Færslur: 2011 Apríl

30.04.2011 20:08

Afmæliskaffi-afmæliskeyrsla

Afmæliskaffi - afmæliskeyrsla.

20 gestir komu í afmæliskaffi í Postulaheimilinu í dag 30. apríl, afmælisdaginn.

Það voru 7 hjólarar á 5 hjólum sem hjóluðu "Flóahringinn",-

Gaulverjabæ - Stokkseyri - Eyrabakki - Selfoss,
 
í rigningu, en samt góðu veðri,

og gæddu sér síðan á afmælisbakkelsinu með öðrum

gestum.

Myndir á síðunni

P.s.

Næsta þriðjudag 3. maí hjólum við í kaffi,
 
hjá Guðnýju #165 og Unnari #166 að Kambahrauni 26,

Hveragerði.

Postulaheimilið opnað kl. 19:30, hjólað af stað rúmlega kl. 20:00.

Mætum nú og hjólum saman og höfum gama.

Kveðja

Stjórnin

27.04.2011 22:32

Til sölu

Til sölu
Yamaha V-Star 650 Classic-Silverado

Nýskráð apríl 2006, framleiðsluár 2005

Ekið 7100 mílur

Ásett verð  850.000.kr

Síminn er 8972483 begin_of_the_skype_highlighting            8972483      end_of_the_skype_highlighting begin_of_the_skype_highlighting end_of_the_skype_highlighting


26.04.2011 16:31

Afmæliskeyrslan 30. apríl


Afmæliskeyrslan 30. apríl

Góðir félagar,
mætum í afmæliskeyrsluna á laugardaginn
kl. 13:30 frá Postulaheimilinu.

Hjólum saman
 
"Árborgarhringinn",

Selfoss-Hveragerði-Þorlákshöfn-Eyrarbakki-

Stokkseyri-Gaulverjabær-Selfoss.

Kaffi og kökur í Postulaheimilinu í lokin, leggjum öll til "kaffibrauð".

Höfum gaman og hjólum saman.

Stjórnin
.

Ps.

Munið að greiða félagsgjaldið fyrir mánaðarmótin.

12.04.2011 18:26

ÓtitlaðErnir

Ernir - 10 ára afmælishátíð
 
Stórkostleg hjólasýning laugardaginn 14. maí kl. 11:00 - 17:00 í Reykjaneshöllinni (frítt inn).

Einnig verður skoðunardagur laugardaginn 28. maí í Reykjanesbæ.

Sjá nánar á heimasíðunni hjá Örnum.

10.04.2011 12:29

Þriðjudagskaffi

Þriðjudagskaffi

opið hús

Alla þriðjudaga í apríl verður opið hús og kaffi á könnunni,
 
frá kl. 20:00-22:00.

Kveðja

Stjórnin

08.04.2011 00:16

Félagsgjaldið

Félagsgjaldið 2011

Góðir félagar, vinsamlega greiðið félagsgjaldið kr. 2.500,oo, fyrir 1. maí nk. eftir það verða sendir út greiðsluseðlar með tilheyrandi kostnaði.

Númer reiknings er:  0586-14-101384,  kennitala 540801-2820.

Endilega látið koma fram kennitölu ykkar og eða félagsnúmer.

Með kveðju.

Óli # 110
gjaldkeri

08.04.2011 00:03

Vesturferð Postula

                    Vesturferð Postula 8. - 10. júlí.  - Ferðaáætlun:

Leggjum af stað frá Postulaheimilinu kl. 10:00 á föstudeginum, hjólað sem leið liggur, Reykjavík - Borgarnes - Búðardal - Hólmavík og höfum næturstopp í Reykjanesi.
Að morgni laugardags lagt af stað til Ísafjarðar, heimsækjum fleiri þorp á leiðinni til Þingeyrar, gisting, grill og óvæntar uppákomur á laugardagskvöldinu.
ATH. MALBIK ALLA LEIÐINA.
Sömu leið til baka með möguleika á gistingu í Reykjanesi.

Verð pr. mann, gisting í Reykjanesi, uppábúið rúm kr. 6000,oo, morgunmatur kr. 1400,oo.
Gisting á Þingeyri, uppábúið rúm mjög sanngjarnt verð með grilli og morgunmat.

Upplýsingar og skráning hjá Eggert # 197, sími 894-7261 og Hönnu # 142, sími 849-9131.
Skráning sem fyrst, ekki seinna en 1. júní 2011.

Kveðja
Fararstjórar

07.04.2011 23:27

Dagskrá 2011

                                 Hjóladagskráin sumarið 2011

Góðir félagar, hér kemur listi yfir  dagskrárliði sumarsins, einnig verður hjólafundur alla þriðjudaga kl. 20:00 frá byrjun maí.

30. apríl, laugardagur    afmæliskeyrsla Postula, brottför frá postulaheimilinu
kl. 13:30,        hjólaður "Árborgarhringurinn", Selfoss-Hveragerði-Þorlákshöfn-Eyrarbakki-Stokkseyri-Gaulverjabær-Selfoss, kaffi og kökur í postulaheimilinu í lokin.

1. maí, sunnudagur    Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík, brottför kl. 11:00 frá postulaheimilinu

7. maí , laugardagur    Hjólasýning Rafta í Borgarnesi, brottför kl. 10:00 frá postulaheimilinu,
                                    kl.11:00 frá Olís við Rauðavatn.

13. maí, föstudagur    "Vor í Árborg", kl. 20:00, opið hús í postulaheimilinu,hjólað um Selfoss.

5. júní, sunnudagur    Sólheimaferðin árlega, brottför kl. 14:15 frá postulaheimili.

13. júní , mánudagur,     Annar í hvítasunnu, hjólamessa í Digraneskirkju.

17. júní, föstudagur,     Krakkakeyrslan á planinu hjá Toyota Selfossi kl. 13:00.

25. júní, laugardagur,     Hin árlega Geysisferð, brottför kl. 14:00 frá postulaheimilinu.

1.-3. júlí, föstud-sunnud.    Landsmót mótorhjólafólks í Húnaveri.

8.-10. júli, föstud-sunnud.    Vesturferð Postula, í umsjá Hönnu #142 og Eggerts #197, sjá 
nánar.

21. ágúst, sunnudagur    Mótormessa Postula í Selfosskirkju kl. 11:00

15. okt. laugardagur       Aðalfundur Postula í postulaheimilinu.

22. okt. laugardagur    Árshátíð Postula í Tryggvaskála Selfossi.
    02.04.2011 12:12

opið hús-stjórnarfundur

Þriðjudagskaffi 5. apríl kl. 20:00

Stjórnarfundur

Nú fer vonandi að vora, hittumst og ræðum dagskrá sumarsins.

Kaffi á könnunni, allir velkomnir

Komum saman og höfum gaman.

Stjórn Postula

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38