Færslur: 2011 Október

23.10.2011 12:10

Árshátíð.

Kæru postular nær og fjær, vil ég fráfarandi stjórnarmaður þakka kærlega fyrir frábæra árshátíð og samstarf á síðasta ári.. Vil ég bara minna á þá fleygu setningu "Hjólum saman og höfum gaman." og nú ég kveð ykkur öll að sinni og býð ykkur uppá myndir í myndaalbúmi óritskoðaðar af Árshátíðinni 2011.

kær kveðja Halldór Jónsson postuli #5

14.10.2011 23:41

Skýrsla stjórnar 2011

 

Skýrsla stjórnar Postula, Bifhjólasamtaka Suðurlands, starfsárið 25.sept 2010 - 15. Okt. 2011.

Á aðalfundi 25. Sept. 2010 voru eftirtaldir kosnir í stjórn:

Formaður Guðmundur Kr Jónsson #168 , gjaldkeri Ólafur Björnsson #110, Hanna Ástvaldsdóttir #142, Halldór Jónsson #5, Guðný  Einarsdóttir #165, Elísabet Sigurðardóttir #158 og Eggert Guðmundsson #197.

Á fyrsta stjórnarfundi var Halldór kosin varaformaður og Hanna ritari.

Stjórnarfundir             hafa verið 5 formlegir, einnig samráð á milli stjórnarfólks á netinu og í síma.

Húsnæðismál.              Félagið hefur aðstöðu hér að Austurvegi 36 eins og undanfarið ár, endirgjaldslaust.

Helstu verkefni starfsársins:

7. des 2010     . Pakkað inn um 100 jólagjöfum sem afhentar voru Hjálparsjóði Selfosskirkju til úthlutunar.  16 félagsmenn tóku þátt í að pakka inn.  Einnig var hjálparsjóði Rauða krossins afhentar kr. 100 þús.

30. apríl.           Afmæliskeyrsla Postula.  Hjólað Árborgarhringinn samkvæmt hefð.

7. maí.             Hópferð á Raftasýningu í Borgarnesi, frábær dagskrá að vanda.

13. maí.           Vor í Árborg.   Opið hús, hjólin til sýnis og stimplað í kort hjá börnunum.

5. júní.             Sólheimaferðin. Hjólað að Sólheimum og hjólað með heimilisfólk, Dóri#5 var aðal tengiliðurinn eins og áður.

13. júní.           Hópferð á mótormessu í Digraneskirkju, séra Gunnar stendur áfallt fyrir sínu.

17. júní.           Krakkakeyrsla á Toyota-planinu, stuðningur frá Toyota Selfossi og Eimskip.

25. júní.           Hin árlega Geysisferð, frábærar mótttökur á Hótel Geysi og okkar heiðursfélaga        Már#100.

8.-10.júlí.         Vesturferð Postula.   Nýjung í starfinu þar sem Hanna#142 og Eggert#197 skipulögðu ferð á Vestfirði og nutu þar aðstoðar maka sinna og vina, ferðasagan fylgir hér á eftir.

Ferðasaga Postula !

Það voru 13 manns á 11 hjólum þar af tvö hnakkaskraut sem lögðu af stað vestur á firði á föstudag kl 13:30 í blíðu veðri, tvö hnakkaskraut biðu okkar á Þingeyri. Farið var frá Esjurótum og lá leiðin fyrst að Baulu og fengum við okkur að snæða hjá formanni Rafta. Þar næst var hjólað í Búðardal þar sem okkur var boðið í ostasmökkun og kaffi í mjólkurstöðinni. það voru að sjálfsögðu Raftarnir Elsa, Maggi og Toni sem buðu . Fyrstu nóttina gistum við í Reykjanesi sem var yndislegt , góður matur, sundlaugar partý og afar góð þjónusta á sundlaugarbakkanum ííííískaldur bjór. Lagt var af stað um 10:00 daginn eftir. Mættur var í Reykjanes Halldór frá Ögri og hjólaði með okkur að Ögri, sagði okkur sögu staðarins, mjög fróðlegt. Púkarnir frá Ísafirði hjóluðu á móti og buðu okkur á heimilið sitt í kaffi og súkkulaði rúsínur, eftir það hjóluðu allir í fylgd Púka til Súgunda á Mannsahátið, þar var margt um manninn í svo fínu veðri. Þaðan var rúllað á Þingeyri og beint út í Haukadal á Sæból (bústað Eggerts) í kaffi og flatkökur sem Lilja var búin að standa við að baka. Síðan var þvegið af sér ferðaskítinn og lagað sig smá til fyrir grillveislu sem hjónakornin Kitti(Hönnu bróðir) og Ivona voru búin að útbúa, mjög góð frönsk skúffuterta og ís í eftirrétt, drukkinn einn eða tveir kaldir með ALGJÖRT ÆÐI . þökkum við þeim kærlega fyrir allt umstangið, stofan var skreytt með mótorfákum, held að öll hjóla leikföng barna í þorpinu hafi verið komin þarna. Seint um kvöldið var farið sight-seeing um þorpið og enn í þessu fína veðri allir frekar rauðir og dasaðir af sólinni. Daginn eftir splundraðist hópurinn helmingur fór með Baldri yfir Breiðafjörð og aðrir fóru sömu leið til baka með viðkomu í Bolungarvík ,Reykjanesi og Hólmavík . Ég og Eggert viljum þakka öllum fyrir þátttökuna í þessari ferð. Þessari vísu var skellt fram.

