Færslur: 2010 Júlí

25.07.2010 11:34

Verslunarmannahelgi

Ætla að hjóla til Akureyrar um verslunarmannahelgina og líta á mannlífið í Eyjafirði. Fyrirhugað er að leggja af stað á fimmtudagsmorgun og til baka á mánudag. Það eru allir velkomnir að hjóla með og væri bara gaman að vera saman í hóp.
Áhugasamir geta haft emoticon samband í síma 8611757 eða kommentað hér á síðunni
Kveðja Óli Björns

24.07.2010 20:31

þriðjudagur 27. júlí

Kaffi Langbrók, Fljótshlíð

Góðir félagar
Þriðjudaginn 27. júlí verður hjólað að
 Kaffi Langbrók, Fljótshlíð.
Lagt af stað frá Postulaheimilinu kl. 20:00.
Hjólum saman og höfum gaman.
Allir hjólarar velkomnir
Kveðja
Stjórnin

20.07.2010 23:54

Hjá Hönnu

Hanna þú ert bara frábær...!!

Viljum við þakka fyrir hönd allra postula og meðhjólara þetta frábæra heimboð í kaffi, kökur, vöfflur og annað meðlæti.. Þetta var mjög góð kvöldstund í góðra vina hópi.  Alls voru liðlega 30 manns sem mættu og höfðu gaman að. Og rúlluðu síðan út pakksaddir og með bumbuna klesta á tankinn á heimleiðinni.


Takk fyrir okkur Stjórnin..

P.s. myndir í myndaalbúmi...

17.07.2010 14:59

Þriðjudagur 20. júlí

Þriðjudagur 20. júlí.

Góðir hjólarar.
Hún Hanna postuli #142
 býður okkur í kaffi heima hjá sér að Baughúsum 4 Reykjavík
Brottför frá postulaheimilinu kl. 20:00
við Rauðavatn kl. 20:45
Hjólum saman og höfum gaman
Stjórnin

12.07.2010 20:17

Þriðjudagur 13. júlí

Hjólað að Flúðum í boði SVEITADRENGJA
 þriðjudaginn 13. júlí.

Góðir hjólarar, nú hjólum við að Flúðum þar sem Sveitadrengir taka á móti okkur.
Brottför frá Postulaheimilinu kl. 20:15
Hjólum saman og höfum gaman
Kveðja
Stjórnin

07.07.2010 20:25

Bessastaðir

Bessastaðaferð

Það voru um 20 hjólarar sem mættu til Bessastaða í boði Hrefnu#108, sem bauð upp á glæsilegar veitingar.
Takk kærlega fyrir frábærar móttökur á þessum sögufræga stað.
Kveðja
hjólarar.

Ps. myndir frá Hönnu í myndaalbúmi.

01.07.2010 13:18

Þriðjudagur 6. júlí

Þriðjudagur 6.júlí
Hjólað til Bessastaða
Góðir félagar,
 hún Hrefna Postuli #108 býður okkur til Bessastaða, 
 í kaffi og meðlæti þriðjudaginn 6. júlí.
Farið verður frá Postulaheimilinu kl. 20:00, áð við Rauðavatn kl. 20:45 og þaðan hjólað til Bessastaða, (hún tekur á móti okkur við kirkjuna).

Hjólum saman og höfum gaman.
Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403189
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:03:56