Færslur: 2009 September

29.09.2009 22:43

Fundur

FUNDUR

Það var ferkar fámennt á fundinum í kvöld.
Við fórum þrjú úr bænum og hittum nýja formanninn
aleinan á Olis.
Síðan bættust fjórir til viðbótar í hópinn svo að úr varð
átta manna fundur með  kaffi, nammi og ís á línuna.
Hjólin í kvöld voru aðeins fjögur, tvö á hvoru.emoticon

Kveðja #120

27.09.2009 20:21

Gaman að skoða

Jæja þá er að finna sér nýtt hjól fyrir næsta vor.
kíkið á linkinn hér fyrir neðan.
Lítið annað að gera í þessu haustveðri.
http://www.motorcyclistonline.com/motorcycles/index.html21.09.2009 18:27

Árshátíð

Árshátíð Postula 2009

Við héldum árshátíðina okkar í Tryggvaskála um helgina.
 Okkur fannst hún takast ljómandi vel, vonandi eru flestir
sammála því. Biggi og Hanna lögðu allan sinn metnað í
 að skreyta salinn og var útkoman glæsileg.
Á meðan kokkarnir voru að græja matinn og fólkið
 að koma sér fyrir bauð Einráður upp á leynigest.
Gestirnir fóru um víðan völl í ágiskunum og með smá
hintum frá sumum var giskað á réttan mann sem var 
Marlboromaðurinn.

Þá var komið að matnum sem bragðaðist ljómandi vel
eins og við var búist. Svo var það happdrættið
með mörgum glæsilegum vinningum sem gengu allir
út. Baldur stóðst ekki mátið og skellti sér í uppboðsjúniformið
og bauð upp nokkra hluti við góðar undirtektir.
Meðan á þessu stóð spilaði Jón Disco undir
af sinni alkunnu snilld.
 Þegar hér var komið við sögu
voru það viðurkenningarnar.
 Þær komu í hlut eftirtalinna félaga.
Félagi ársins: Guðmundur Svavarsson #28
(Fyrir ómælda góðvild til handa klúbbnum t.d. þegar okkur
 hefur vantað veitingar í okkar frægu Postulagrill)
Nýliði ársins: Kristján Kristjánsson #198
(Var duglegastur að hjóla með okkur af þeim sem gengu í klúbbinn í fyrra)
Hjólari ársins: Pálmar Guðmundsson #176
(Hann er svakalegur kílómetrasafnari og mætti á næstum
alla fundi hvernig sem veður var)
Útlit ársins: Hermann Österby #95
(Nú auðvitað fyrir Merina sína, fullt af myndum af henni víðsvegar á síðunum)
Atriði ársins: Börkur Gíslason #120
(Fyrir að fótbrjóta sig, kyrrstæður, þetta er náttúrulega brandari hjá stjórninni)
Það þarf að sjálfsögðu ekki að útskýra hvers vegna
þessir aðilar urðu fyrir valinu.emoticon
Til hamingju með verðlaunin.
Jón Disco hélt svo uppi fjörinu langt fram eftir eða þangað til Grétar #57 tók fram gítarinn.

Við þökkum þeim kærlega fyrir sem styrktu okkur með happdrættisvinningum. Einnig þökkum við gestunum fyrir  frábæra skemmtun.

Kveðja stjórnin.

p.s. það eru nokkrar myndir frá helginni á myndasíðu Barkar
hlekkur inná hana neðar á síðunni

20.09.2009 18:56

Aðalfundur

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Postula var haldinn í Tryggvaskála í gær þ.19.09 ´09.
Fundurinn hófst með því að velja fundarstjóra (Mummi Jóns #168)
 og ritara (Hanna #142). Þá var það yfirferð formanns um starfsemi
klúbbsins síðastliðið ár. þar kom í ljós að við höfum gert
  ýmislegt okkur og öðrum til skemmtunar.
Næst voru reikningar lagðir fram af gjaldkera og voru
þeir samþykktir einróma. Síðan var umræða um krakkakeyrslurnar,
snerist hún um það hvort við ættum að hætta  eða halda þeim áfram.
Flestir vilja nú halda áfram að hjóla með börnin enda hefur
það mælst vel fyrir.
Skipuð var afmælisnefnd vegna tíu ára afmælis Postula sem
verður á næsta ári.
 Það voru áhugasamir félagar sem buðu sig fram í nefndina.
Þeir eru Baldur #1, Birgir #9 og Aðalbjörn #98.
Breyting var gerð á stjórninni í þetta sinn en þeir Kristján #33,
Birgir #9 og Baldur #1 óskuðu eftir að losna úr stjórn og að sjálfsögðu
var orðið við þeirri bón. Inn í stjórn koma  Guðmundur Kr. Jónsson #168, Vígsteinn Gíslason #157 og Ólafur Björnsson #110.
Við bjóðum þá velkomna  og þökkum
  Baldri, Bigga og Stjána fyrir vel unnin störf.
Þá var það inntaka nýrra félaga og voru þeir tólf í þetta skiptið.
Þeir voru látnir keppa í tímþraut með göngugrind og stóðu sig með stæl.
Velkomnir í klúbbinn.