Í Dýrafirði dvöldum við í næði  -   dásamlegt er fólkið engu líkt.  -  Fjöllin há og fossar nú í bræði  

 - Af fögrum konum á engin slíkt.

Höf Bossalingur

21. ágúst.            Postulamessa í Selfosskirku. Séra Óskari er þakkað ánægjulegt samstarf við skipulagningu og framkvæmd messunnar.  Um 24 hjólarar mættu og stilltu upp fyrir framan kirkudyrnar.

15. okt.           Aðalfundur Postula, haldinn í Postulaheimilinu, Austurvegi 36.

22.okt.            Árshátíð postula, haldinn í Tryggvaskála (lokaverkefni fráfarandi stjórnar

Fundir - opið hús.     18 fundir voru yfir vetrarmánuðina, þar komu félagar saman yfir kaffibolla og ræddu málin.

Þriðjudagskeyrslan í sumar. Hjólarar hittust við Postulaheimilið og hjóluðu lengri og styttri ferðir samtals um 19 ferðir.  Ferðaáætlun var sett inn á heimasíðuna, þannig að allir gátu fylgst með.

 

Að lokum vil ég svo þakka öllu samstarfsfólki mínu í stjórn frábært samstarf og einnig öllum félagsmönnu samstarfið.

Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi stjórnarstarfa, en veit að Postularnir munu halda áfram að starfa, með það í huga að hjóla saman og hafa gaman.

Guðmundur Kr Jónsson #168, formaður

10.10.2011 20:26

opið hús 11.okt.

Opið hús, þriðjudaginn 11. okt. kl. 20:00

Kaffi á könnunni.

kveðja

Stjórnin

05.10.2011 22:52

Aðalfundur 15. okt

Aðalfundur Postula laugardaginn 15. okt .kl. 14:00

í Postulaheimilinu.
 
Fjórir úr stjórn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, þ.e.a.s. Guðm Kr. formaður,
 

Dóri varaformaður, Elísabet og Hanna.

Hún Guðný #165 gefur kost á sér í kjöri til formanns.

Allir fullgildir félagsmenn geta gefið kost á sér í stjórn og vonandi

verða margir í framboði á aðalfundinum.
Kveðja
Stjórnin

05.10.2011 22:46

árshátíð 22. okt

Árshátíð Postula,

laugardaginn 22. Okt 2011.

 haldinn í Tryggvaskála.

Húsið opnar kl. 19:15. Borðhald hefst um kl. 20:00,

Matur frá Grillvagninum. Borðvín í boðinu með matnum.

Verðlaun og viðurkenningar. Happadrætti.

Jón Bjarnason sér um , söng og dansmúsik.

Gestir mæta með góðgæti í sínum poka.

Miðaverð kr. 3.000   fyrir Postula,(sem greitt hafa félagsgjaldið)og maka þeirra,

 aðrir gestir greiða kr. 4.000 fyrir miðan.

Skráning fyrir 17. Okt. hjá :

Guðmundi  897-1768, Óla  861-1757, Hönnu  567-6343,

Dóra 895-1533, Guðnýju 868-4410

Hægt er að greiða miðan inn á reikning 0586-14-101384, kt. 540801-2820, endilega láta fylgja nafn og númer.

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05