Færslur: 2010 Júní

08.06.2010 23:40

Kótilettan 2010

Kótilettan 2010
Postular
Mætum við Hvíta húsið á Selfossi laugardaginn 12. júní, kl. 13:00.
Stillum upp hjólunum og gæðum okkur á kótilettum.
Kveðja
mj#168

06.06.2010 12:06

þriðjudagshjólafundur

Þriðjudagurinn 8. júní
Hjólum í Biskupstungur um Laugarvatn,
kaffi í Réttinni Úthlíð,
til baka um Laugarás og Skeiðin á Selfoss.
kv
mj#168
15 hjóluðu í vöfflukaffi í Réttina í Úthlíð hjá Birni bónda.
Frábært veður, góður hópur.
Nokkrir Hafnfirðingar komu í heimsókn í kvöld.
Takk fyrir komuna.
kveðja
Stjórnin

05.06.2010 19:10

Sólheima heimsókn.

Sóheimavinir Heimsóttir.!

Postular vilja þakka vinalegar móttökur og veitingar, þetta var snilldar heimsókn mikið gaman og mikið grín..
Sólheimaferðin hefur skapað fasta hefð innan postula og ekkert gleður okkur meira en að gleðja lítil hjörtu sólheima heimilismanna, vini og kunningja þeirra.
Það voru 20 postular að þessu sinni sem heimsóttu vini okkar á sólheimum.
Stjórn postula vill þakka öllum postulum sem tóku þátt í keyrslunni og gerðu okkur kleift að gera þetta að góðum degi....
Takk fyrir okkur og kær kveðja Halldór (Tási #5)...


p.s. myndir í myndaalbúmi.

04.06.2010 09:25

Sólheimaferð

Sólheimaferð
Á morgun laugardaginn 5. júní verður hjólað að Sólheimum í Grímsnesi og hjólað með heimilisfólkið kl. 15:00.
Þetta er árleg ferð Postula og nauðsinlegt að sem flestir mæti sem treysta sér til að hjóla með farþega.
Lagt verður af stað frá Postulaheimilinu Ásheimum kl. 14:00
kv.
Stjórnin

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403225
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:36:35