Færslur: 2010 September

29.09.2010 22:28

Árshátíð 2010

emoticon Árshátíð Árshátíð Árshátíðemoticon

Jæja góðir Postular,
 nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á árshátíð Postulanna, nk. laugardag.
Lokafrestur til fimmtudagskvölds.
emoticon 
Hafið samband við stjórnina og greiðið miðana kr. 3500 inn á reikning 0586-14-101384, kt 540801-2820.
Láta fylgja Postulanúmerið.
emoticon 
Látið nú hendur standa fram úr ermum.
kveðja
Stjórnin

28.09.2010 23:46

Frá aðalfundi 2010

                                                  Aðalfundur Postulanna 2010
.Góðir félagar, aðalfundurinn var haldinn laugardaginn 25. sept. kl. 14:00 í Postulaheimilinu.
Um 32 félagar mættu á fundinn, fundarstjóri var Þorvaldur Guðm # 3, fundarritari Hanna # 142.

Form. Guðm Kr #168 flutti skýrslu stjórnar um liðið starfsár, þar komu fram hin ýmsu verkefni sem klúbburinn hefur staðið fyrir, s.s. jólagjafaafhending til Selfosskirkju, 10 ára afmælishátíð Postula, Sólheimaferð, 17. júní krakkakeyrslan, hin árlega Geysisferð, mótormessan 22. ágúst í Selfosskirkju, þriðjudagskeyrslan öll þriðjudagskvöld í sumar, blúskvöld í Postulaheimilinu, pizzadagur í Postulaheimilinu ofl ofl, en einna hæst ber þó að klúbburinn fékk leigusamning við Sveitarfélagið Árborg um aðstöðu að Austurvegi 31, "Ásheimum"

Ólafur #110 gjaldkeri lagði fram reikninga klúbbsins frá 11. feb. til 11. sept. 2010, en fyrir misskilning formanns var ekki tekið með tímabilið frá 18. sept. 2009 til 11. feb.2010, þar sem Börkur Gísla# 120 var gjaldkeri og hafði lagt fram uppgjör til stjórnarinnar, eftir aukaaðalfund, (hann sagði sig úr stjórn í byrjun feb. 2010). 
Þetta verður leiðrétt og heildarreikningurinn birtur á heimasíðunni mjög fljótlega.

Því næst var tekin fyrir tillaga stjórnar til lagabreytinga, en hún var sett  inn á heimsíðuna fyrir fundinn, tillagan var samþykkt óbreytt og eru því orðin lög klúbbsins.
Miklar umræður urðu um lagabreytinguna og voru skiptar skoðanir um hana, einnig voru fyrirspurnir um reikninga og skýrslu stjórnar.

Lagðar voru fram og samþykktar 14 umsóknir um inngöngu í klúbbinn, eftirtaldir 7 greiddur inntöku og félagsgjald og urðu fullgildir á fundinum:
Nr.
203    Ægir Hilmarsson,  Dælengi 19, Selfossi.        893-0925
204    Ragnar B Ingvarsson, Lindasmára 20, Kóp.     847-2034
205    Rögnvaldur Guðbrandsson, Trönuhjalla, Kóp.    896-5021
209    Maron Bergmann Brynjarsson, Lyngheiði 16, Self.    821-2435
211    Sigurður Emilsson, Laufhaga 12, Selfossi    844-6199
212    Ásmundur Sigurðsson, Reykjavík                692-6656
213    Hjördís Gestsdóttir, Holtagerði 46, Kóp.       692-2235
Hinir 7 munu verða fullgildir um leið og þeir hafa samband við gjaldkeran og greiða inntöku- og félagsgjaldið og fá þá afhent númer.

Ný stjórn var kosin samkvæmt nýsamþykktum lögum:

Formaður :   Guðmundur Kr Jónsson # 168
Gjaldkeri  :    Ólafur Björnsson # 110
5 meðstjórnendur:    Hanna Ástvaldsdóttir # 142
                              Eggert Guðmundsson # 197
                              Halldór Jónsson # 5
                              Elísabet Sigurðardóttir # 158
                              Guðný Einarsdóttir # 165
Einnig voru í kjöri til stjórnar, Vígsteinn # 157 og Steinþór # 178, en náðu ekki kosningu.
Skoðurnarmaður reikninga: Ragnar B Bjarnason # 171, til vara Baldur Róbertsson # 1.
Nokkur umræða varð um hin ýmsu verkefni sem gaman væri að ráðast í og mun það verða á vinnulista nýrrar stjórnar.
Fundi var slitið um kl. 16:30.

Með kveðju
GKJ #168 formaður
                               

25.09.2010 17:41

Árshátíð

Hverjir ætla á Árshátíðina í ár???

Nú þurfum við að fara að ganga frá matnum og fjölda gesta við Grillvagninn, þannig að þeir sem ætla á Árshátíðina þyrftu að skrá sig og gera upp miðana fyrir fimmtudaginn 30sep.
Upplýsingar um reikning félagsins er á síðunni og munið: "Að skrá í skýringar kennitölu ykkar"
þannig að það verði auðvelt fyrir gjaldkerann að vinna úr greiddum miðum.

Greiddir félagar kr.3500 og ógreiddir og gestir 4500kr.Stjórnin vill þakka góða þátttöku á aðalfundi félgsins í dag og bjóðum 14 nýjum félugum hjartanlega til hamingju með innkomu í postulana.

11.09.2010 12:49

Lagabreitingar

Smellið á hlekkinn til að sækja skjalið
Tillaga til lagabreitinga 2010

11.09.2010 12:44

Árshátíð Postula

Árshátíð Postula, laugardaginn 2. Okt 2010.

Árshátíðin verður haldinn í Tryggvaskála.

Húsið opnar kl. 19:15.

Borðhald hefst um kl. 20:00,

 Grillvagninn töfrar fram girnilega máltíð að venju.  Borðvín boðið  í hófi.

Verðlaun og viðurkenningar.

Happadrætti.

Mr. Goodman sér um dinner, söng og dansmúsik.

Gestir mæta með góðgæti í sínum poka.

Miðaverð kr. 3.500 (happdrættismiði),  fyrir "greidda" Postula og maka þeirra, aðrir gestir greiða kr. 4.500 fyrir miðan.

Skráning hjá :

Guðmundi  897-1768, holt38@simnet.is

Óla  861-1757

Hönnu  567-6343

Dóra 895-1533

Einnig hægt  að greiða miðan inn á reikning 0586-14-101384, kt. 540801-2820, endilega láta fylgja nafn og númer.

05.09.2010 22:22

Þriðjudagskeyrsla 7. sept

Þriðjudagur 7. sept.

Nú tökum við því rólega og rennum á Stokkseyri og fáum okkur kaffi í söluskálanum.

Að venju lagt af stað frá Postulaheimilinu um kl. 20:00

Hjólum saman og höfum gaman.

Kveðja
Stjórnin

01.09.2010 07:48

Aðalfundur 2010

Aðalfundur Postula 2010

Góðir félagar

Aðalfundurinn verður haldinn 25. sept. kl. 14:00

í félagsheimili Postula.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar ofl.

Stjórnin

Ps. Árshátíðin verður 2. okt. nánar síðar

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38