Færslur: 2009 Maí

29.05.2009 08:52

ERNIR

Tvísmellið á myndina til að stækka

Laugardaginn 6. 6. verður Poker Run á suðurnesjum að amerískri fyrirmynd, sem virkar þannig að hjólamenn koma í félagsheimili Arna og kaupa gögn, ökumaður 1000 kr. farþeginn getur einnig tekið þátt fyrir 500 kr.

Leikurinn gengur út á það að hjólað er á fimm staði á Reykjanesinu, Veitingahúsið Flösin Garði ( út við Garðskagavita ) Orkuverið Jörð ( Orkuver Hitaveitunnar á Reykjanesi ) við Bláa Lónið 14 - 14.30 ( þá er farið í hópkeyrslu til Grindavíkur á sjóarann síkáta ) Þjónustustöð N1 í Vogum á Vatnsleysuströnd og síðan er síðasta spilið dregið í Arnarhreiðrinu á milli kl. 18:30 og 19:00.

Það er ekki nauðsynlegt að aka hringinn í þessari röð. Einu föstu tímarnir eru 11:00 - 13:00 í Arnarhreiðrinu 14:- 14:30 við Bláalónið og svo við Arnarhreiðrið kl. 18:30 - 19:00.

Það verður kort af svæðinu í Arnarhreiðrinu sem sýna staðina og skemmtilegar leiðir sem hægt er að aka fyrir þá sem ekki eru kunnugir svæðinu. Td. Um Ósabotnaverg sem er nýr vegur frá Sandgerði til Hafna um Stafnes.

Allur ágóði af þessari uppákomu rennur til Lundar sem er forvarnarfélag fyrir ungt fólk.

Fékk þetta lánað á Arnasíðunni
kv Börkur #120

28.05.2009 14:25

GRINDJÁNAR

HÓPKEYRSLA  GRINDJÁNA

SJÓARINN SÍKÁTI

LAUGARDAGINN

6. júní 

Hópkeyrsla Grindjána.

 

Mæting á bílaplaninu við Bláa Lónið

kl 14.

Lagt verður af stað kl.14:30

og ekið inn í Grindavík, og hjólum lagt


 á hátíðarsvæðinu til sýnis fyrir gesti.

 

Boðið verður upp á veitingar að keyrslu lokinni.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

        

 

     

27.05.2009 09:52

Hjólamessa

POSTULAR.

Mætum á Olis Arnbergi og hjólum saman í messuna.
Leggjum af stað kl. 18.45
Þetta hefur alltaf verið hin besta skemmtun.


 

Mótorhjólamessa annan í

 

hvítasunnu.

 

Mánudaginn 1. júní 2009 kl. 20

 

Mótorhjólamessa í samstarfi þjóðkirkjusafnaða og
Hvítasunnukirkjunnar. Flestir mótorhjólaklúbbar munu
 eiga fulltrúa í messunni með þátttöku sinni.

Mótorhjólamessan er árlegur viðburður þar sem
hinir ýmsu mótorhjólaklúbbar ríða fákum sínum í
fylkingum til Digraneskirkju. Sjaldan koma svo mörg
vélhjól saman á einum stað svo almenningi
gefist tækifæri á  að skoða fákana og spjalla
við ökumenn þeirra. Messan er ALVÖRU messa, með
prédikun og altarisgöngu, svo það er ekkert slegið af í
helgihaldinu, þó svo umbúnaðurinn sé sveipaður
léttleika og prestarnir (sem verða að vera mótorhjólafólk)
eru búnir sama klæðnaði og viðbúið er af vélhjólafólki
(hefðbundnum öryggisbúnaði vélhjólamanna).
Leður og Goretex er því "viðeigandi" klæðnaður.
Mótorhjólamessan er einnig samstarfsverkefni
Þjóðkirkju og Hvítasunnu og hafa prestar frá
 báðum þessum kirkjudeildum annast um helgihald.
Það er stórkostlegt að sjá svo fjölbreytilegan söfnuð
 koma saman til helgihalds og ekki spillir nú fyrir að
þetta minnir líka á það að við erum líka til í
samfélaginu og umferðinni.

 

 

26.05.2009 22:32

BLUES


Blúshátíð í Rangárvallasýslu "Norden Blues Festival"

Hekla Bluesfélag stendur fyrir hátíðinni.

Haldin verður Blúshátíð í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina undir nafninu "Norden Blues Festival".

