Færslur: 2010 Maí

31.05.2010 17:33

Þriðjudagsfundur og hjól

1. júní kl. 20:00. Þriðjudagsfundur og hjólað á eftir.

Góðir félagar
Þeir hjá Óskabörnum koma til okkar á þriðjudagsfund kl. 20:00 til að kynna Landsmót vélhjólafólks sem haldið verður 1. til 4. júlí nk.
Síðan ca. kl. 20:30 hjólum við Árborgarhringinn, komum við í Þorlákshöfn (kaffi) og Hveragerði (ís).
Ps.
Svo munum við eftir Sólheimaferðinni 5. júní.
Kveðja
Formaður#168

29.05.2010 14:08

Á Döfinni


Sjóarinn Síkáti Laugardaginn 5 júní.Landsmót Bifhjólafólks 1 til 4 Júlí í Húnaveri.


Potato Run 2010 sem verður haldið í Þykkvabænum 9-11.júlí
.

29.05.2010 14:06

Skoðun Bifjóla

Skoðun Bifhjóla.

 

Umferðarstofa vekur athygli á því að breyting varð á reglugerð um skoðun ökutækja með tilkomu nýrrar reglugerðar í janúar sl.

Samkvæmt reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja er nú skylt að færa bifhjól til skoðunar fyrir þann 1. ágúst á skoðunarári, óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki. Hafi skoðun ekki verið lokið fyrir þann 1. október leggur sýslumaðurinn á Bolungarvík vanrækslugjald að upphæð kr. 15.000,- á eiganda bifhjóls.

Ýmsar aðrar breytingar áttu sér stað með nýju skoðunarreglugerðinni, s.s. varð skylt að skoða hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi, skoðanatíðni ýmissa ökutækjaflokka breyttist og margt fleira. Áhugasamir geta kynnt sér samantekt þessara breytinganna hér: http://www.us.is/id/1000329

25.05.2010 10:20

Þriðjudagshjólarar

Þriðjudagshjólatúr, 25. maí

Tillaga er um að hjóla á Þingvöll í ís eða kaffi.
Mæting Kl.20:00
Brottför kl. 20:15.

25 hjólarar hjóluðu á Þingvöll, því miður er ekki komin sumaropnun í sjoppunni, þannig að enginn fékk ís eða kaffi.
Hópurinn dreifðist því, sumir hjóluðu til Reykjavíkur í kaffi, aðrir til baka í Postulaheimilið þar sem hellt var á könnuna.
Takk fyrir góða hjólastund.
Hittumst næsta þriðjudag 1. júni og hjólum saman (till. um áfangastað?)
kveðja
formaður
holt38@simnet.is

21.05.2010 10:38

Hjólað á blúshátíð

Kæru postular nær og fjær nú hjólum við og heimsækjum blúshátíð.

Lagt verður af stað frá postulaheimilinu kl. 19:00 á laugardagskvöldið 22.maí og hjólað á Hellu og heimsækjum blúshátíðina og  "postulahljómsveitina".  Mæting við heimilið í spjall og kaffi kl 18:30.
Spáð er góðu veðri vonumst til að sjá sem flesta..  Þetta verður flottur kvöldrúntur..
kv. Stjórnin..

18.05.2010 10:01

Mótorhjólamessa

Mótorhjólamessa

Mótorhjólamessa verður í Digraneskirkju kl. 20:00, mánudaginn 24. maí, annan í hvítasunnu.
Allir velkomnir

15.05.2010 23:28

þriðjudagsakstur

Þriðjudagsakstur 18. maí 2010

Tillaga er um að hjóla á Flúðir og fá sér kaffi
Brottför um kl. 20:00
kveðja
Formaður #168
Hjólað
Hjóluðum þrír að Flúðum í rigningu og ösku, Mummi #161 kom frá Flúðum og hjólaði heim aftur með okkur
fengum okkur gott kakó og góða slökun áður en haldið var heim á leið.
gkj#168

