Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 16:02

Ótitlað

Kaffihúsahittingur

þá ætlum við að hittast á Kaffi Krús á Selfossi næstkomandi þriðjudagskvöld 2.apríl kl 20:00
Hlökkum til að sjá ykkur

kveðja
stjórnin

24.03.2013 16:57

Ótitlað

Hjóladagskráin sumarið 2013 


30. apríl,þriðjudagur afmæliskeyrsla Postula, brottför frá Olís Arnbergi kl 20:00

1. maí, miðvikudagur Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík, brottför kl. 11:00 frá Olís Arnbergi

4. maí , laugardagur Skoðunardagur Arna í Keflavík brottför frá Olís Arnbergi kl 11:00

11. maí, laugardagur Hjólasýning Rafta í Borgarnesi brottför frá Olís Arnbergi kl 10:00

20. mai, mánudagur Annar í hvítasunnu ,hjólamessa í Digraneskirkju

1. júní , laugardagur, 
Sólheimaferðin árlega, brottför kl. 15:15 frá Olís Arnbergi

15.júní, laugardagur, Geyisferðin sívinsæla brottför kl.14:00 frá Olís Arnbergi

17. júní, mánudagur, Krakkakeyrsla

5-7. júlí, föstud-sunnud. Landsmót mótorhjólafólks í Húnaveri.

19-21. júli, föstudagur-sunnudags. Sumarferð postula á snæfellsnes

18. ágúst , sunnudagurmótormessa Postula í Selfosskirkju
 
7.september, laugardagur, ljósanótt í Keflavík

5.október Aðalfundur og árshátíð Postula haldið að Hjarðarbóli í Ölfusi

13.03.2013 19:02

ÓtitlaðJæja kæru postular

enn eru laus pláss á Góugleðina næstkomandi laugardag 16.mars
Á ekki að drífa sig og skrá sig. Það verður mikið fjör og mikil gleði, borðhald hefst kl.19:00
Koma svo skrá sig á netfang ujk@simnet.is

kveðja
stjórnin

07.03.2013 20:26

Ótitlað

Kæru Postular


Ííííííííííhhhhaaaaaa eru ekki allir í stuði


Skemmtinefnd hefur nú setið að störfum við að setja saman hjólaferð fyrir 
sumarið 2013.
Farin verður helgarferð á Snæfellsnesið helgina 19 - 21 júlí...ath. við 
urðum að seinka ferðinni um viku frá því sem áður hafði verið ákveðið!!

Við hjólum sem leið liggur vestur ( líklega um Þingvöll og Kjós) og gistum 
fyrstu nóttina á Snjófelli á Arnarstapa.

2.manna herb. 13.800
1.manns herb. 10.500.

Veitingastaðurinn Arnarbær sér um Kvöldverðinn.
Grillað lambalæri og kaka í eftirrétt 3900. pr mann.
Morgunverður 1.800 (fyrir þá sem vilja.)


Á laugardeginum er ferðinni heitið í Stykkishólm, við hjólum fyrir nesið og 
stoppum í bæjarfélögunum á leiðinni eftir því sem tíminn leyfir og finnum 
okkur líka eitthvað gott í gogginn.
Við höfum útvegað gistingu á Gistiheimilinu Sundabakka í Stykkishólmi sem 
tekur 18 (-20) manns í gistingu...sjá heimasíðu, sundabakki.is
Ef við tökum allt húsið erum við útaf fyrir okkur og greiðum þá aðeins
4.000 kr. fyrir uppá búið rúm pr. mann.
Morgunverður 1.500. valkvætt og þarf að panta sérstaklega.

Svo er það rúsínan í pylsuendanum .

Kvöldsigling með Sæferðum um Breiðafjörð.
Brottför kl. 18.15 og tekur ferðin um 2 og hálfan klukkutíma.

Þessi ferð er á áætlun hjá þeim og er því opin öllum hún er með sama sniði 
og Ævintýrasiglingin hjá Sæferðum nema þessari fylgir léttur íslenskur 
kvöldmatur í lokin.
Í ferðinni er siglt um hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar, söguslóðir 
heimsóttar og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur kannaðir.
Svæðið iðar af fuglalífi og þá má meðal annars sjá toppskarfa, lunda, ritur, 
kríur, fýla og æðarkollur og stundum jafnvel haförn.
Í forrétt er skelfiskur veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt 
ígulkerjahrognum.
Á heimleiðinni er boðið upp á léttan íslenskan kvöldverð og skyr- eða 
ostatertu í eftirrétt.

Matseðill:

Súpa dagsins
Fiskipaté
Reyktur og grafin lax
Sjávarrétta pasta
Pastasalat
tvær tegundir af síld
Rúgbrauð
Smábrauð
Kaka.

Verð 8.750 en ef við verðum 20 eða fleiri bjóða þau okkur ferðina á 7.400 
pr. mann

Á sunnudeginum skottumst við svo heim á leið og tökum kannski krók um 
Hvalfjörðinn ef við og veðurguðirnir erum í stuði til þess.
Það er líka frábært að labba frá Arnarstapa yfir að Hellnum í góðu veðri og 
mikið fuglalíf þar á þessum árstíma!! Skoðum það allt saman þegar nær 
dregur.

Það eru engir sprúttsalar til sveita á Snæfellsnesinu eins og fyrir 
austan....svo menn verða bara að vera forsjálir og hafa með sér bauk....já 
og pakka honum extra vel inn svo verði nú meira eftir en síðasti sopinn 
þegar á að fara að gæða sér á innihaldinu...hehehe Takk fyrir skemmtilegar 
uppákomur í síðustu ferð.

Það var virkilega erfitt að fá gistingu fyrir stóran hóp á Snæfellsnesinu 
svo það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fólk láti okkur vita sem allra 
allra fyrst ef það er ákveðið í að koma með í ferðina svo við höfum 
einhverja hugmynd um hvaða fjölda við erum að tala um...10 eða 30 manns???
Já það er allt gistirými að fyllast, þessi gisting er frátekin fyrir okkur 
en ef okkur vantar meira og viljum ekki senda einhverja út í sveit eða á 
Hótel Stykkishólm fyrir 20.000 kr. nóttina þyrftum við að fá sem gleggsta 
tölu í mars mánuði!!

Hlökkum ósköpin öll til að heyra frá ykkur hressu hjólafélagar.

Bestu kveðjur.

Jensína S. Steingrímsdóttir: mcmerking@btnet.is Sími: 8439049

og Gunnar Már Guðnason: gunnarmar@hotmail.com Sími: 8921098


P.s.
Óskum eftir sjálfboðaliða, brandarakarli eða konu til að segja góóóða 
brandara í hverju stoppi!!  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05