Færslur: 2011 September

12.09.2011 22:32

Aðalfundur 15. okt 2011

Aðalfundur Postula laugardaginn 15.okt kl.14:00.

Já góðir félagar, aðalfundur Postula verður haldinn
 

laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 í postulaheimilinu

Austurvegi 36, Selfossi.

Dagskrá samkvæmt lögum Postula.

1.  Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2.  Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns, gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla     reikninga.
4.  Lagabreytingar samkv. 9. gr. laga samtakanna.
5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.
6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.
7.  Kosning stjórnar:  a) formaður, b) gjaldkeri, c) 5 meðstjórnendur.
8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.
9.  Önnur mál.

Á stórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 7. sept. kom fram að formaður og þrír stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, en gjaldkerinn ásamt tveim stjórnarmönnum gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.
    Það skal tekið fram að allir félagsmenn hafa möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa á aðalfundi.

Árshátíðin verður haldinn laugardaginn 22. okt í Tryggvaskála.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Miðaverð verður auglýst þegar nær dregur árshátíðinni.

Með kveðju.

Stjórnin
    
 

03.09.2011 20:32

Ótitlað

Þriðjudagskeyrsla 6. September
Erum að spá í að fara á Flúðir í kaffi og jafnvel yfir nýju Hvítárbrúna, niður Tungur á eftir ef hægt er vegna yfirlagningar á klæðningu.
Lagt af stað frá Postulaheimilinu kl 19:00 og frá Rauðavatni kl 18:15
Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38