Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 06:08

1.Maí

                                                           
                                                          1.MAÍ
 Postular tökum þátt í stærstu hópkeyrslu ársins.
 Upphafsstaður er  Marel í Garðabæ og endastaður  Skarfabakki(Sundahöfn)
  mæting kl.13.30 og lagt verður af stað frá Marel kl.14.30 .

Leggjum af stað frá Olis Arnbergi  kl.12.30

27.04.2008 21:06

Hin fjögur fræknu

         


 Mikið  var að hann mætti ofjörlum sínum.

27.04.2008 18:56

AFMÆLI

AFMÆLI    AFMÆLI    AFMÆLI

 Afmælisrúntur.
 Miðvikudaginn 30.apríl  kl. 20 á Olis Arnbergi og hjólum Árborgarhringinn.
 Mætum vel svo Geiri þurfi ekki að fara í einsmanns hópkeyrslu. 

 Postular á höfuðborgarsvæðinu leggjum af stað frá Rauðavatni kl. 19,15 

                                             Stjórnin


                                  

27.04.2008 11:52

Framlenging

      HÆHÆ vegna fjölda áskorana verður hægt að gera skil á félagsgjöldunum með millifærslu til 4.maí .

       Kveðja  Gjaldkeri


                                       FÉLAGSGJÖLDIN

Komið þið sæl öllsömul. Nú eru það félagsgjöldin . Við höfum ákveðið eftir athugasemdir frá klúbbfélögum að prófa nýja aðferð við innheimtu.

Við gefum ykkur kost á að leggja (millifæra) félagsgjaldið inn á inn á reikning klúbbsins og losna  við að borga seðilgjöld.
Þið hafið tíma til 25. apríl til að gera skil á gjaldinu með þessum hætti .
Eftir það verðum við að senda út greiðsluseðla.
Vonandi leggst þetta vel í ykkur félagar góðir.
Félagsgjaldið er kr. 2500.-
Reikningsnúmerið er: 586-14-101384
Kennitalan er:  540801-2820
Gott væri að nafn og  félagsnúmer væri á innlegginu ef hægt er
 
Hjólakveðja  Gjaldkeri.


24.04.2008 22:08

Skemmtun

Kallakór Hreppamanna með Grétari # 57 stórbassa innaborðs með tónleika á Flúðum laugardaginn 26 apríl kl20:30

Svo halda þeir líka tónleika í Ytri - Njarðvíkurkirkju laugardaginn 3 maí kl 17:00.

Kv Elísabet # 158


Postular ,Ernir og aðrir endilega að skella sér í sveitina og suðurnesin og skemmta sér .
Þeir eru nú vandfundnir sem eru skemmtilegri en hann Grétar.
 Það verður stuð hjá þeim.

24.04.2008 21:02

Hópkeyrsla

Þá er fyrstu hópkeyrslu sumarsins lokið. Postular lögðu af stað frá Selfossi kl.11.30 og stoppuðu í kaffistofunni .Líklega hafa um tuttgu Postulahjól haldið á select til móts við hina klúbbana þar hittum við fleiri Postula.  Við höfum verið um þrjátíu og fimm eða 10% af fjöldanum sem tóku þátt í hópkeyrslu Snigla þennan daginn. Og ekki nóg með það hjólið sem Langmesta athygli vakti var úr okkar röðum ,hvað annað . Þetta var vel lukkaður dagur .Þegar á Skagann var komið var þetta fína kaffihlaðborð í boði á Mörkinni
.Eins og auglýst var tvístraðist hópurinn (400)í allar áttir púffffff og allt búið.
Mér sýndist sem slæðingur af hjólum sem voru aðeins á undan okkur í bæinn hafi fengið fylgd með helekopter,
Flottur dagur takk fyrir okkur .#120
                            
                                      GLEÐILEGT SUMAR 


HJÓL DAGSINS (TRIGGER)

19.04.2008 20:33

HJÓLATÚR

Það var flott hjólaveður í dag .MotorMaxmenn að sýna hjólakostinn fyrir 2008 kíktum á það .Það var nú lítið um nýja hluti í þetta skiptið,2009 verður vonandi áhugaverðara hjá þeim.
Vegna einmuna veðurblíðu var bara ekki annað hægt en að hjóla austur fyrir fjall og athuga hvort Postular væru ekki að hjóla. Veðrið var miklu betra fyrir austan sól og blíða en frekar lítið um hjól á ferðinni allavega meðan við renndum í gegn.Við hittum að vísu nokkra Postula alla bílandi að þessu sinni.
Hjólakveðja #120,#130,#131
Við fjölmennum að sjálfsögðu í hjólatúrinn á sumardaginn fyrsta


13.04.2008 16:14

Fundur 08.04.2008

Sæl öll við héldum stjórnarfund síðasta  þriðjudag og viti menn 100% mæting. Við vorum að koma saman dagskrá sumarsins og er hún  neðar á síðunni. Svo voru ýmis önnur mál sem við vorum að ræða og gekk það að óskum.
Síðan var þessi mánaðarlegi félagsfundur og mætingin með besta móti . Það er hugur í fólki fyrir sumarið. Nokkur ný hjól og aðrir stórhuga í breytingum sko(CHOPPER) og ekkert kjaftæði þar.

