Færslur: 2008 September

23.09.2008 19:45

STYRKUR

     TOYOTASTYRKUR

Stjórn Postula mætti í Toyotaumboðið á Selfossi
í gærkvöldi og tók á móti peningum sem
Toyota styrkti okkur með vegna krakkakeyrslu
þann 17. júní síðastliðinn.
Þessi styrkur kemur sér vel og verður notaður
til að gleðja börn í Árborg og nágrenni fyrir jólin
eins og klúbburinn hefur gert undanfarin ár.
Við þökkum Hauki Baldvinssyni kærlega fyrir hjálpina.

Postular
21.09.2008 19:16

ÁRSHÁTÍÐ

ÁRSHÁTÍÐ 2008

Við héldum árshátíðina okkar í Þingborg á laugardagskvöldið.
Þetta var hin besta skemmtun maturinn frábær hjá félögunum í
 Grillvagninum. Jón disco sá um að halda uppi fjörinu á milli þess
 sem verðlaun voru veitt og happdrætti keyrt í gegn.

Elísabet #158 er hnakkaskraut ársinsemoticon
Gunnar #90 evrubóndi er félagi ársinsemoticon
Hemmi #95 útlit ársins, hvað annaðemoticon
Pálmar #176 nýliði ársinsemoticon
Guðmundur #168 hjólari ársinsemoticon
Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana.

Svo hélt formaðurinn sitt landsfræga uppboð og náði heldur betur
 að trekkja liðið upp. Kallinn bauð upp tvö flott málverk eftir
þann frábæra listamann Hermann Österby.
Síðan voru boðnar upp sérsmíðaðar
Postula beltissylgjur og zippó
kveikjarar, það ætlaði allt vitlaust að verða og lá við
slagsmálum þegar liðið kepptist við að yfirbjóða hvert annað.
Það fækkaði í bjóðendahópnum þegar síðasti  hluturinn
 var boðinn upp enda ekki á færi allra að eignast
Halald Davidson.
En viti menn það var einn sem
átti pening og var gripurinn sleginn honum á 1.500.000 kall
nú er bara að taka upp veskin og gera upp.
Ekki má gleyma öllum óvæntu uppákomunum
hjá OnTar töffurunumemoticon


Þegar þessu öllu var lokið var dansað fram á nótt.
Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og komist heilir heim.
Við þökkum ykkur fyrir komuna og skemmtunina.

Kveðja
Stjórnin

21.09.2008 18:10

AÐALFUNDUR 2008

AÐALFUNDUR
2008
Sælir félagar þá er aðalfundurinn afstaðinn.
Þetta gekk sinn vanagang, formaður setti fundinn
og fór yfir liðið ár og sagði frá því sem búið var að gera
á árinu. Þá var komið að gjaldkera að leggja fram reikninga
og voru þeir samþykktir . Þar á eftir var komið að einni
lagabreytingu sem rann ljúflega í  gegn, þetta er smá viðbót við 
5.grein.  Svo var gerð breyting á stjórn Haukur #77 og Jóna#91
gengu út. Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf
 og bjóðum Halldór #5 og Ragnar #171 velkomna inn.
  Næst voru það önnur mál og snerust þau aðallega um
hraða, óþolinmæði og slipulagsleysi  forystusauða í
þriðjudagskeyrslum klúbbsins. 
Bent var  á að það gæti líka verið önnur hlið á þessu
eða seinagangur og fullmikil rólegheit í sumum hjólurum, 
allt að því að stundað sé svokallað (snigl) í keyrslunum.
Gott er að það spretti upp umræður
um þetta svo að allir geti litið í eigin barm og lagað sig að aðstæðum.
Í lok fundarins voru svo teknir inn fimm nýir félagar og bjóðum við
 þá velkomna í hópinn.

Hér kemur viðbótin við 5. greinina.
Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld í 2 ár
skulu afmáðir úr almennri félagsskrá og
af öðrum ljstum um meðlimi samtakanna
.
Til að öðlast fullgilda félagsaðild aftur
þarf að greiða 2 ár í félagsgjald.

Stjórnin.
20.09.2008 22:04

ÚTSALA

Þá ætla ég að reyna að koma þessari auglýsingu inn eina ferðina enn, vonandi tekst í þetta skiptið
ÚTSALA  Í MOTORS

19.09.2008 20:06

ÁRSHÁTÍÐ


ÁRSHÁTÍÐ

Jæja gott fólk nú er aldeilis farið að styttast í árshátíðina.
Það stefnir í mjög góða mætingu þetta árið, sennilega
yfir 100 manns.
 Vonandi verða allir ánægðir með hátíðina,emoticon
það verður ekki auðvelt að toppa þá síðustu en við gerum
okkar besta til þess.

emoticon Sjáumst hress og kát og skemmtum okkur saman.emoticon

Postula kveðja
emoticon 
STJÓRNIN

07.09.2008 18:16

ÁRSHÁTÍÐ

ÁRSHÁTÍÐ
2008
Postular og velunnarar.

Nú er það árshátíðin okkar.
Hátíðin verður haldin í félagsheimilinu Þingborg
(sem er rétt austan við Selfoss).
20. september kl. 20.00.
Húsið opnar kl. 19.00 .

 Grillvagninn sér um að metta mannskapinn.
Matseðill.
Heilgrillað lambalæri.
Létt birkireykt svínalæri BBQ.
Heilgrillaður kjúklingur.
Meðlæti.
Gratineraðar  kartöflur m/osti.
Djúpsteiktar country kartöflur.
Ferskt salat m/feta.
Köld hunangssinnepssósa.
Heit púrtvíns eða rauðvínssósa.
Léttristað blandað grænmeti.
ofl.
Vín með matnum.
Kaffi og konfekt.
POKABALL
Postulakokkurinn á frí þetta árið.
  Jón (Disco) Bjarnason heldur uppi stuðinu
og sér um að dansgólfið verði notað.

Aðgangseyrir er kr. 2000.- fyrir greidda Postula 
 og sama verð fyrir maka þeirra.
Aðgangseyrir  fyrir skulduga og gesti er kr. 3500.-
p.s. Enginn posi aðeins tekið á móti seðlum.Skráning hjá
baldur@postular.com
eða í síma 6621122

GÓÐA  SKEMMTUN07.09.2008 10:07

UMSÓKN

UMSÓKN

Þeir sem ætluðu að sækja um inngöngu í klúbbinn þurfa að
senda tölvupóst á baldur@postular.com með uppl. um sig.
 Svo það sé hægt að innlima ykkur á  aðalfundinum.
Með kveðju
POSTULAR

06.09.2008 21:22

Árshátíð 2008

 Árshátíð 2008
ERU ALLIR BÚNIR AÐ SKRÁ SIG???
Sælir félagar, nú fer að styttast í árshátíðina okkar.
20.09 2008 er dagurinn og Þingborg staðurinn.Nú er bara að senda póst á baldur@postular.com
og skrá sig og sína.

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38