Færslur: 2011 Ágúst

28.08.2011 20:42

Þriðjudagskeyrsla

Þriðjudagskeyrsla 30. ágúst.

Nú þegar haustar og dagsbirtan dvín er hugmyndin að færa fram tímasetningar.

Þess vegna leggjum við af stað frá Postulaheimilinu kl. 19:00

 og hjólum á Þingvelli,

og frá Olís við Rauðavatn kl. 19:15 (óbreyttur tími)

og hjóla á einnig á Þingvöll,

þar verður ákveðin leiðin heim.

Hjólum saman og höfum gaman.

Kveðja

Stjórnin

28.08.2011 20:30

Aðalfundur - Árshátíð

Aðalfundur - Árshátíð.

Góðir félagar.

Aðalfundur Postula verður haldinn laugardaginn 15. október nk. kl. 14:00´, í

Postulaheimilinu Austurvegi 36

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum.

Árshátíð Postula verður laugardaginn 22. okt. í Tryggvaskála Selfossi.

Nánar um þessa viðburði þegar nær dregur.

Kveðja

Formaður #168

24.08.2011 22:59

Ótitlað

Grindjánar 5. ára
Opið Hús
Laugardaginn 27 Ágúst verður opið hús að Víkubraut 27 Grindavík
frá kl 14:00 - 17:00.
Í tilefni af 5 ára afmælis
Grindjána Bifhjólaklúbbs
Kaffi og vöfflur í boði klúbbsins.

Allir velkomnir.

24.08.2011 21:40

Ótitlað

22.08.2011 09:20

Ótitlað

Þriðjudagskeyrsla 23. ágúst

Þriðjudagskeyrsla 23. ágúst.

emoticon Nú verður hjólað til Óla #110 gjaldera og Ásdísar #172emoticon  

Þau bjóða í kaffi í Kálfhóla 3 á Selfossi.

Lagt af stað frá Postulaheimilinu kl.19:00   ekið að litlu kaffistofunni og tekið á móti reykvíkingunum þar og svo farin þrengslin á Selfoss í kaffi

Lagt af stað frá Olís Rauðavatni kl. 19:15

Hjólum saman og höfum gaman.
Kveðja

Stjórnin

18.08.2011 22:30

Undirskriftasöfnun

Sæl/ir

 

Sniglum langar að biðja ykkur að koma eftirfarandi undirskriftasöfnun á framfæri við félagsmenn ykkar, og eða setja á heimasíður klúbbanna:

 

Ný umferðarlög eru nú í meðförum samgöngunefndar alþingis og verða brátt að veruleika. Eini möguleiki bifhjólafólks sem nú er eftir til að hafa áhrif á þann gjörning er að ná eyrum þeirrar nefndar. Líklegt má teljast að í framhaldi af því fari lögin í gegnum síðustu umræðu í haust. Þess vegna hafa Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að fara af stað með þessa undirskriftarsöfnun til að mótmæla ákvæðum í lögunum sem eru óhagstæð bifhjólafólki. Ef þú ert sammála því sem hér á eftir kemur skaltu setja nafnið þitt við það og hvetja sem flesta til að gera það líka:

 

Skrifa á listan hér.

http://www.sniglar.is/sniglar/allarfrettir/item/689-%C3%A9g-m%C3%B3tm%C3%A6li

18.08.2011 00:34

Mótormessa Postula

Mótormessa Postula í Selfosskirkju.

Sunnudaginn 21. ágúst, kl. 11:00

verður hin árlega mótormessa Postula.

Allir Postular og annað hjólafólk er hvatt til að mæta og taka þátt í messunni.

Mætið á hjólunum og stillum upp framan við kirkjuna.

Súpa og brauð að messu lokinni.

Kveðja

Stjórnin

14.08.2011 20:38

Þriðjudagskeyrsla 16. ágúst

Þriðjudagskeyrsla 16. ágúst.

emoticon Nú verður hjólað til Hönnu # 142, ritara,emoticon

hún býður í kaffi í garðinum að Baughúsum 4, Reykjavík.

Lagt af stað frá Postulaheimilinu kl. 20:00

og frá Olís Rauðavatni kl. 20:45.

Hjólum saman og höfum gaman.

Kveðja

Stjórnin

07.08.2011 19:37

Þriðjudagskeyrsla

Þriðjudagurinn  9. ágúst.

Hjólað um Þingvelli yfir mosfellsheiði í Draumakaffi í mosfellsbæ og til baka um hellisheiði.

Lagt af stað frá Olís við Rauðavatn kl. 19:15
 
og frá Postulaheimilinu kl. 20:05.

Hjólum saman og höfum gaman.

Stjórnin

01.08.2011 14:21

Þriðjudagur 2. ágúst

Þriðjudagurinn  2. ágúst.

Hjólað að Árnesi, Gnúpv.hr.

Lagt af stað frá Olís við Rauðavatn kl. 19:15
 
og frá Postulaheimilinu kl. 20:05.

Hjólum saman og höfum gaman.

Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05