Færslur: 2010 Október

31.10.2010 21:16

Frá stjórn

Stjórnarfundur 21.okt
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund.
Hanna #141 var endurkjörin ritari og Dóri # 5 endurkjörinn varaformaður.

Afmælisgjafanefnd:
 Hann#142, Elísabet#158 og Guðný#165
.

Nefnd um innkaup og umsjón með jólagjöfum til hjálparsjóðs Selfosskirkju:
Hanna#142, Guðný#165, Elísabet#158 og Raggi#171.

Hússtjórn:
Dóri#5 og Eggert#197

Gjaldkeri lagði fram uppgjör vegna árshátíðarinnar 2. okt. sl.

Einn nýr félagi var samþykktur inn, Snæbjörn Óli Jónsson.

Á fundinum var ákveðið að hafa opið hús 
2. og 16. nóv. og 7. des.

Rekstrarreikningur 2010 
Smellið á hlekkinn til að skoða rekstrar reikning ársins 2010

Kveðja
formaður

15.10.2010 17:50

Ótitlað

Nýjustu hjálmarnir gefa manni ýmsar hugmyndir fyrir næsta hjólasumar,,,
Meira á http://blog.gaborit-d.com/des-casques-moto-design-et-fun/

04.10.2010 22:52

Þriðjudagsfundir í vetur

Þriðudagsfundir í vetur.

Góðir félagar og gestir.

Opið hús verður í vetur alla þriðjudaga kl. 20:00 til 22:00.

Heitt á könnunni, mætum og ræðum málefni hjólafólks, s.s. ferðaáætlunina næsta sumar, námskeið og fl. sem upp í hugan kemur.

Með kveðju
Stjórn Postula

04.10.2010 22:32

Árshátíðin 2. okt

Árshátíðin 2. okt. 2010

Árshátíðin var haldin í Tryggvaskála, um 55 gestir mættu, húsið opnaði kl 19:15,
kl. 20:00 var veglegur kvöldverður framreiddur af Grillvagninum
.

eftir það afhenti stjórnin viðurkenningar:
Hjólari ársins:  Ólafur Aðalsteinsson    # 185
Útlit ársins:    Kristinn Bergsson  # 192
Hnakkaskraut ársins:    Katrín Sigursteinsdóttir  # 193
Félagi ársins:    Guðni Jónsson  # 189
Einnig afhenti stjórnin Baldri Róbertssyni  # 1 ágrafin skjöld með þakklæti fyrir gott starf fyrir Postulana sl. 10 ár.

Eftir það var happdrætti með 16 vinningum, gefendur vinninga voru m.a.:Georg # 51 sveppabóndi Flúðum, Nitro-umboðið og N-1 Selfossi, Olís Selfossi, Vífilfell, Postularnir verslun og Ylrækt sem gaf blómaskreytingarnar.

Eftir þetta skemmtu allir sér við söng og dans til kl. 01:00.

Vil ég þakka öllum fyrir frábæta árshátíð, sérstaklega þakka stjórnarfólki fyrir samhenta framkvæmd.
Myndir frá árshátíðinni eru í myndaalbúmi.
Með kveðju
GKrJ # 168 formaður

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05