Færslur: 2009 Júní

23.06.2009 23:10

23.06 2009

Þriðjudagsfundur

það mættu fimm við vatnið og héldu
til móts við austanfólk á olís.
Alls voru fimmtán sem létu sjá sig
 þar af sjö bílandi enda er nú
einhverskonar haustbræla í lofti.
Semsagt ekki hjólaveður nema fyrir hörkutól.
Þau (hörkutólin) létu vaða í eins og einn
 Árborgarhring fyrir svefninn.
Félagi Vígsteinn #157 innilegar
hamingjuóskir með 60 árin.
23.06.2009 17:45

ERNIR

POSTULAR 

Nú er tækifæri til að rúlla til Arna
                   

           

                                                                                                                                                             

Reykjanesdagurinn 2009

       Laugardaginn 27. júní verður hinn
                                                     
 árlegi Reykjanesdagur Arna haldinn í

 samstarfi við N1, Sveitarfélagið Garð

 og Icebike.Dagskráin:1.  
            
Kl. 11.00 mæting við N1 á Ásbrú
(gamla service station) kynnig á
vörum frá Nítró. N1 býður upp á
 léttar veitingar.

 

2.      
        
 
Kl. 13.00 farið af stað í hópkeyrslu út í
Garð á Sólseturshátið. Hjólunum stillt
upp út á Garðskaga.

 

3.
      
        
Kl. 14.00 Lagt af stað frá Garðskagavita
 og hjólað í gegnum Sandgerði um nýja Ósabotnaveginn að Hafnarvegi og
endum síðan hjá Icebike. Veitingar
verða í boði Sparisjóðsins í Keflavík,
 Arna og Icebike.
 

Vonum til að sem flestir sjái sér fært
að mæta og eiga góðan dag með okkur.

Með hjólakveðju,

Stjórn Arna

 

                

 

23.06.2009 09:00

FÉLAGSGJÖLDIN

 

emoticon ERU  EINHVERJIR  AР GLEYMA

FÉLAGSGJÖLDUNUM ?? emoticon


22.06.2009 16:34

Afmæli

                                       
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN 

VÍGSTEINN # 157      

                  

Kallinn er bara alltaf á fullu út um allt

Kveðja,

POSTULAR

22.06.2009 12:52

LANDSMÓT

 POSTULAR
Er þetta árið sem Postular fjölmenna á landsmót??


Já einmitt það yrði nú saga til næsta bæjar.21.06.2009 18:19

Takk fyrir

Geysisferð


Við þökkum Má og félögum á Geysi

höfðinglegar móttökur og veitingar.

Einnig þökkum öllum þeim hjólurum

sem komu með okkur í Geysisferðina.

Kveðja,

Postular

18.06.2009 17:00

GEYSIR

GEYSIR     GEYSIR    GEYSIR    GEYSIR

FLOTTASTA HJÓLAFERÐIN.Postular og aðrir hjólarar.

Ferðin sem allir hafa beðið eftir.
Laugardaginn 
20. júní ætlum við að heimsækja
höfðingjann og heiðurspostulann Má á  Geysi.
Mæting á Olis Arnbergi um kl.14.00. 
Við leggjum af stað uppeftir kl.14.30 .

 Förum frá Olis Rauðavatni kl.13.20.

Endilega allir að koma á Olis Arnbergi

 og  fara þaðan í einum hóp.

Þetta er að ósk Geysisfólks.

Virðum það

takk takk.

POSTULAR

17.06.2009 19:22

17. júní

Gleðilega þjóðhátíð

Það rættist úr þessu hjá okkur í dag.
Það lofaði
ekki góðu í morgun þegar við
héldum af stað frá Olis
áleiðis á Hellu og aðeins fjögur hjól á staðnum.
Þegar komið var að Skeiðavegi bættust tvö í svo þá
vorum við sex og aftur á Hellu fjölgaði okkur í átta
plús tvö á bíl svo þetta reddaðist. Ekki skemmdi
 veðrið fyrir sól og blíða. Forsvarsmenn á staðnum
 voru sáttir með okkar þjónustu svo að við gátum
haldið þokkalega sátt í næstu keyrslu á Selfossi.


 

Rigning var það sem tók á móti okkur á þeim bænum.
Um leið og vespurnar fóru að hitna dró frá sólu og
hitaði hún okkur sem eftir lifði. Keyrslan gekk vonum
framar enda bættust nokkrir vaskir hjólarar í hópinn
og stóðu sig með mikilli prýði.
Ég held að krakkar, mömmur, pabbar  og hjólarar
hafi fengið ágætis skemmtun út úr þessu.
   
