Færslur: 2014 Janúar

15.01.2014 22:15

Postula ferð 2014

Kæru postular,

 

Hin árlega sumarferð okkar Postulanna verður að þessu sinni farin aðra helgina í júlí.

Lagt verður af stað föstudagsmorguninn 11. júlí og er ferðinni heitið norður í Skagafjörð. Heimkoma er áætluð seinnipart sunnudagsins 13. júlí. Gist verður báðar næturnar að Bakkaflöt ( http://www.bakkaflot.is ) og keyrum við svo hinar ýmsu leiðir út frá þeim stað (nánari ferðatilhögun síðar).

Kostnaður/Gisting: (nóttin)

Tveggja manna herbergi m/baði kr. 20.600-

Tveggja manna herbergi án baðs kr. 14.312-

Eins manns herbergi m/baði kr. 11.845-

Eins manns herergi án baðs kr. 8.985-

Svefnpokapláss kr. 5.562-

Aukarúm kr. 5.408-

Sumarhús 40 fm/svefnpláss fyrir fimm manns kr. 20.830-

Sumarhús 25 fm/svefnpláss fyrir þrjá kr. 19.287-

Rúmföt (ef gist er eingöngu ein nótt) 1.650-

Við þurfum að fá að vita fyrir 1. febrúar hverjir ætla að koma með í ferðina, en við eigum frátekin all mörg gistipláss hjá Bakkaflöt og getum bætt við ef fjöldinn fer fram úr björtustu vonum J

Vinsamlega takið fram tegund gistingar sem þið kjósið í svarpósti til okkar.

Bestu kveðjur,

Doddi og Hjördís (thordur.reyr@gmail.com)

 

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38