Færslur: 2008 Mars

26.03.2008 21:16

ENIGAMENIGA ÞAÐ VANTAR MEIRI PENINGA

Komið þið sæl öllsömul nú fer að styttast í að við förum að rukka félagsgjöldin fyrir 2008. Svo gott er að fara að safna saman klinki

Það væri nú aldeilis fínt ef félagsmenn sem skulda gjöldin fyrir síðustu ár og eða  skulda  eitthvað annað hjá okkur myndu gera upp sem allra fyrst .
 Þeir aðilar sem hafa fengið vörur t.d.( peysur, bolla, húfur ...) án þess að borga verða að gera upp.  
    Bestu kveðjur.    Gjaldkeri  .
   
Ef ykkur vantar uppl. um stöðuna hjá ykkur  getið þið sent tölvupóst á
bgisla@torg.is

22.03.2008 17:15

SELFOSS

Dópaður á bifhjóli

reyndi að flýja undan lögreglu

mynd

Lögreglan á Selfossi handtók mann á þrítugsaldri fyrir að aka bifhjóli undir áhrifum fíkniefna um kvöldmatarleytið í gær.

Maðurinn reyndi að stinga lögregluna af í fyrstu og var honum veitt eftirför í smá tíma áður en hann gafst upp og nam staðar. Við nánari eftirgrennslan lögreglu reyndist maðurinn réttindalaus á hjólinu auk þess sem hann var undir töluverðum áhrifum fíkniefna.

Hann var handtekinn og tekið var úr honum blóðsýni en sleppt að lokinni skýrslutöku.

af visir.is #120

16.03.2008 21:35

#1

Sniglar hér Sniglar þar og Sniglar út um allt  hvað er í gangi Baldur? Númer hvað ertu aftur í Sniglunum eða er það leindó hahahahaha.Þú verður örugglega með fyrstu mönnum á landsmót Snigla

Það er búið að vera þvílíkt stuð á hjólurum þessa helgi enda veðrið búið að vera frábært. Þetta líkist því einna helst þegar beljunum er hleypt út á vorin . En kapp er best með forsjá , fariði varlega þá eru aðeins meiri líkur á að koma heil heim eftir hjólatúrinn.
Ætli þeim finnist þeir soldið töff gaurarnir sem ég sá fyrir kl. 8 í morgun ? Að rembast við að hjóla í hálkunni . Ég veit ekki en mér fannst þetta frekar heimskulegt .Sjáumst hress á rúntinum  kveðja Börkur #120

12.03.2008 20:01

Fundur

Það var fundur í gærkvöldi og bara þokkalega mætt  allir í góðum gír ,sumir eru að verða helv gamlir en vilja fara leynt með það. Forsvarsmenn OnTAR sýndu okkur merkið sitt ,flott  hjá Hemm Österby .Hann var með meira meðferðis. Sjúkratösku  fyrir hjólafólkið,  lítil  og nett ekkert mál að hafa á hjólinu . 'Eg held að taskan sé til sölu á stofunni hjá honum.
Nú erum við að fara að setja saman  dagskrá fyrir sumarið ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir getið þið sett þær inn hér að neðan .Formaðurinn kíkir á þær og athugar hvort eitthvað sé nothæft.
Mig grunar að hann sé að munstra okkur í einhverja skrúðgöngu í sumar það var nefnilega svo assgoti gaman síðast 
Hafið það gott sjáumst á næsta fundi   kv #120

 

07.03.2008 21:07

SPYRNA

Kíkið á þetta

Hjól, bíll og þota í spyrnu

YouTube - The Ultimate Race JET+CAR+MOTORCYCLE!

#120

06.03.2008 19:00

Chopper

Jæja bara búið að stofna nýjan klúbb á Selfossi, chopperklúbbur var það og ekkert hálfkák þar .Flott framtak og fín síða hjá þeim.
Til hamingju með klúbbinn Rikhard ogco  gangi ykkur vel með Ontar choppers. Hvort er klúbburinn stofnaður 19.07.07 eða 19.11.07?
Er til nákvæm skilgreining á hugtakinu chopper? Ég er nú bara að pæla hvað þarf að gera miklar breytingar á hjóli til að falla undir chopper hugtakið.  Til hamingju aftur   hjólakveðja og vonandi fer veðrið að batna  #120                (123.is/ontar)

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38