15.05.2010 23:10

Raftaferð í Borgarnes

RAFTAFERÐ í Borgarnes

Í dag laugardaginn 15. maí kl. 10:30 var lagt af stað í Borgarnes til að heimsækja RAFTANA sem þar voru með frábæra sýningu og dagskrá.
7 hjól hófu för frá Postulaheimilinu, við Rauðavatn bættust við 6 hjól og síðan nokkur í viðbót.
Hjólað var um Hvalfjörð í strekkings vindi, en allt gekk vel.
Í
Borgarnesi gæddum við okkur á nýbökuðum vöfflum og kaffi og fylgdumst með dagskráratriðum og skoðuðum hjól af ýmsum gerðum.
Þetta var í alla staði vel heppnaður dagur og eiga RAFTARNIR hrós skilið fyrir alla framkvæmd.
Heim var haldið í smærri hópum.
Um 20 hjólarar frá Postulum tóku þátt og vil ég þakka þeim öllum fyrir stundina
.
Kveðja
Formaður #168

15.05.2010 22:59

Vor í Árborg

Vor í Árborg

Á föstudaginn 14.maí kl.18:00 komum við saman við Postulaheimilið í tilefni af Vor í Árborg.
Hópkeyrsla var um  Selfoss, tólf hjól tóku þátt í því, síðan var stillt upp við Postulaheimilið, um 20 hjól, og blúsbandið spilaði á palli fyrir utan til kl. 20:00.
Fjölmargir gestir komu á staðinn, a.m.k. 40 skrifuðu í gestabókina´.
Í húsinu var einnig málverkasýning.
Þökkum öllum fyrir þátttökuna og ánægjulegt kvöld.
Kveðja Postulastjórnin

13.05.2010 14:15

Ótitlað

Afmæli

Í dag 13. maí er Þorvaldur Guðmundsson #3 (Valli) 60 ára.
Til hamingju með daginn
Kveðja
Stjórn Postulaemoticon

13.05.2010 13:28

Ótitlað

Hjólað á Hellu
Þriðjudaginn 11. apríl var hjólað á Hellu
10 hjólarar fóru, þrátt fyrir rigningu.
Hittumst næst á föstudaginn 14. apríl og höfum gaman saman
kveðja
Stjórnin

06.05.2010 20:59

Vor í Árborg 14 mai

Vor í Árborg.

Postular verða með hópakstur um Selfoss föstudaginn 14. maí kl. 18:00, síðan stillt upp við Postulaheimilið og þar mun blússveitin okkar spila utandyra (ef veður leyfir), til kl. 20:00.
Vonandi sjáum við sem flesta .

Stjórnin.

06.05.2010 20:47

Raftasýning

POSTULAR

Fjölmennum á þessa árlegu sýningu hjá vinum okkar Röftunum.
Lagt af stað frá félagsheimil Postula kl 10:30
 Hittumst við Rauðavatn kl. 11:30.


04.05.2010 23:07

Myndband frá Afmæli Postula

Mynband frá 10 ára afmæli Postula.
kveðja Vígsteinn

Afmæli Postula fór fram við Hvítahúsið á Selfossi Laugardaginn 1 mai og mætti þar fjöldi manns. Boðið var uppá Tertu eina svakalega sem Guðni í Guðnabakarí töfraði fram , Raggi og Magga grilluðu pulsur í liðið og valinkunnir postular keyrðu undir börnum og mæðrum þeirra.
   
NÍTRO gaf afsláttarmiða sem gilda út mánuðinn og sýndu nýjustu árgerðirnar af Kawasaki , Bílaklúbbur Suðurlands átti sýna fulltrúa og sýndu þeir Bifreiðar frá hinum ýmsu tímabilum liðina alda.
Torfæru menn komu líka með sýnar bifreiðar og trúsbíla Öllum til mikilar ánægju . Ekki má gleyma þeim fjölmörgu Postulum sem komu á mótorfákum sínum og sýndu þá.

Um kvöldið var síðan grillveisla og dansleikur sem heppnaðist svona líka ljómandi vel Helga braga fékk kvennpeninginn á staðnum í júlluskvettur og margt fleira , nr 1 hélt langa tölu og fleira og fleira .
Skoða má fleiri myndir frá deginum á myndasíðunni okkar.

  • 1
Flettingar í dag: 204
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1387580
Samtals gestir: 210300
Tölur uppfærðar: 17.6.2019 13:54:50