsson lagði til við fundinn að lagabreytingum yrði frestað.

Þórarinn mælti fyrir tillögum sínum.

Fundarstjóri las upp tillögur

Kosið um tillögu Baldurs og ákveðið að fresta afgreiðslu lagabreytinga og var það samþykkt með 10 atkvæðum á móti 4.

5.Ákveðið félagsgjald næsta árs.

Ákveðið að halda félagsgjaldinu óbreyttu í 3000 kr

6.Ákveðið Inntökugjald fyrir nýja félagsmenn

Ákveðið að halda því óbreyttu í 6000 kr

7. Kosning stjórnar

A: Formaður

Kristján Þorsteinsson endurkjörinn formaður

B: Gjaldkeri

Ólafur Björnsson endurkjörinn gjaldkeri

Meðstjórnendur

Stjórnin skoraði á Þórarinn að gefa kost á sér í stjórn og varð hann við því.

Þórarinn Garðarsson kosinn meðstjórnandi

Guðný Einarsdóttir gaf kost á sér í stjórn og var kosin meðstjórnandi

Í stjórn sitja áfram

Steinþór J Einarsson

Jóhann Þorvaldson

Dagbjartur Jónsson

 

8. Kosinn skoðunarmaður og 1 til vara

Sömu skoðunarmenn endurkjörnir

9. Önnur mál

Rætt um umræður á facebook síðu klúbbsins

Eggert hóf máls á húsnæðis málinu og veltur upp spurningu um samráð við Bifreiðaklúbb Suðurlands. Í framhaldi af þessari fyrirspurn stakk ritari upp á að kosin yrði ný hús nefnd og voru þeir Eggert og Ægir kosnir á staðnum.

Kosin ný Hús nefnd og Eggert og Ægir kosnir í nýja hús nefnd.

Gjaldkeri sagði frá að hann hefði gefið klúbbunum  síma . Og talaði um að reynt verði að efla sms sendingar .

Þórarinn spurði hvers vegna  Postularnir séu samtök en ekki klúbbur

Baldur svaraði að það hafi verið gert til að auðvelda að stofna klúbba eða deildir innan samtakana í upphafi.

Börkur gerði fyrirspurn um vefsíðuna og ritarinn gerði grein fyrir stöðu mála.

Guðný gerði fyrirspurn um sumarferð Postula, Ólafur gerði grein fyrir ákvörðun stjórnar um að hugmyndin sé að fara á hjóladaga á Akureyri. Unnið er að athuga með gistingu fyrir hópinn en ekki hafa fyrirspurnum þess efnis verið svarað.

 

Fleira var ekki rætt á fundinum og fundarstjóri sagði fundinum slitið.

 

 


Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403189
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:03:56