Færslur: 2015 Mars

22.03.2015 15:16

Vinnukvöld 23/3 og Opið hús 24/3


Vinnukvöld og opið hús

Mánudagskvöldið 23/3 er stefnt á að hittast í félagsheimilinu og leggja lokahönd á endurbæturnar sem staða hafa yfir innanhús í félagsheimilinu okkar. Mæting kl 20:00 að vanda. Það sem lyggur fyrir núna er að taka til og þrífa... Bílaklúbbsmenn verða á svæðinu og við látum ekki okkar eftir standa !

Einnig vill ég minna á opið hús Nk Þriðjudagskvöld kl 20:00.

kv

Ritari

16.03.2015 10:01

Bíókvöld


Þriðjudagskvöldið 17/3 verður Bíókvöld !!!

Húsið opnar kl 20:00 að venju og í þetta sinn verður valin
frábær bíómynd til að smella á skjáinn.

Heitt kaffi á könnunni og
góða skapið meðferðis !
Sjáumst hress !

Kv
Stjórnin

13.03.2015 19:05

Vinnukvöld


Vinnukvöld !!!


Miðvikudagskvöldið 18.Mars NK

Bílaklúbbsmenn mæta á svæðið um kl 20:00 og við skulum ekki láta okkar eftir liggja þar sem margar hendur vinna létt verk.

Kv

Bjóri09.03.2015 01:25

Þriðjudagsfundur 10.03.15

Þriðjudagsfundur

10.Mars Nk

Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að byrja að hafa opið hús alla Þriðjudaga frá og með nk Þriðjudag. Húsið oppnar að venju kl 20:00 og stefnt er á að bjóða upp á m.a bíósýningar á mótorhjólamyndum ofl. Eins hvetjum við alla þá sem eru til í að segja frá skemtilegum ferðum td erlendis í máli og myndum að gefa sig á tal við okkur og við plönum það í sameiningu.


Sjáumst hress

kv
Stjórnin.

06.03.2015 01:31

Vinnudagur

Vinnudagur

Laugardagin 7.Mars Nk kl 10:00Nú er ættlunin að taka til hendinni í húsnæðinu okkar á Laugardag,mæting kl 10:00 fyrir þá sem sjá sér fært að mæta.

Kveðja

Stjórnin

02.03.2015 16:47

Fundargerð stjórnar 2.Mars 2015

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór J Einarsson Ritari

Jóhann Þorvaldsson Meðstjórnandi

 

    1. Mál á dagskrá

Rætt um að hafa opið hús öll  Þriðjudagskvöld frá og með 10.Mars næstkomandi. Húsið verður haft opið frá kl 20:00 eins og venja er til. Hugmyndin er að hafa m.a bíó kvöld og verður slíkt kvöld 10 Mars. Einnig er sniðugt að félagsmenn komi með hugmyndir af einhverju skemtilegu til að hafa á þessuum kvöldum

  1. Mál á dagskrá

Rætt um húsnefnd Postula. Ákveðið er að ræða við húsnefndina okkar og reyna að vinna í því að húsnefndir okkar og Bifreiðaklúbbsins vinni betur saman.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um afmælisnefnd. Það þurfa að eiga sér stað mannabreytingar í nefndinni sökum persónulegra ástæðna eins nefndarmanna. Ákveðið var að leysa hann undan störfum af hanns ósk og finna annan góðan Postula í hanns stað.

  1. Mál á dagskrá

Rætt um aðrar nefndir. Stjórnarmenn taka hugmyndum Þórarins #140 um að setja á laggirnar fleyri nefndir fagnandi og höfum ákveðið nota þær hugmyndir þegar í stað að nokkru leiti.

  1. Mál á dagskrá.

 

Ræddum um framtíðarsýn okkar um klúbbinn, hér á eftir fara ummæli okkar hver fyrir sig:

 

Kristján :Langar að sjá fleyri félagsmenn virka í starfi fyrir kúbbinn, að í klúbbnum skapist meiri eining,halda föstum ferðum Postula áfram og stefna á ferð til Vestmannaeyja á Landsmót í sumar.

 

Ólafur : Hada í sumarferðir Postula sem og aðrar fastar ferðir.. stefna á að gera árshátíðina þannig að hægt verði að hafa miðaverðið ódýrara ....

 

Jóhann : Hjóla og hafa gaman.

 

Steinþór: Halda uppi góðum húmor og almennum hressleika, Halda í fastar ferðir og gaman væri að stefna á Vestmannaeyjar..Gaman væri að sjá Postula sem voru virkir áður meira með okkur..gera árshátíðina ódýrari og rífa hana upp á ný.

 

Fleira var ekki rætt að sinni og fundi slitið.

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05