Færslur: 2009 Ágúst

30.08.2009 10:01

TIL SÖLU

TIL SÖLU

 Adam er að selja þessar vörur síminn hans er 864-9184.
(hann vill helst tala ensku)
Verð á skónum er 10þús og stærðirnar eru 35,36,37,40,41.
Rukka unit lady buxur  verð 30þús.og Rukka armarina verð 40þús.
Stærðir 34,36,40,42,44,46.
Rukka unit men verð 30.þús. stærð 62.
Rukka armadillo (men) 40.þús.stærð 62.

Ps. Þetta er allt nýtt.

       
 

26.08.2009 18:15

GISTING

HÓTEL SELFOSS

emoticon Formaðurinn okkar er búinn að semja um verð á emoticon
gistingu fyrir okkur.Herbergi tveggja manna með morgunverði  11.800 kr

Herbergi eins manns með morgunverði       9.900 kr  


 Það eru engin herbergi frátekin svo það pantar hver fyrir sig.
Þið verðið að láta vita að gistingin sé vegna
 árshátíðar POSTULA til að þetta kostaboð gildi
.

Gott að panta fyrr en seinna.
sími 4802500

Kveðja frá
Hotel Selfossi
 

    

25.08.2009 23:11

FUNDUR

Fundur 25.08 ´09

Við vorum nokkrir sem hjóluðum austur í bleytunni í
 
kvöld, mislangt að vísu.emoticon það er alltaf sama fjölmennið

sem tekur á móti okkur á Arnbergi. Eftir langa
 
mæðu skellti hópurinn sér  Árborgarhringinn

undir dyggri stjórn #157.Þar sem hann (#157)forðast

 suma staði einsog heitan eldinn tók þessi hringakstur

fljótt af.emoticon

Það er flott sjoppa við hliðina á Kidda Rót

sem fínt er að kaupa ís á svona góðviðrisdögum.Kveðja #120


25.08.2009 21:51

DUGNAÐARFORKAR

SÆLIR FÉLAGAR

ER ÞAÐ VIRKILEGA ÞANNIG AÐ ENGINN

POSTULI NENNIR EÐA HEFUR ÁHUGA

Á AÐ LEGGJA EITTHVAÐ

 VINNUFRAMLAG AF MÖRKUM
 
FYRIR KLÚBBINN SINN??

Nú fer óðum að styttast í aðalfund og árshátíð.
Eru einhverjir emoticon áhugasamir, emoticon duglegir, emoticon fórnfúsir,
emoticon hugmyndaríkir og emoticon gegnheilir Postular
 sem hafa brennandi áhuga á að
bjóða fram krafta sína í þágu klúbbsins.
Gaman væri ef einhverjir byðu fram krafta sína í
stjórn og eða nefndir fyrir næstu ár.
 Klúbburinn verður  emoticon 10 ára emoticon á næsta ári
svo það verður fullt að gera.

Þið getið pikkað í einhvern úr stjórninni
og látið vita ef þið hafið áhuga.

Kv. Börkur #120

24.08.2009 19:31

ERNIR

 

 

 Postular okkur er boðið að kíkja á

Sandgerðisdaga og taka smá hópæfingaakstur

 fyrir Ljósanótt í boði Arna

 

 

Mæting á SBK planið kl. 12.30 laugardaginn


 29.ágúst. Lagt verður afstað kl. 13.00. 
Þegar við komum til Sandgerðis liggur leiðin
 

niður að hátíðarsvæðinu við höfnina.
 

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á


 http://sandgerdisdagar.245.is/


22.08.2009 09:49

?????


Mætti enginn á síðasta þriðjudagsfund??

18.08.2009 21:59

LÖGGUR

LÖGGULÍF

ÆTLI LÖGGURNAR OKKAR GETI ÞETTA?


  http://www.youtube.com/watch?v=kTYGmjgSMv8

 
 

18.08.2009 19:46

CUSTOM


CUSTOM BIKE

H-DC ICE (Harley Davidson Club Iceland) klúbburinn ætlar í samstarfi við
Reykjavík Ink að halda Custom bike uppákomu þar sem komin verða saman mörg
flottustu Costom smíðuðu hjól landsins og einnig verður boðið upp á tattú á svæðinu
og hljómsveitir halda uppi fjörinu í götunni.

Uppákoman verður á Frakkastígnum fyrir utan Reykjavík Ink milli 16 og 20 á
Menningarnótt.

Vinsamlegast látið berast meðal alls mótorhjólafólks.

hjóla kveðja

Stjórn H-DC ICE


16.08.2009 00:00

AFMÆLI


LENA #8

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.