Þekkiði þennan gaur??


Fyrsti hjólafundurinn hjá okkur verður þegar við förum afmælisrúntinn .
En auðvitað fjölmennum við með Sniglum og öllum hinum á sumardaginn fyrsta .En þið vitið auðvitað að það er fastur liður eða siður að hjóla upp á Skaga þann daginn.Í fyrra var hjólað um Hvalfjörðinn með stoppi á Ferstiklu  og síðan sem leið lá á Mörkina í kaffi .Eftir það fer hver eftir sinni hentisemi, sem sagt hópurinn tvístrast í allar áttir og vonandi gaman hjá öllum.
Farinn í snjókast bæbæ #120

10.04.2008 20:26

FÉLAGSGJÖLD

      HÆHÆ vegna fjölda áskorana verður hægt að gera skil á félagsgjöldunum til 4.maí 

       Kveðja  Gjaldkeri


                                       FÉLAGSGJÖLDIN

Komið þið sæl öllsömul. Nú eru það félagsgjöldin . Við höfum ákveðið eftir athugasemdir frá klúbbfélögum að prófa nýja aðferð við innheimtu.

Við gefum ykkur kost á að leggja (millifæra) félagsgjaldið inn á inn á reikning klúbbsins og losna  við að borga seðilgjöld.
Þið hafið tíma til 25. apríl til að gera skil á gjaldinu með þessum hætti .
Eftir það verðum við að senda út greiðsluseðla.
Vonandi leggst þetta vel í ykkur félagar góðir.
Félagsgjaldið er kr. 2500.-
Reikningsnúmerið er: 586-14-101384
Kennitalan er:  540801-2820
Gott væri að nafn og  félagsnúmer væri á innlegginu ef hægt er
 
Hjólakveðja  Gjaldkeri.


09.04.2008 22:53

SUMARIÐ 2008

  SUMARIÐ 2008

 30. apríl
  
               Afmæliskeyrsla              
 Klúbburinn er 8 ára þennan
  dag 

8. júní

 
Sólheimar
 Förum að Sólheimum og
hjólum með heimafólk

 17. júní
      
                             Krakkakeyrsla                                                                         
Hjólum með krakkana og
mömmurnar ef þær þora

22. júní
 
Geysir

 Heimsækjum höfðingjann og
heiðurspostulann Má á Geysi


Það verður ýmislegt fleira á döfinni hjá okkur í sumar t.d. ferð til Óskabarna Óðins í lok júní .  N1 ferð dagsetning ekki komin .Svo förum við í keyrslurnar á Sumardaginn fyrsta og auðvitað 1. maí  svo er skoðunardagur hjá Örnum 24. maí
og auðvitað Hjólamessan á annan í Hvítasunnu. Ekki má svo gleyma Landsmóti  Bifhjólafólks fyrstu helgina í júlí  og síðast en alls ekki síst Ljósanótt
Svo var það eitt  sem við bíðum spennt eftir Rúgbrauðið á Laugarvatni uuummmm.

06.04.2008 20:36

Þorpið við ána

Þið þekkið þorpið á bakgrunninum er það ekki???

06.04.2008 12:20

Á völlinn

Sæl veriði það var aldeilis flott veður í gær svo að við(ég og Jón) hjóluðum upp á völl til að skoða  félagsheimilið hjá Örnunum. Það standa framkvæmdir yfir hjá þeim og ætla þeir að opna Arnarhreiðrið eftir um það bil hálfan mánuð ef allt gengur eftir. Vonum að félagarnir taki saman höndum og reki endahnykkinn á framkvæmdirnar. Þetta verður flott hjá þeim sunnanmönnum og óskum við þeim til hamingju með þetta stóra skref.

Já veðrið var flott, allavega ef maður var innan við gluggann ,það var skítkalt að hjóla enda þónokkur ferð á logninu þarna suðurfrá.
Það var notalegt að kíkja á Duus og fá kaffi og tertu áður en við fórum til baka .
Núna er fínt veður best að fara smá hring Góða helgi #120
  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389887
Samtals gestir: 211113
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 03:45:38