Hátíðin stendur í þrjá daga þ.e. 29. 30. og 31. maí. Það er Hekla Blúsfélag sem stendur fyrir hátíðinni, en það félag var stofnað snemma á þessu ári.

Á tónlistarhátíðinni sem er mjög viðamikil koma fram margir þekktir listamenn svo sem blússprengjan Grana´ Louise frá Chicago ásamt Blue Ice Band (Vinum Dóra). Einnig munu íslensku Dívurnar Andrea Gylfadóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal koma fram á hátíðinni ásamt frábærum tónlistarmönnum. Eftirtaldar hljómsveitir eru einnig skráðar sem þátttakendur á hátíðinni: Blúsmenn Andreu, Tregasveit Kristjönu, R.B. Blúsband, Mood, Chernobyl, Slow Train, South River Band, Blúsþrjótarnir, Óli Stolz & Co, The Dirty Deal, Spottarnir, Ferlegheit, Hot Babes & The Hottest, Munaðarleysingjarnir, Síðasti Séns o.fl. o.fl.

Tónlistarhátíðin mun dreifast nokkuð um héraðið, en útgangspunktar hátíðarinnar verða byggðarkjarnarnir Hella og Hvolsvöllur ásamt ferðaþjónustuaðilum í Fljótshlíð. Einnig verða tónlistaruppákomur í Þykkvabæ og á Landvegamótum. Þungamiðja kvöldtónleika verða stórtónleikar á Hvoli á Hvolsvelli. Tónleikar verða haldnir á 11 stöðum og eru skipulagðir tónleikar á hátíðinni liðlega 40. Gert er ráð fyrir að fólk nýti sér þá gistimöguleika sem til staðar eru í byggðarlaginu s.s. gistihús og tjaldsvæði. Skipulagðar verða rútuferðir á milli tónleikastaða og helstu gististaða, meðan á hátíðinni stendur, þannig að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Ýtarleg dagskrá hátíðarinnar verður gefin út á næstu dögum. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Helstu samstarfsaðilar við Norden Blues Festival, eru sveitarfélögin í Rangárvallasýslu og Blúshátíð í Reykjavík.


DAGSKRÁ

29. - 31. maí 2009  

Sunnudagur 31.maí

16:00 Barnablús                                     Opið svið
16:00 Hot Babes & The Hottest             Vegamót

16:00 (Siggi Sig & co)                            Þórskaffi

16:00 South River Band                         Hótel Hvolsvöllur

16:00 Slow Train                                   Hotel Rangá

16:00 Mood                                          Hellishólar

16:00 Arnar & Þorri                              Smáratún

16:00 Síðasti séns                                  Kaffi Langbrók

16:30 Unglingablús                                 Opið Svið

17:00 Stone Stones.                               Opið Svið

17:30 Vintage                                        Opið Svið

21:00 Chernobyl                                    Þykkvibær

21:00 Lame Dudes                                Árhús

21:00 Óli Solz & Co                             Þórskaffi

21:00 Unglingabönd                               Hvoll

21:00 The Dirty Deal                              Hótel Hvolsvöllur

21:00 Töfratríóið                                    Hótel Rangá

21:00 South River Band                         Hellishólar

21:00 Munaðarleysingjar                        Smáratún

21:00 Slow Train                                   Kaffi Langbrók

22:00 Mood                                          Hvoll

23:00 Bluesmenn Andreu                       Hvoll

0:30 South Rver Band                            Hvoll

01:00 Blús jamm                                    Þórskaffi

01:30 Síðasti séns                                  Hvoll

 
23.05.2009 15:03

Skoðunardagurinn

Frumherji og Ernir

Ég kíkti á skoðunardaginn hjá Örnunum,
það voru fullt af hjólum
 á leið í skoðun og auðvitað slatti af Postulum á svæðinu.
Þetta gekk vel fyrir sig að einu undanskyldu að mér fannst.
Það var þessi hentistefna hjá þessum fuglum sem
 voru í því að hávaðamæla hjólin. Það hlýtur að vera
 einhver lína sem farið er eftir í svona mælingum
og þá á að
fara eftir henni óháð því hver er á hverju hjóli.

 Alltaf jafn gaman að sjá hvað  Icebike og VP eru dugleg að mæta
með vörurnar sínar á svona samkomur.
Og svo má ekki gleyma veitingunum.

Ernir og Frumherji
takk fyrir daginn.

F.h. Postula
Börkur #12022.05.2009 20:18

Skoðunardagurinn

 POSTULAR

MUNIÐ EFTIR SKOÐUNARDEGINUM

á laugardaginn.