Jújú skvísan er orðin 40 ára. 
Kveðja

 Postular


 

15.08.2009 20:03

VÍK

VÍK
Við vorum sex sem hjóluðum til Víkur í dag.
#38, #120, #130, #148, #167 og #176
Meiningin var að kíkja aðeins inn á Töðugjöld í
leiðinni en Postulinn í hliðinu ætlaði að
rýja okkur inn að skinni fyrir innlitið,
svo við slepptum því og héldum ferðinni áfram
á Hvolsvöll í smá kaffi (frítt)
Veðrið lék við okkur með öllum sínum tilbrigðum.
Við fengum fína borgara í sjoppunni á Vík og  góðar
 tertur, kaffi og kakó í eftirrétt á Skógum.
Að lokum renndum við á Eyrarbakka og sáum þar
nokkra flotta gamla bíla,
svo var það bara heim.
p.s.Við hittum nokkra hjólara í ferðinni
tvo Náttfara á hringferð, þrjá hálfklædda Drullusokka á Vík
og  þrjá SoberRiders einnig á Vík#120

14.08.2009 18:36

HJÓLATÚR

VÍK / KLAUSTUR

Eru einhverjir í stuði til að fara í

hjólatúr til Víkur og/eða Klausturs

eða eitthvert annað

sem gott veður leynist

á laugardaginn??

Við förum frá Rauðavatni kl.10.00

og frá Arnbergi um kl.11.00

kv. Börkur #120 #120

13.08.2009 18:48

ENN EINN

N1 meira í leiðinni

 

Ágæti félagi

Nú gefst þér tækifæri til að spara því útsölumarkaður N1 opnar aftur í nýju og betra húsnæði í stórverslun okkar við Bíldshöfða 9. Eins og áður mun útsölumarkaðurinn aðeins vera opinn meðan birgðir endast; fyrstur kemur, fyrstur fær. Hafðu hraðar hendur og nýttu þér allt að 60% afslátt meðan úrvalið er sem best. Á útsölumarkaðnum finnur þú alls konar gæðavörur sem við erum ýmist að taka úr dreifingu, tilheyra annarri árstíð eða eru eldri gerðir góðra vörumerkja.

Dæmi um vörur frá gæðaframleiðendum sem fást með allt að 60% afslætti.
Fatnaður, topplyklasett, karaokee sett, DVD diskar, hleðslutæki, bónvörur, sjónaukar, bakpokar, minnislyklar, myndavélar, hljómplötur, golfsett, útileguvörur, kælibox, grillvörur, vinnuljós, verkfæri og fleira og fleira.

Útsölumarkaðurinn er opinn 8-18 virka daga og 10-14 á laugardaga eins og verslunin. Athugið að Safnkortspunktar eða aðrir afslættir gilda ekki á útsölumarkaðinum.

Að sjálfsögðu er þér velkomið að deila þessum pósti með ættingjum og vinum sem vilja nýta sér þessi kjarakaup.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk N1.


 

 

12.08.2009 18:27

MYNDIR

MYNDIR  

Það eru einhverjar myndir úr hjólatúrum
Postula á síðunum okkar. það eru
 hlekkir inn á þær hér hægra megin
neðar  á síðunni
.

12.08.2009 09:08

Fundur

Fundur 11.09 2009

Það var góður hópur sem renndi austur í sól og blíðu. Að vísu kvaddi sólin
 okkur við Litlu kaffistofuna. Það hafa sennilega verið um þrjátíu hjól á Arnbergi þegar mest var. Ákveðið var að hjóla á Geysi en þangað skiluðu sér ekki nema um tuttugu hjól plús tvö sem biðu okkar á planinu, þar voru komin heiðurshjónin Jóna og Gunnar (Evrubændur) alltaf er jafn gaman að hitta þau.
Móttökurnar hjá Má eru alltaf jafn höfðinglegar og færði hann Postulum
tvær myndir að Geysi í kveðjuskyni, önnur var til vara ef hin týndist.
Þegar allir höfðu fengið nægju sína var haldið heim á leið.
Skiptist hópurinn, þeir sem vildu hjóla lengra fóru um Brúarhlöð.
 Þeir sem voru að flýta sér heim fóru um Laugarvatn og
fylgdu hjónunum heim í leiðinni.emoticon 

 
Takk fyrir skemmtilegt kvöld.
#120  

10.08.2009 16:41

GLÖS

                

GLÖSIN ERU KOMIN

        

ÞIÐ GETIÐ PANTAÐ HJÁ MÉR
500 kr.stk.
bgisla@torg.is eða 8232975

BÖRKUR #120

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38