Færslur: 2009 Apríl

30.04.2009 19:14

1. MAÍ

Brottför frá Olis Arnbergi kl. 12.00
Góða skemmtun
POSTULAR

Nú væri gott að fá sem flesta til að leggjast á bæn
og óska eftir góðu veðri.
Ég held að hjólarar afberi ekki aðra hópkeyrslu
í roki og rigningu.Nú líður að árlegri hópkeyrslu Snigla sem verður sem fyrr föstudaginn 1. maí næstkomandi.

Safnast verður saman við Korputorg kl 13:00, raðað upp, sagðar sögur ef einhver hefur frá einhverju að segja og ýmislegt annað gert til að drepa tímann. Lagt verður af stað stundvíslega kl 14:00 og ekið einhverja leið niður að Kirkjusandi og lagt á gamla SVR planinu.

Nú er um að gera að stífabóna græjuna. Sjáumst vonandi sem flest og gerum okkur glaðan dag.

 

29.04.2009 20:00

AFMÆLISRÚNTUR

JÆJA GOTT FÓLK 

VEÐURSPÁIN VIRÐIST VERA ÞOKKALEG

FYRIR SMÁ AFMÆLIS HJÓLATÚR

ANNAÐ KVÖLD.
Liðið úr borginni
FER FRÁ RAUÐAVATNI KL: RÚMLEGA 19.00
ef það verður fært
SJÁUMST
svo á olis Arnbergi og
hjólum smá

  AFMÆLISRÚNTUR
9 ára

Það verður fróðlegt að sjá hvernig veðrið verður 
 á afmælisdaginn þetta árið.
Í fyrra var svo kalt að  það var hjólað alla leið
á Kaffi Kidda Rót og þótti mörgum nóg um.
Oft höfum við nú harkað af okkur og hjólað
Árborgarhringinn með stoppum á sem flestum bæjum.

Postular

Hittumst hress og hjólum góðan afmælisrúnt
fimmtudaginn 30. apríl  kl.20


Einhverjar uppástungur
Hvert þið viljið hjóla??

26.04.2009 20:17

Money Money

HÆHÆ NÚ FER AÐ
STYTTAST Í AÐ FÉLAGSGJÖLDIN
FARI Í INNHEIMTU
ÞIÐ HAFIÐ NOKKRA DAGA TIL
AÐ MILLIFÆRA

FÉLAGSGJÖLDIN

Fyrir  árið  2009.

Komið þið sæl. Nú er komið að því
.
Við höfum sama fyrirkomulagið og í fyrra.

Við gefum ykkur kost á að leggja (millifæra)
félagsgjaldið inn á
reikning klúbbsins og losna 
þar með við aukagjöld.

Þið hafið
apríl
til að gera skil á gjaldinu með þessum hætti .
Eftir það sendum við út greiðsluseðla.
Vonandi leggst þetta vel í ykkur félagar góðir.

Félagsgjaldið er ennþá  kr
. 2500
.-
Reikningsnúmerið er:
586-14-101384

Kennitalan er:  540801-2820

Gott væri að nafn og  félagsnúmer væri á innlegginu ef hægt er.
 
p.s.  þeir  sem  skulda  klúbbnum  eitthvað  annað  
 mega  alveg  leggja  það  inn í  leiðinni
.

Hjólakveðja  Aurapúkinn 26.04.2009 11:04

FERÐALAG

FÆREYJAR
MEÐ NORRÆNU


Eru einhverjir að huga að hjólaferð
til Færeyja eða jafnvel lengra?
Þá getur verið fróðlegt að kíkja á linkinn hér fyrir neðan.
Færeyjaferð


#120


25.04.2009 10:25

SKOÐUN

Óskoðuð hjól

Bifhjólafólk athugið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þeir sem eru enn með
  08 miða þ.e. óskoðað  geta lent í því að klippt verði af hjólunum þegar mætt verður til hópaksturs þar sem lögreglan stjórnar!!! Þetta kom fram á fundi  með  Umferðastofu og lögreglu  þann 22/4.

                 

Endilega komið þessum skilaboðum áleiðis.