#12018.09.2009 15:01

Árshátíðin


 JÆJA, NÚ ER ÞETTA AÐ BRESTA Á.

GÓÐA SKEMMTUN.


ÁRSHÁTÍР POSTULA

2009


Þetta árið verður hátíðin haldin í Tryggvaskála.

19. september kl. 20.00.
Húsið opnar kl. 19.00.

 Grillvagninn sér um kræsingarnar.

Matseðillinn er á þessa leið:

Glóðarsteikt lambalæri.
Purusteik.
BBQ kjúklingur.
Meðlæti.
Gratineraðar  kartöflur. 
Ristað grænmeti.
 Salat m/feta.
Hunangssinnepssósa.
Rjómalöguð púrtvínssósa
 og ýmislegt fleira.

Vín með matnum.
Kaffi og konfekt.
Happdrætti til styrktar góðu  málefni.
Ágætis vinningar í boði.
Dregið verður úr aðgöngumiðum, einnig verða
miðar seldir á staðnum.
 
POKABALL

  Jón (Disco) Bjarnason heldur uppi fjörinu 
eins og honum einum er lagið. 

p.s. Enginn posi, aðeins tekið á móti seðlum.

17.09.2009 13:09

Aðalfundur

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Postula verður haldinn í
Tryggvaskála  19. september 2009 kl. 14.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Önnur mál.

Stjórnin.


Hér er 10. greinin úr lögum klúbbsins.
Lögin eru í heild sinni efst á síðunni.

10.gr. Aðalfundur

Rétt til setu á aðalfundi hafa: Fullgildir félagar.

 Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis mættir fullgildir félagar.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Stjórn  gefur skýrslu um starfsemi liðins árs

3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs

4. Lagabreytingar samkvæmt 11.gr. laga samtakanna.

5. Kosning stjórnar  

5. Önnur mál . 


 

15.09.2009 22:15

Fundur

FUNDUR 15.09´09
Þá var það enn einn fundurinn í kvöld og fórum við fjórir saman austur og svo komu tveir í humátt á eftir okkur.
Það voru þrettán hjól á planinu þegar við komum sem sagt nítján í heildina, já einmitt nokkuð flókið . Og svo kom Stebbi #84 og var hann sá tuttugasti. Við úr bænum létum nægja að fara  beinustu leið til baka enda farið að hausta á heiðinni. Jaxlarnir að austan voru óvenju brattir í kvöld, allavega sögðust þeir ætla að hjóla í kaffi til Nóa í Gunnarsholti. Vonandi hefur það verið góð ferð hjá þeim.
Takk fyrir kvöldið.
kveðja #120


  


10.09.2009 21:48

Árshátíð

ÁRSHÁTÍÐ

ÞEIR SEM ERU BÚNIR AÐ SKRÁ SIG EN EIGA
 
EFTIR AÐ BORGA
 
ERU VINSAMLEGAST BEÐNIR UM AÐ GRÆJA

 ÞAÐ SEM FYRST.

ÞAÐ ERU NOKKRIR MIÐAR EFTIR

ENNÞÁ.

JÁJÁ DRÍFA SIG.

baldur@postular.com

10.09.2009 14:00

ÁRSHÁTÍÐ


Aðeins meiri upplýsingar um

hátíðina

Strákarnir á Grillvagninum sjá um kræsingarnar
og kannski splæsum við víni með.

Jón Disco ætlar að halda uppi stuðinu.
Hann hefur ekki klikkað hingað til.

Það er pláss fyrir 80-90 manns í mat.
(þröngt mega sáttir sitja)

Miðaverð er 2000.- á mann fyrir skuldlausa félaga  og

 maka þeirra

en 35oo.- fyrir aðra.