    


Við þökkum öllum kærlega fyrir sem
tóku þátt í dag.

Kveðja,
POSTULAR

15.06.2009 08:52

17. júní


Postular við þurfum nauðsynlega

á góðri þátttöku ykkar að halda

til að gera þetta sómasamlega.


17. júní  KRAKKAKEYRSLA   17. júní

Postular það er að koma 17. júní. Þá erum það
við sem hjólum með krakkana eins og allir vita.
Þetta árið ætlum við að vera á tveimur stöðum.
Fyrst ætlum við að vera á Hellu frá kl. 10 - 11.
Síðan verðum við á Toyotaplaninu á
Selfossi  milli kl. 12 og 14.Postular eins og þið vitið er þetta fjáröflun
hjá okkur og fáum við greiðslu frá
fyrirtækjum fyrir þessar uppákomur.Það væri mjög gaman að sjá sem flesta
Postula ( nýja og gamla ) koma og taka
 þátt í þessu og gleðja krakkana og 
eina og eina mömmu í leiðinni.

Endilega að kvitta í

álit hér niðri ef þið mætið (eða mætið ekki)


kv.
Stjórnin

14.06.2009 13:17

Sólheimar

SÓLHEIMAR


Þá er Sólheimakeyrslan afstaðin. Það verður að segjast eins
og  er að þetta rétt slapp fyrir horn í þetta skiptið. Vonandi
er þetta ekki síðasta árið sem við förum á Sólheima. emoticon
Við ræddum við þó nokkra um að koma og taka
þátt í þessu þetta árið. Svo gerist það að sumir sem
 voru búnir að gefa vilyrði fyrir komu sinni létu ekki sjá
sig og kom það okkur í vandræði.

 

Takk fyrir móttökurnar.

  

Við þökkum þeim kærlega fyrir sem létu sjá sig.

14.06.2009 11:41

VANTAR MERKI ??

POSTULAMERKI
VANTAR YKKUR AUKAMERKI?


Ég ætla að panta merki næsta föstudag 26.06

Það er möguleiki á bakmerki og axlarmerki.


 

Verðið var 1300.- fyrir litla og 5200.- fyrir stóra
í síðustu pöntun.(gæti breyst)
þið getið hringt í 8232975 eða sent póst á 
bgisla@torg.is
ef ykkur vantar aukamerki.

kv. Börkur #120

05.06.2009 18:14

PRÓF


Er ekki rétt að kallinn fari að máta aftursætið.

Ég frétti það að  þessi flotta dama

væri komin með Próf.

Mótorhjólapróf

 ?
Bíddu við áttu ekki að vera aðeins aftar,hahahahaha

Til hamingju með prófið Dísa mín

kv. Börkur og félagar

05.06.2009 14:58

SÓLHEIMAR

emoticon SÓLHEIMAR emoticon

 2009

Nú fer að koma að Sólheimaferðinni okkar.

Laugardaginn 13. júní.

Eins og þið vitið gengur þessi ferð út á það
 að
hjóla með heimilisfólkið á staðnum.
VIÐ ÞURFUM ALLAVEGA 10 HJÓLARA
SEM TREYSTA SÉR TIL AÐ REIÐA
FULLORÐIÐ FÓLK
Sólheimabúar eru fullir tilhlökkunar eftir komu
okkar
enda finnst þeim æðislegt að vera
aftan á mótorhjóli og enn meira fjör að fá að
skella sér í baðkarið (hliðarvagninn á Ural).
Þetta hefur alltaf verið mjög skemmtilegt
enda er þetta yndislegt fólk sem býr
á Sólheimum og gaman að geta glatt þau
á þennan hátt.Við leggjum af stað frá Olis kl.14.30

Venjan er að það rigni eldi og brennisteini
þegar við leggjum í hann en þegar við rúllum
niður afleggjarann að Sólheimum brýst sólin
í gegn og hlýjar okkur sem eftir lifir dags.

emoticon Mætir þú ?? emoticon

kv .STJÓRNIN

02.06.2009 22:36

Fundur

02.06´09
Það var þó nokkuð af hjólum á Olis planinu í kvöld.
Það kom slatti úr bænum einnig ofan að Flúðum
og úr Hveró og svo líklega restin úr Árborg.
Þessi hópur hjólaði svo á Hellu í sól og blíðu.
Magnað hvað það er alltaf gott veður fyrir austan fjall.
Kanski vantar eitthvað uppá þetta.
þið bætið því þá bara við hér fyrir neðan.

  

#185   Til hamingju með árin 50 
#120

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38