Færslur: 2015 Febrúar

14.02.2015 16:30

Auka Aðalfundur 2015

Auka aðalfundur Bifhjólasamtaka Suðurlands Postula.
 

Fundarboð
Laugardaginn 28.febrúar næstkomandi boðar stjórn Postula til auka aðalfundar. Fundurinn skal haldinn í félagsheimili okkar að Hrísholti 9 kl 13:00.
Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir.
1.Kosning fundastjóra.
2.Borin verður upp tillaga að lagabreytingu sem hér segir:
Uppgjörsárið skal vera 1.jan til 31. des ár hvert.
Greiðsluseðlar verði sendir út fyrir félagsgjöldum í janúar ár hvert.
Aðalfundur skal haldinn febrúar ár hvert
Árshátíð skal haldin að hausti.
3.Kosning um lagabreytinguna
4. Skýrsla formanns þar sem hann mun greina frá afsögn sinni sem formaður.
5. Kosning formanns.

Kristján Þorsteinsson býður sig fram til formans. Tekið skal fram að allir fullgildir félagar samtakana geta boðið sig fram til formans sem og annara embætta.

6. Tekið við framboðum meðstjórnenda þar sem það vantar fleiri í stjórn . Hvetjum fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir samtökin.


Sjáumst hress
Stjórnin

02.02.2015 10:29

Fundargerð Stjórnar 2.Feb 2015

Stjórnarfndur Postula 02/02/15

 

Mættir á fundinn

 

Þórður Reyr Arnarsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Jóhann Þorvaldsson

Kristján Þorsteinsson

 

  1. Mál á dagskrá

Rætt að Toyota ættlar að leggja okkur til salinn fyrir afmælið og stefnt verður að halda upp á tímamótin þar. Afmælisnefnd fyrir 15 ára afmælið er skipuð þeim Guðmundi Kr Jónssini, Guðný Einardóttir og Eggert Guðmundssini. Félagar þessir voru valdir af stjórn þar sem stjórninni þótti þau virk í starfi klúbbsins.

  1. Mál á dagskrá

Kristján stakk upp á útgáfu félagsskýrteina. Málið var rætt og ákveðið að skoða málið frekar í samhengi við mögulegar breytingar á uppgjörsárinu og færslu aðalfundar. Kristján tekur að sér að gera skírteinin verði af þessu.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um að halda auka aðalfund . Samþykt var að boða til fundar. Hugmynd er uppi um að fundurinn skuli haldinn 24.Feb Nk. Boðað verður til fundarinns með formlegum hætti

 

Eftirfarandi lagabreyting verður lögð fyrir fundinn:

 

Uppgjörsárið skal vera 1.Jan til 31 Des ár hvert.

Greiðsluseðlar verði sendir út fyrir félagsgjöldum í janúr ár hvert.

Aðalfundur skal haldinn febrúar ár hvert

Árshátíð skal haldin að hausti.

 

  1. Mál á dagskrá

Kristján stakk upp á að tekinn verði frá dagur fyrir minningakeyrslu fyir fallna félaga. Dagur þessi yrði árviss viðburður. Einróma samþykt.

  1. Mál á dagskrá.

Þórður stakk upp á að láta gera skilti fyrir samtökin til að setja á félagsheimilið. Ákveðið var að fela Steinþóri að athuga kostnaðinn við slíkt skilti.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um framkvæmdir á húsnæðinu. Nú þegar er búið að rífa niður veggi í húsinu og parketleggja. Stjórnin vill brýna að bæta þurfi samskipti á milli klúbbana um allar framkvæmdir í húsinu. Ákveðið var að boða okkar fulltrúa í fyrirhugaðri húsnefnd á okkar fund hið fyrsta. Fulltrúar þessir eru Halldór Jónsson og Sigurður Fríman Emilson.

  1. Mál á dagskrá.

Þórður minnti á möguleikan á að setja upp dósagám í Öndverðanesi. Ákveðið var að fara í að skoða framkvæmdina við að smíða gáminn.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um Noregsferðina sem fyrirhuguð var í sumar.

Þórður greindi frá því að litlar undirtektir hafi verið fyrir ferðinni og ákveðið var að aflýsa ferðinni að sinni.

  1. Mál á dagskrá

Ólafur skýrði frá að hann er búinn að sækjast eftir styrkjum frá uþb 20 fyrirtækjum og bíður svara frá öllum nema Olís og Bónus sem vilja ekki vera með að þessu sinni.

 

Fleira var ekki rætt að þessu sinni og fundi slitið.

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38