Færslur: 2011 Júlí

23.07.2011 21:04

Þriðjudagur 26, júlí

Ferðin til Hönnu fellur niður
emoticon vegna veðurs emoticon
GKJ#168

Þriðjudagur 26. júlí 2011

Hún Hanna #142, ritari Postula bíður öllum í kaffi,
 
heim í garðinn að Baughúsi 4, Reykjavík.

Lagt af stað kl. 20:00 frá postulaheimilinu,

við Olís Rauðavatni kl. 20:45.

Hjólum saman og höfum gaman.

Stjórnin

17.07.2011 23:08

Þriðjudagur 19. júlí

Þriðjudagur 19. júlí.

Nú hjólum við í T-bæ, Selvogi.

Lagt af stað frá Olís við Rauðavatn kl. 19:15
 
og frá Postulaheimilinu kl. 20:05

Hjólum saman og höfum gaman.

Stjórnin

12.07.2011 22:21

Ótitlað

     Ferðasaga Postula !

Það  voru 13 manns  á 11 hjólum  þar af tvö  hnakkaskraut sem lögðu af stað  vestur á firði á föstudag  kl 13:30  í blíðu veðri, tvö hnakkaskraut  biðu  okkar á Þingeyri.  Farið  var frá Esjurótum og  lá  leiðin  fyrst  að  Baulu  og  fengum  við  okkur að snæða hjá formanni Rafta. Þar næst  var hjólað  í  Búðardal þar sem okkur var boðið  í ostasmökkun og kaffi  í mjólkurstöðinni. það  voru  að sjálfsögðu  Raftarnir  Elsa,  Maggi og Toni sem buðu .  Fyrstu  nóttina gistum  við í Reykjanesi sem var yndislegt , góður matur, sundlaugar partý og afar góð þjónusta á sundlaugarbakkanum ííííískaldur bjór. Lagt var af stað um 10:00 daginn eftir.  Mættur var í Reykjanes Halldór frá Ögri og  hjólaði með okkur  að Ögri, sagði okkur sögu staðarins, mjög fróðlegt. Púkarnir frá Ísafirði hjóluðu á móti  og buðu okkur á heimilið sitt í kaffi og súkkulaði rúsínur, eftir það hjóluðu allir í fylgd Púka til Súgunda á Mannsahátið, þar var margt um manninn í svo fínu  veðri. Þaðan var rúllað á Þingeyri og beint út í Haukadal á Sæból (bústað Eggerts) í kaffi og flatkökur sem Lilja var búin að standa við að baka. Síðan var þvegið af sér ferðaskítinn og lagað  sig  smá til fyrir  grillveislu  sem hjónakornin Kitti(Hönnu bróðir) og Ivona  voru búin að útbúa, mjög  góð frönsk skúffuterta og ís í eftirrétt, drukkinn einn eða tveir kaldir með ALGJÖRT ÆÐI . þökkum við þeim kærlega fyrir allt umstangið,  stofan  var  skreytt með mótorfákum, held að öll hjóla leikföng barna í þorpinu hafi verið komin þarna. Seint um kvöldið var farið sight-seeing um þorpið og enn í þessu fína veðri allir frekar rauðir og dasaðir af sólinni. Daginn eftir splundraðist hópurinn  helmingur fór með Baldri yfir Breiðafjörð og aðrir fóru sömu leið til baka með viðkomu í Bolungarvík ,Reykjanesi og Hólmavík . Ég og Eggert viljum þakka öllum fyrir þátttökuna í þessari ferð. Þessari vísu var skellt fram.

             Í Dýrafirði dvöldum við í næði

             dásamlegt er fólkið engu líkt

             Fjöllin há og fossar nú í bræði 

            Af fögrum konum á engin slíkt.

                                       Höf Bossalingur

 

 

04.07.2011 20:53

Ótitlað

Þriðjudagskeyrslan 5 Júlí.

Skreppum í kaffi á  hótel Rangá


Lagt af stað frá Rauðavatni kl. 19:15 og frá Postulaheimilinu 20:05

Höfum gaman og hjólum saman.

Kveðja.

Stjórnin.
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38