Færslur: 2008 Febrúar

27.02.2008 22:00

BOLLABOLLA

Eins og þið vitið eflaust flest þá buðu Postular í bolluna hjá Guðna bakara. Það endaði þannig að við áttum hæsta boð eða kr.25000.- .Flott hjá okkur en þetta var til styrktar Sjúkrahúsinu . Baldur #1 fékk þá snjöllu hugmynd að bæta um betur og fara með bolluna á spítalann og bjóða þeim að borða hana .Svo þetta var eiginlega tvöföld hamingja á þeim bænum . Við erum aldeilis búin að standa okkur vel í styrktarmálefnum að undanförnu, flott hjá okkur .#120

26.02.2008 23:11

Arnarhreiðrið

Hæhæ kíkiði endilega á síðuna hjá Örnunum og sjáiði nýja félagsheimilið þeirra.Þetta verður ansi flott hjá þeim, það er sko dugnaður og kraftur í liðinu þarna suðurfrá . Við verðum að gera okkur ferð og kíkja á herlegheitin. Aldrei að vita nema við rekumst á Hitler sjálfan.
kv #120

24.02.2008 15:59

ÞORRABLÓTIÐ

Við fórum á þetta líka fína (Postula) þorrablót á Laugarvatni, komum austur um miðjan dag með viðkomu á Olis eins og venjulega nema það var ekki hjólaveður þennan daginn. Á Laugarvatni tók Jóna á móti okkur og afhenti okkur lyklana af herbergjunum. Mjög flott hótel hjá þeim. Þegar við vorum búin að dressa okkur upp og fá okkur kaffi beið okkar heimboð hjá Jónu og Gunna. Góð upphitun fyrir kvöldið í góðum hópi heimafólks og gesta. Íþróttahúsið var þéttsetið enda 100 ára afmæli ungmennafélagsins, skemmtum við okkur langt fram á nótt,  mislangt þó. Einráður mátti ekki vera úti nema til eitt svo hann fór tímanlega eða þegar við vorum búin að koma bílnum hans á beinu brautina hahaha. Þegar allir voru búnir að sofa úr sér (sumir þurftu að sofa lengur en aðrir enda fengu þeir fjögur bæli til þess) beið morgunverður hjá þeim heiðurshjónum.
Takk kærlega fyrir okkur.
Börkur og Rósa

24.02.2008 15:44

NÝ SÍÐA

Komið þið sæl Postular núna erum við að reyna að búa til nýja síðu  . Það væri nú gaman að þið kæmuð með ábendingar um hvernig þið viljið hafa hana . Endilega skrifið í gestabókina og látið í ykkur heyra . Stjáni verður ekki í vandræðum með að gera þetta að fínni og áhugaverðri síðu en auðvitað með( ykkar ) okkar hjálp.  hjólakveðja Börkur #120
  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05