Færslur: 2014 Desember

09.12.2014 18:29

Opið hús í kvöld 9.Des 2014

Opið hús í kvöld 9.Des

Í kvöld verður heitt á könnunni og í félagsheimilinu okkar.

Húsið oppnar kl 20:00 að venju.

 

Ekki verður þó neitt úr því að pakkað verði jólagjöfum eins og áætlað var þar sem við höfum ekki enn fengið neitt í hendurnar til að versla eftir.

 

Sjáumst hress

 

Stjórnin

 

02.12.2014 17:30

Stjórnarfundur 1 Des 2014

Stjórnarfundur Postula 1.12.14

Mættir á fundinn

Þórður R Arnarsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Kristján Þorsteinsson

Dagbjartur Jónsson

Jóhann Þorvaldsson

 

  1. Mál

Rætt um jólagjafir.

Formaður gerir fyrirspurn um stöðu á styrktarreikning.

Gjaldkeri gerir grein fyrir stöðunni

Gjaldkeri gerði einnig grein fyrir fyrirspurn sem kom frá Sveitafélaginu Árborg varðandi hugsanlegar jólagjafir.

Fram kom í fyrirspurninni að Árborg óskar eftir að gjafirnar kæmu ó innpakkaðar.

Kristján veltir upp spurningu um Sjóðinn góða sem er á vegum Kirkjunnar.

Kristján bar upp hugmynd um að gefa í eitthvað eitt akveðið málefni eins og gert var áður, nokkrar umræður áttu sér stað um þetta. Stjórnin var sammála um að geyma þessa hugmynd í bili og skoða hana þegar styrktar reikningurinn stendur betur.

Bíðum eftir lista frá sveitafélaginu

Ákveðið var að halda þessu áfram með óbreyttum hætti .

Hugmyndin er að hin árlega jólagjafa innpökkun verður þann 9.Des Nk.

 

  1. Mál.

 

Rætt um fjáraflanir fyrir afmælishátíðina . Hugmyndir eru uppi um frekari fjáraflanir .

Rætt var um að skipa afmælisnefnd , en þegar hefur verið rætt við góða aðila í þessu efni.

 

  1. Mál.

 

Heimasíðumálin voru rædd og Steinþór J Einarsson gerði grein fyrir stöðu mála á því sviði. En staðan er sú að vinna við nýja síðu er komin vel á veg

 

  1. Mál.

 

Rætt um að halda auka aðalfund í janúar til að fullskipa stjórn Postula á ný eftir fráfall Unnars.

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1390019
Samtals gestir: 211119
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 05:08:59