Færslur: 2010 Ágúst

28.08.2010 10:40

Þriðjudagskeyrsla 31/8

Laugarvatn
Góðir hjólarar
Hún Jóna Gests #91 býður okkur í
 
nýbakað hverabrauð og kaffi á þriðjudaginn.

Bökunarformin verða sett í hverinn á sunnudagskvöld.

Samkvæmt venju lagt af stað frá Postulaheimilinu um kl. 20:00
Hjólum saman og höfum gaman.
Kveðja
Stjórnin

24.08.2010 22:45

T-bær selvogur

Hey hey...!!!!
Frábær þátttaka í þriðjudagskeyrslunni. Það voru talin um 25 hjól sem hjóluðu á veitingastofuna T-bær í Selvogi, Kaffið þokkalegt og mjög góðar sykurblautar upprúllaðar pönnukökur.... geeeeðveikt...
Stjórnin þakkar fyrir samveruna og góða skapið :-)

p.s. myndir í myndaalbúmi.

21.08.2010 12:22

Þriðjudagskeyrsla 24/8

Jæja félagar.!!  Núna á þriðjudaginn hjólum við í Selvoginn og heimsækjum veitingastofuna T-BÆR.
Vertinn þar verður tilbúinn að taka á móti okkur í Kaffi og upprúllaðar pönnukökur og eitthvað fleira..
Lagt verður af stað frá postulaheimilinu um 20:00

kveðja stjórnin..

17.08.2010 23:38

Bakkahöfn

Frábær hjólatúr, farið var til Gjaldkerans okkar Óla Björns í vinnubúðir Suðurverks við bakkahöfn, og að sjálfsögðu var Óli búinn að leggja línurnar við Vertann á staðnum, og fengum við hlýlegar mótökur kaffi og kræsingar biðu okkar á borðum, að svo étnu var haldið niður á Herjólfsbryggju (bakkahöfn) og aðstæður skoðaðar og þetta stóra verk sem Suðurverk er að klára á næstu 2 mánuðum...
Vill stjórnin þakka Suðurverki og Óla okkar kærlega fyrir okkur...


p.s myndir í albúmi...

16.08.2010 21:24

Haustmessa Postula 22. ágúst

Haustmessa Postula í Selfosskirkju.

Góðir félagar.

Tillaga um haustmessu hjá Postulum kom fram í byrjun ársins og

nú gerum við hana að veruleika.

Messan verður í Selfosskirkju, sunnudaginn 22. ágúst, kl.

11:00 fyrir hádegi.

Reiknað er með að við tökum beinan þátt í messunni með

upplestri ofl.

Hjólum öll til messu og njótum stundarinnar.
Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórnin
PS:  Súpa og brauð í safnaðarheimili að messu lokinni.

16.08.2010 21:15

Þriðjudagur 17. ágúst

Þriðjudagurinn 17. ágúst.

Nú sprettum við úr spori og hjólum saman austur að

Landeyjarhöfninni nýju.

Óli gjaldkeri #110 tekur á móti okkur með kaffi.

Lagt af stað frá Postulaheimilinu kl. 20:05.

Hjólum saman og höfum gaman
Kveðja
Stjórnin

14.08.2010 15:37

Jarðaför


Jarðarförin verður laugardaginn 21. ágúst kl. 14:00 frá Stokkseyrarkirkju. Við munum standa heiðursvörð til að heiðra minningu Geirs,og munum  við stilla okkur upp meðfram leiðinni frá kirkjunni að gröfinni þegar kistan verður borin úr kirkju.
Lagt verður af stað frá Postulaheimilinu kl 13:15
Stjórninn

 


 

14.08.2010 09:56

Látin félagi
Góður félagi látinn Geir Valgeirsson #35
Hann var heiðursfélagi og mjög virkur í Postulum , hjólaði mikið með okkur alveg frá upphafi og verður hans sárt saknað.Postular senda aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta  
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.

04.08.2010 18:33

Útilega

Kæru móturhjólamenn og konur.

 

Helgina 6-8. Ágúst Viljum við hjóninn  bjóða ykkur að koma á tjaldsvæðið í Hveragerði á fákunum ykkar og hafa góða helgi saman með grilli og tilheyrandi.

Við reddum kolum og grillum, þið komið með á grillið fyrir ykkar fjölskyldu .

500 kr pr mann pr nótt. Börn frítt að 14 ára .

Hafið samband við Þór Ólaf Hammer simi 4834605 eða 6609280.

03.08.2010 16:52

Þriðjudagurinn 3. ágúst

Þriðjudagur 3. júlí

Hjólum saman í kvöld, komum við í
Hestakránni á Skeiðum
,
 síðan áfram Skálholtshringinn.

Hjólum saman, höfum gaman
Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05