Færslur: 2009 Júlí

28.07.2009 17:05

TRUKKUR

TRUKKURINNEr þetta einn af trukkunum sem
Óli Björns #110 er að gera við í
Bakkafjöru?

27.07.2009 10:13

HJÓL

                                                    


             

Það er gott að eiga réttu græjurnar
Doddi er þetta vængurinn þinn?FerrariBusaEitt í Hemma stíl

26.07.2009 10:32

Nesið

SNÆFELLSNES

Hjólatúrinn á nesið í gær var mjög fínn, við vorum átta
#25, #120, #130, #131, #142, #185, #186 og #198 sem
fórum af stað í flottu veðri og blíðan var samferða okkur
allan hringinn að vísu fengum við smá kælingu á
Arnarstapa (ekki veitti af). Stoppuðum á Vegamótum
 til að næra okkur. Við vorum missvöng eins og
 sést á myndunum, næsta stopp var Stapi síðan Hellnar,
þar er barasta alltaf sól. Á Hellisandi tókum
 við bensín og spjölluðum við stelpurnar, Sumir fengu sér forrétt
sem betur fer enda var afgreiðslan á Gamla Rifi á
hraða snigilsins en þar stoppuðum við næst enda var
 stefnan tekin þangað í upphafi.
Heimsóknin í þetta krúttlega kaffihús stóð ekki
alveg undir væntingum en veðrið var allavega frábært.
Næst var stoppað í Ólafsvík því einn úr hópnum
verslar bara á Shell. Síðan var það Grundarfjörður
þar hittum við Stefán #4 og fjölsk. sem voru í útilegu.
Þar hittum við líka Mumma #161(sem slóst í hópinn) og félaga sem voru líka
úti að hjóla. Við buðum okkur í kaffi í húsbílinn
hjá Atla bróður Hönnu áður en við héldum heim á leið.
Svo var það Borgarnes sem var síðasta stoppið.
 Takk fyrir
Skemmtilega ferð.
#120

25.07.2009 22:13

STOLIÐ

Þessi tilkynning var sett inn á gestabókina okkar.
 LESIÐ ÞETTA!!!


Goretex galla/hjálmi/hönskum stolið

Sæl öll, leyfi mér að setja eftirfarandi inná gestabókina ykkar þar sem ég sé ekki netfang stjórnar á vefnum ykkar. Ég ek um á Yamaha XT 660 og varð fyrir því ólani að gallanum og hjálminum var stolið úr skúrnum hjá mér í Reykjavík. Mér þætti mjög vænt um það ef þið sæjuð ykkur fært að hafa augu/eyru hjá ykkur ef viðkomandi aðilar reyna að losa sig við búnaðinn sem er ársgamall og hefur orðið sín séreinkenni vegna þess. Málið hefur einnig verið kært til lögreglu.

Jakki Rukka Armarina svartur m/gráu 40 (kvensnið)
Buxur Rukka Armarina svartar m/gráu 44 (kvensnið)
Hjálmur (Nolan) N102 Classic svart matt MD
Hanskar Polaris LG

Með fyrirfram þökk og kveðju,
Þórdís Rafnsdóttir
Snigill #214
gsm 618 8353

Þórdís Rafnsdóttir


Hafið augun opin

kv. Börkur #120

24.07.2009 17:20

Snæfellsnes

HJÓLATÚR
Ég , Jón og co erum að fara í hjólatúr um Snæfellsnesið á morgun.
 Það væri gaman ef einhverjir Postular vildu slást í för með okkur.
Það eru Grundarfjarðardagar um helgina
svo það væri gaman
 að kíkja aðeins við hjá þeim Grundfirðingum.
 Aðalmálið er  Kaffihúsið Gamla Rif 
sem er eins og nafnið ber með sér á Rifi.
Það er eitt af fáum kaffihúsum
sem Jón #130 á eftir að fá sér tertu á.
 Það spurðist út að
sneiðarnar væru nokkuð veglegar
svo það verður að sannreyna það. Eins og stendur í smsinu leggjum
við af stað kl. 11.00
frá Select  v/ vesturlandsveg
(við B&L og Össur) Sjáumst í fyrramálið
kveðja Börkur #120