Þetta verður POKABALL


Húsið opnar kl.19.00.


MUNA AÐ SKRÁ SIG

                    

emoticon ÁRSHÁTÍРemoticon
Árshátíðin þetta árið verður haldin í Tryggvaskála
þann 19. september. Hátíðin verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár.
Sem sagt góður matur,tónlist og skemmtilegheit
Núna verðum við að hafa þann háttinn á að fólk
skráir sig og staðfestir fyrirfram.
Fjöldi miða er takmarkaður vegna húsrýmis.
Nánari upplýsingar um miðaverð, dagskrá,
fjölda gesta sem komast fyrir í húsinu og
annað sem skiptir máli
koma fyrr en síðar.
Það ættu allir að komast fyrir en Postular og
makar hafa forgang til mánaðamóta.

Þið getið skráð ykkur á hátíðina með því að senda
 

tölvupóst á
baldur@postular.com
með nafni, Postulanúmeri og fjölda miða.
Kveðja.
Stjórnin

 

09.09.2009 16:00

Árshátíð

POSTULAR

Þið sem eruð búin að panta miða á árshátíðina.

Vinsamlegast leggið andvirði aðgöngumiðana

inn á reikninginn okkar.

nr. 586-14-101384

kt. 540801-2820

Verðið er kr. 2000.- á mann fyrir skuldlausa og maka þeirra.
 verðið er kr. 3500.- fyrir aðra.

  Kveðja   Gjaldkerinn.                       

09.09.2009 00:00

Afmæli


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Valgeir Geirsson #32

ER 50 ÁRA Í DAG

09.09´09
Kveðja
Postular

08.09.2009 22:33

FUNDUR

Fundur 08.09´09
Það var flott mæting á fundinn í kvöld.
Fólk úr öllum áttum t.d frá Laugarvatni , Flúðum,
Selfossi,Eyrarbakka, Hafnarfirði, Reykjavík,
Mosfellsbæ og sennilega einhverjum öðrum stöðum líka.
 Það var nú ekki samstaða um hvert ætti að hjóla í þetta
skiptið en flestir fóru á Litlu kaffistofuna
en ég veit ekki með hina en vonandi fundu þeir góðan stað.

 

07.09.2009 22:13

SKOÐUN

  Umferðarstofa vekur athygli á því að breyting varð á reglugerð um skoðun ökutækja með tilkomu nýrrar reglugerðar í janúar sl.

  Samkvæmt reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja er nú skylt að færa bifhjól til skoðunar fyrir þann 1. ágúst á skoðunarári, óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki. Hafi skoðun ekki verið lokið fyrir þann 1. október leggur sýslumaðurinn á Bolungarvík vanrækslugjald að upphæð kr. 15.000,- á eiganda bifhjóls.

 Ýmsar aðrar breytingar áttu sér stað með nýju skoðunarreglugerðinni, s.s. varð skylt að skoða hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi, skoðanatíðni ýmissa ökutækjaflokka breyttist og margt fleira. Áhugasamir geta kynnt sér samantekt þessara breytinganna hér: http://www.us.is/id/1000329

 

04.09.2009 22:41

TUÐRUSPARK

Selfyssingar komnir í úrvalsdeildina

Selfyssingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrsta skipti þegar þeir unnu Aftureldingu, 6:1, á heimavelli sínum að viðstöddu miklu fjölmenni.
Selfyssingar til  hamingju með knattspyrnufélagið ykkar.
kveðja #120

02.09.2009 21:19

LJÓSANÓTT

JÆJA POSTULAR

ER EKKI RÉTT AÐ DRÍFA SIG


Dagskrá Ljósanætur 2009!


Mæting inn við
  í Njarðvík laugardaginn 5. september kl. 12:30. Boðið

 verður upp á grillaðar pylsur og gos frá kl. 13:00 til 14:00 í boði
.


Farið verður í hópkeyrslu frá Olís kl.14.05 og hjólað
 
Garðskagahringinn sem endar á planinu hjá Nettó í

 Njarðvík. Þaðan verður lagt af stað kl.15.00

 stundvíslega í hópkeyrslu niður Hafnargötu og endað

 á SBK planinu eins og undanfarin ár
.

Hvað verða mörg hjól í ár?
Vonumst eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

ALLIR VELKOMNIR.
Kveðja Ernir

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38