24.04.2009 13:35

SUMAR

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR

Það var nú engin sumarsæla í hjólatúrnum í gær
rok,rigning og skítakuldi.
Samt var sæmilegur hópur sem hafði ekki vit á því að hætta við
 og lét sig hafa það að hjóla  upp á Skaga.
Ég var einn þeirra ásamt nokkrum öðrum Postulum
og kanski 100 hjólurum í viðbót.
Best hefði verið að halda sig heima næstbest að fara göngin
og verst að fara Hvalfjörðinn sem  varð raunin. Það bjargaði því
sem bjargað varð í þessu skítaveðri að fá Kakó og meðlæti
 hjá þeim í Mörkinni.
Best hefði verið að halda sig heima, því nú dugar ekki að
 nota veðrið sem afsökun lengur það tekur náttúrulega enginn mark á því.

p.s. Það hefur sennilega ekki rignt mikið á parketkallinn
Takk fyrir daginn
kv. #120

23.04.2009 10:33

GLEÐILEGT SUMAR

 Postular og allir hinir.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
 Vonandi verður þetta gott hjólasumar
hjá okkur öllum.
Kveðja
Stjórnin

21.04.2009 22:45

FUNDUR

FUNDUR
Jú einmitt það var fundur hjá okkur í kvöld
og það kvittuðu 15 í bókina góðu. Þar af
voru 9 eða 10 á hjólum
Flott hjólaveður, það er sennilega
alveg að koma sumar. Sjáumst á
fimmtudaginn.

19.04.2009 13:56

23.apríl

Sumardagurinn fyrsti

 Postular sem ætla að hjóla í bæinn og
taka  þátt í Sniglakeyrslunni hittast á
 Olis Arnbergi og hjóla saman
til Reykjavíkur á Shellstöðina v/Vesturlandsveg.
leggjum af stað frá Olis kl. 11 með smá stoppi
í Litlu kaffistofunni og síðan sem leið liggur
á Shellið

GÓÐA SKEMMTUN

 

09.04.2009 18:03

HÚNAVER 2009


LANDSMÓT BIFHJÓLAFÓLKS

Ágæta bifhjólafólk,

  Landsmót bifhjólafólks 2009, verður haldið í Húnaveri fyrstu helgina í júlí, það er í boði Snigla og skipulagt af þeim, þar sem ekkert annað félag/klúbbur/samtök hefur óskað eftir að halda mótið.  En Raftar og #10 hafa tekið að sér verkefni á mótinu.  Enn eru verkefni í boði ef f/k/s vilja taka að sér.

  Dagskráin á mótinu mun breytast að því leiti að grillað verður á föstudagskvöldi og elduð súpa á laugardagskvöldi.

Í ár verður Landsmót bifhjólafólks í Húnaveri 541 Blönduós  helgina 2.-5. júlí.  Dagskráin er eftirfarandi, lifandi tónlist 3 kvöld, leikjadagskrá 2 daga, súpa, steik, líf og fjör.  Mótið er ekki ætlað börnum og engin dagskrá við höfð fyrir börn og ef fólk ákveður að koma með börnin sín með sér þá eru þau algjörlega á ábyrgð foreldra.  Hundar og önnur gæludýr eru bönnuð á svæðinu.

  Landsmót eru staður þar sem maður hittir og kynnist öðru bifhjólafólki og á skemmtilega helgi.  Alltaf hefur komið eitthvað af útlendingum á mótið, sumir hverjir ár eftir ár því þetta hefur verið skemmtilegasta mót sem þeir hafa upplifað.  Við getum haldið áfram að hafa þetta svona skemmtileg og jafnvel enn betra með því að taka höndum saman og mæta á Landsmót bifhjólafólks ALLS. 

  Allir klúbbar/félag/samtök eru vinsamlega beðin að mæta með fánann sinn, því Landsmótsnefnd skreytir svæðið með fánum allra.  Hlökkum til að sjá ný andlit, ný félög, flottar fánaskreyttar tjaldbúðir og gríðarlega stemmningu.

 

Kveðja Landsmótsnefnd 2009

 

Dagrún, harley1931@simnet.is  

Sylvía, 1633@sniglar.is 

Anna Birna, 1841@sniglar.is

 

08.04.2009 12:46

FUNDUR

FUNDUR
Það var Postulafundur á Olís í gærkvöldi.
Sumir mættu bílandi  og aðrir hjólandi.
Það komu um tuttugu manns sem er alveg
ágætt svona miðað við allt og allt.
Forsetahjónin frá Flúðum mættu
á fáknum Stórarauð  hinum víðförla.
Og svo voru þarna nokkrir jaxlar í viðbót
sem létu sig einnig hafa það að hjóla.
emoticon  emoticon fyrir þeim.

það er nú miklu notalegra að vera inni í  hlýjunni

06.04.2009 23:45

Heiðursmenn

Kunni ekki við að setja þetta hér svo það er á minni síðu
#120

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38