22.07.2009 17:02

Akureyri


Kíkið á dagskrána  neðar á síðunni

21.07.2009 23:03

FUNDUR

ÞRIÐJUDAGSFUNDUR 21.07 2009

Það voru nokkur hjól sem lögðu í hann frá
Rauðavatni til fundar við austanmenn.
Hópurinn á Olís taldi tæplega 30  í
frekar þungbúnu og kuldalegu veðri.
Það langbesta í stöðunni var að halda til
Hafnarfjarðar enda er þar að öllu jöfnu
sól og blíða. Það voru allavega 15 hjól
sem enduðu á Súfistanum í þessu líka frábæra veðri.
( Kannski væri best að halda fundina þar)
Takk kærlega fyrir kvöldið
Kveðja #120

 

18.07.2009 22:46

Hjóladagar

Hér er komið tilefni til að hjóla norður

MC Skál í samstarfi við Tíuna
 munu halda Hjóladaga á Akureyri 24-26 júlí. 
 Verða þeir með svipuðu sniði og í fyrra.

Reynt verður að hafa ýmislegt á boðstólum á þessum dögum
sem ætti að höfða til sem flestra en svo er líka bara
gaman að koma saman og hittast.


Dagskrá Hjóladaga er:

Föstudagur 24/7

18:00 Hjóladagar settir á svæði Mótorhjólasafns Íslands þar sem verður grillað ofl.
22:00 Tónleikar til styrktar Mótorhjólasafni Íslands í Sjallanum

Laugardagur 25/7

12:00 Hátíð á plani ÚA þar sem verða sölu/kynningarbásar swap meat, leikir og þrautir, burn out, grill, hoppukastali, omfl.

20:00 Hátíðarkvöldverður í sjallanum
23:00 Stórdansleikur í Sjallanum með Sniglabandinu.

                               Með kveðju að norðan.

 

18.07.2009 22:43

AFMÆLI

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Þetta flokkast ekki undir stórafmæli
hjá okkur Postulum en.......
Hvað gerum við ekki fyrir
foringjann

Til hamingju með 45 árin

BALDUR #1
Kveðja
Postular

15.07.2009 17:06

Fundur 14.07 2009

FUNDUR

Þá var það enn einn fundurinn og mætingin með besta móti
sennilega um 30 manns eða heil blaðsíða í bókinni góðu.
Þarna voru Ernir, Gaflarar, Sveitadrengir OnTar og svo Postular
svo einhverjir séu nefndir.  Hemmi mætti á svæðið á Merinni og
hvað haldiði,,jújú með fulla skoðun ÁN ATHUGASEMDAemoticon .
Eftir spjall og kaffi bauð hópurinn sér
í heimsókn upp á Laugarvatn til þeirra eðalhjóna og sóldýrkenda
Gunnars (Péturs) og Jónu.(velkomin heim)
Mér var tjáð að móttökurnar hefðu verið að hætti hússins.emoticon
Takk fyrir
#120
Sko sjáiði miðann

08.07.2009 12:35

AFMÆLI


JÓN #130

TIL HAMINGJU MEÐ

60 ÁRA AFMÆLIÐ
Hann fer um víðan völl á hjólunum sínum
hann Jón

Kveðja

POSTULAR


07.07.2009 22:47

Fundur

Fundur

það var ágætis mæting hjá okkur í kvöld

og alltaf sama blíðan. Við ákváðum að renna í

Rauða húsið og fá okkur tvöfalt afmæliskaffi

60+60  það er nú þó nokkuð og báðir á staðnum.

 

  

Félagi Jón #130

Innilega til hamingju með daginn.

Kveðja

Postular

05.07.2009 11:08

HJÓL

ÞETTA ER VÍST ÞAÐ NÝJASTA


 HEMMI HVAÐ?

        

02.07.2009 14:03

TIL SÖLU

 


TIL SÖLU

EÐAL YAMMI

 Yamaha Stratoliner S

innflutt nýtt frá USA, skráð 07/07, ekið 12þús. km,

ný dekk, fullt af aukahlutum.

Mjög vel með farið hjól.

 Uppl. í síma 820 6412 - Gunnar #167


 

 

                      

01.07.2009 21:11

50 ÁRA

OFURTÖFFARINN

RIKKI #169

50 áraTil hamingju með daginn

kveðja

Postular

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05