Færslur: 2008 Júní

26.06.2008 23:02

LANDSMÓT

Postular það er kjörið að skella sér á landsmót og skoða Snæfellsnesið í leiðinni


 

24.06.2008 23:41

ERNIR

Postular flott að kíkja á Ernina

Sólstöðuhátíð og Reykjanesdagurinn

 Sólstöðuhátíð í Garði Laugardaginn 28 Júni  mæting kl 11,00 við Arnarhreiðrið og  lagt verður af stað kl 11,30. Brottför úr Garðinum kl 13,00 og þá tekur við hjá okkur Reykjanesdagurinn. Í ár munum við aka sem leið liggur til Grindavíkur  stoppað verður við Festi í Grindavík ca 10-20 mínútur, ekið verður síðan út á Reykjanes og Reykjanesvirkjun skoðuð sem núna er fullbúinn. Síðan verður ekið til Keflavikur og endað hjá  Láka í  Icebike.  Þar verða samlokur í boði Sparisjóðsins og Láki býður upp á gos og kaffi.

Allir eru velkomnir og vonandi koma sem flestir

kveðja #120 

24.06.2008 23:35

Óskabörn

Postular kjörið að hjóla á Óskabarnamótið
Hjólakveðja Börkur #120

23.06.2008 22:52

GEYSIR

GEYSISFERÐ 2008

Það er alltaf jafn gaman að heimsækja Má og félaga.
 Þátttakan var mjög góð eða eins og í fyrra um 150 hjól
sem komu víða að t.d. frá Reykjanesi (Keflavík og nágrenni)
Borgarnesi og allstaðar þar á milli og jafnvel víðar.
Móttökurnar sem við fengum á Geysi voru frábærar í alla staði.
Veitingarnar á heimsmælikvarða eins og þeim einum er lagið.

MÁR og félagar á GEYSI við þökkum kærlega fyrir okkur og alla hina sem komu með okkur.
Kveðja POSTULAR 

18.06.2008 17:26

GEYSIR

ÞÁ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ !
Postular og aðrir hjólarar
Ferðin sem allir hafa beðið eftir.
Sunnudaginn 22.júní ætlum við að heimsækja
höfðingjann og heiðurspostulann Má á  Geysi.
Mæting á Olis Arnbergi um kl.14.00. 
Við leggjum af stað uppeftir kl.14.30 .

 Förum frá Olis Rauðavatni kl.13.20.
Endilega allir að koma á Arnberg og fara 
þaðan í einum hóp.
Þetta er að ósk Geysisfólks.
Virðum það takk takk.
POSTULAR

17.06.2008 18:31

Krakkakeyrsla

17.júní

Krakkakeyrslan 17. júní gekk frábærlega hjá okkur þetta árið.
         Fullt af hjólum enn fleiri krakkar og ein rúta.
Veðrið frábært og Toyotaplanið kjörið í þetta.  Held bara að
 allir hafi verið sælir og glaðir í lok dags.
Við þökkum Toyota fyrir stuðninginn.
Takk fyrir daginn.

Postular

13.06.2008 19:27

17. júní

Þriðjudagsfundur 17. júní
HEI HÓ JIBBíJEI ÞAÐ ER AÐ KOMA 17. JÚNÍ
Næsti fundur verður ekki með hefðbundnu sniði. Fundurinn verður morgunfundur og hefst klukkan 10 f.h. og er mæting á TOYOTA planinu. Þar ætlum við að vera frá 10.00 - 13.00 og hjóla með krakkana eins og við erum vön að gera á 17. júní.
Þetta hafa alltaf verið skemmtilegir dagar og mikið fjör hjá krökkunum.
Það skemmir ekki fyrir að það verður sennilega þurrt og gott veður.
Þessi krakkakeyrsla er að sjálfsögðu í boði TOYOTA.
Mætum öll í hátíðarskapi og gleðjum börnin.
Vonumst til að sjá fullt af hjólum og börnum.

Mætum ÖLL
 STJÓRNIN(ekki bandið)

12.06.2008 20:41

HVERARÚGBRAUÐ

RÚGBRAUÐSFERÐ

Sælir félagar við fórum í hina langþráðu hverarúgbrauðsferð
síðasta þriðjudag. Eins og flestir vita er þessi ferð í boði
Jónu og Gunna. Þannig er að þau eðalhjón voru búin að ákveða að bjóða okkur heim á Laugarvatn í hverarúgbrauð og silung þegar vel viðraði.(á þurrum þriðjudegi ,en eins og allir vita eru þeir frekar sjaldgæfir). En viti menn, sá síðasti var aldeilis fínn.
Við vorum á þriðja tuginn sem komum til veislunnar. Þetta var frábært hjá þeim, vöfflur, rjómi, rúgbrauð (hvera) silungur og fleira. Ég veit ekki hvort allir fóru til baka því sumir voru að tala um að láta ættleiða sig         
Jóna #91 og Gunnar #90 (númer hvað er Pétur?)  takk fyrir að taka á móti okkur og bjóða upp á þessa frábæru veislu.
TAKK TAKK, kveðja veislugestir


09.06.2008 11:53

Rúgbrauð

POSTULAR
Það stendur til að hjóla til Gunna og Jónu annað kvöld.
Ef heppnin verður með okkur gæðum við okkur á
rúgbrauði með rjóma á.
Með öðrum orðum hjólatúr á Laugarvatn,
Heimboð hjá Jónu og Pétri og eða Gunna.
Hjólakveðja #120

08.06.2008 22:13

Sólheimar

Þetta var mjög skemmtilegur dagur eins og vant er þegar við heimsækjum vini okkar á Sólheimum. Við mættum á staðinn með ein tuttugu hjól og hjóluðum fjölda ferða með heimafólk og gesti. Það er afskapalega gaman að taka þátt í þessu og gleðja Sólheimabúa með þessum hætti.
Það mátti varla á milli sjá hvorir skemmtu sér betur hjólafólk eða heimafólk.
Svo var boðið upp á kaffi og kleinur takk fyrir það.
                          
04.06.2008 19:54

03.06.2008

FUNDUR
Þá var það einn þriðjudagurinn enn.
Við vorum frekar blaut þegar við komum austur en oliskaffi reddaði því.
Ætli við höfum ekki verið hátt í tuttugu sem fórum hring um svæðið til að skoða afleiðingar skjálftans. Magnað hvað við sáum við Ingólfsfjall. 
Þegar útsýnisferðinni lauk kíktum við í tertu og kakó hjá Kidda Rót, fínar kökur þar.  Síðan fór hver til síns heima auðvitað í þurru.

01.06.2008 12:34

SÓLHEIMAR

SÓLHEIMAFERÐIN

 Þá er það okkar árlega Sólheimaferð.
Sunnudaginn 8. júní kl. 14.00 hittumst við á Olis Arnbergi.
Við leggjum síðan af stað uppeftir  kl. 14.30.
Þessi ferð gengur út á það að gleðja heimafólk Sólheima.
Það gerum við með því að reiða það um svæðið.
Þess vegna væri líka gott að fá fólk sem treystir sér til þess.
Tökum með okkur góða skapið og auka hjálm.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38