Færslur: 2010 Febrúar

17.02.2010 13:21

Opið hús

Það voru 11 sem kíktu í kaffi og spjall , núna annað kvöldið sem haft er opið hús hjá okkur , þrír voru á hjólum sem er bara frábært miðað við árstíma.

16.02.2010 18:33

Kynning á meistaraverkefni

Sæl/sæll, hér meðfylgjandi er kynningarefni á meistaraverkefni sem ég vinn

 nú að og snertir bifhjólavettvanginn á Íslandi.  Efnið er til kynningar á

 vefsíðum klúbba/félaga eða til útprentunar - alveg eins og aðilar vilja

 hafa það.  Markmiðið með kynningunni er að tryggja góða þátttöku í

 fyrirhugaðri könnun (sjá nánar í kynningarefni) en aðeins þannig nást

 marktækar og raunhæfar niðurstöður og í því liggja hagsmunir allra.

 

 Umferðarstofa hefur samþykkt erindi mitt um aðgang að eigendaskrá og það

 þýðir að úrtakið er úr heildarmengi bifhjólaeigenda þ.e. eigenda innan og

 utan klúbba/félaga.  Aðferðafræðin gerir ráð fyrir jafndreifðu úrtaki, 95%

 öryggismörkum og 50% svarhlutfalli sem gerir úrtak upp á 750

 bifhjólaeigendur sem eiga von á bréfi á næstu vikum.

 

 Yrði afar þakklát ef þú/þið gætuð komið skjalinu með kynningarefninu fyrir

 á vefsíðu ykkar á áberandi stað og ennfremur að þú/þið kynntuð verkefnið

 inná ykkar vettvang.  Einnig væri gott að heyra frá ykkur ef þið sjáið

 ykkur þetta fært.

 

 Ef þú/þið hafið áhuga á því að fá mig inn á ykkar vettvang til að vera með

 nánari kynningu á verkefninu eða hafið frekari fyrirspurnir þá hikið ekki

 við að senda mér línu.

 

Með fyrirfram þökk og bestu kveðju,

 

 Þórdís  Rafnsdóttir

 Meistaranemi í verkefnastjórnun við HÍ

Netfang: thr14@hi.is

Yamaha XT 660
Nánar Kynningarefni.pdf

09.02.2010 22:59

Fyrsti óformlegi fundurinn.

HæHæhæ....
Það mættu alls 11 hræður á fundinn í kvöld, vonandi verður það betra næst....     emoticon
kveðja Tási # 5

08.02.2010 19:54

Kæru Postular.

Komið þið öll margblessuð...

Vil ég þakka það hér með formlega, þær stundir sem Börkur hefur unnið með okkur og fyrir okkur, hans verður sárt saknað úr stjórninni.. 
En nú vil ég að þið komið á sem flesta þriðjudagsfundi og látið ljós ykkar skína hvað þið viljið að klúbburinn standi fyrir og hvernig þið viljið nota félagsaðstöðuna,  Önnur kvöld en þriðjudagskvöld eru laus og ef þið hafið hugmyndir um að nota aðstöðuna eitthvað meira þá komið þið bara og tjáið ykkur um það og við gerum það besta úr því.emoticon Eða ef þið eruð feimin þá er hugmyndakassinn til staðar.
Hlakka til að sjá ykkur.
kveðja Tási #5

07.02.2010 21:39

Fundir

Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í félagsheimili Postula á þriðjudagskvöldum frá kl:20 það sem eftif lifir vetrar . emoticon  

02.02.2010 23:25

Takk Takk

POSTULAR

Sælir Postular, ég hef sagt mig úr stjórn klúbbsins.
Vinsamlegast hafið samband við aðra meðlimi
stjórnarinnar ef ykkur liggur eitthvað á hjarta
eða vantar upplýsingar um málefni klúbbsins.

Takk fyrir mig

kveðja
Börkur #120

02.02.2010 23:05

Aukaaðalfudur

AUKAAÐALFUNDUR

Góð mæting var á fundinn í kvöld, sennilega um 40 manns.
Það gengu fjórir nýir félagar í klúbbinn og bjóðum við þá innilega velkomna. Það voru líflegar umræður um ýmis málefni sem fóru vel fram.
 Svo ber að þakka Dodda og Dísu fyrir að lána
okkur þessa fínu kaffikönnu,
nú verður hægt að þamba kaffi út í eitt enda orðin græjuð eins og á alvöru kaffihúsi.

Þökkum ykkur fyrir komuna.

  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403247
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 18:10:11