Upplýsingar neðar á síðunni.

22.05.2009 12:00

Skoðunardagurinn

Skoðunardagurinn hjá Örnum

Nú fer að styttast í hinn árlega
skoðunardag
hjá Örnum
og Fumherja
Laugardaginn 23. maí  kl.10.00 -16.00.
Í skoðunarstöð Frumherja í Njarðvík.
Þennan dag er veittur 50% afsláttur af skoðunargjaldi.
Boðið er upp á grillaðar pylsur frá 11.30 - 13.30
eða þar til birgðir klárast.


 

Það hafa yfirleitt verið aðilar á staðnum sem selja
 ýmislegt gott og gagnlegt fyrir hjólafólkKveðja
Börkur #120

20.05.2009 23:25

VOR Í ÁRBORG

POSTULAR

Ykkur er boðið í pylsur og kók klukkan 12.00 á
morgun 21. maí á planinu við Fjölbrautarskóla
suðurlands.
Endilega mætið á hjólunum svo þið getið hjólað
hring um bæinn með Formanninum eftir matinn.
Allir velkomnir.

20.05.2009 09:16

Fundur

FUNDUR

19. maí.

Þá kom loksins að því að það var
 almennilegt veður á þriðjudagskvöldi.
Eins og við var að búast fjölmenntu
Postular á Olis,sennilega 45 hjól.
Hersingin lét sig hafa það (allavega hluti af henni)
að rúlla allaleið á Flúðir og þar buðu
Sveitadrengir í kaffisopa í sól og blíðu.
Takk fyrir það Sveitadrengir.
emoticon Svo hafa flestir haldið glaðir heim á leið.emoticon


Fleiri myndir frá Hönnu á síðunni minni
kv. Börkur20.05.2009 08:56

Neistinn

 ÞAKKARBRÉF

Neistinn afhenti Postulum þakkarbréf
fyrir stuðninginn á
sumarhátíðinni.Það er mjög ánægjulegt að svona
þakklætisvott

Takk fyrir
kveðja
Postular

13.05.2009 17:45

Útihátíð

HJÓLATÚR

Þetta er tilvalið ferðalag fyrir
fólk (gott að eiga H,D)sem hefur gaman af að skella
sér í útilegu til Finnlands.
Klikkið á linkinn síðan á fánann með ykkar tungumáli og lesið ykkur til
 góða skemmtun
#120

http://www.superrally.fi/


Með kveðju frá Elísabetu  #158

10.05.2009 16:39

Raftasýning


RAFTASÝNING

2009

Mér sýnist á þeim myndum sem ég hef séð
á netinu að Raftasýningin í ár hafi verið
með þeim allra flottustu.
Ég er meira að segja búinn að sjá nokkrar
myndir af Postulum sem hafa lagt leið
sína í Borgarnes.
Þetta klikkar aldrei hjá ykkur Raftar góðir.
Til hamingju með flotta sýningu.

Postulakveðja.
Börkur #120

   

 Látið ykkar álit í ljós
hér fyrir neðan( hvernig var á sýningunni)

09.05.2009 10:27

N1 N1 N1 N1


POSTULAR  OG  N1
Viðskiptakortið
Postular og N1 eru með samning sín á milli
um að Postular fá afslátt af flestu sem N1
og Nítró selja.
Viðskiptakortið er fáanlegt hjá www.n1.is
Þeir sem eiga kort eða greiðslulykil
geta sent línu á www.petra@n1.is
með kennitölu sinni og (hópanúmer 224)
hún virkjar síðan afsláttinn
Afsláttarkjörin eru ekki á netinu
en þeir sem vilja vita meira um þetta
geta haft samband við mig í síma eða
tölvupósti.
Börkur S.8232975 www.bgisla@torg.is
08.05.2009 23:57

Sýning Rafta


POSTULAR

Fjölmennum á þessa árlegu sýningu
hjá vinum okkar Röftunum.
Þetta hefur aldrei klikkað
hjá þeim.

Það er frítt fyrir hjól í göngin milli 10 og 19
á sýningardag
Lagt af stað kl. 11 frá olís Arnbergi og hittast í N1 Mosfellsbæ 11.45 farið þaðan kl. 12.00. #1 kemur í hópin í bænum.


06.05.2009 18:02

Tónleikar

FLOTTIR VORTÓNLEIKAR
ALLIR VELKOMNIR

KVEÐJA

emoticon FORSETAHJÓNIN emoticon

FLÚÐUM

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05