Færslur: 2015 Maí

27.05.2015 23:04

Sumarferð 2015

Sumarferð Postula 2015

Kæru Postular
Þá er komið að því að skrá sig í sumarferðina sem verður farin 17 júlí á hjóladaga á Akureyri.
Farið verður á stað frá Selfossi föstudaginn 17 júlí kl 10 og haldið norður á bógin með viðkomu á einhverjum stöðum kannski á leiðinni (fer eftir veðri og er óákveðið) og komið á Akureyri um 6 leytið áætlað, það er búið að taka frá 2 manna hótelherbergi 15 stk á Hótel Eddu á Akureyri sem kostar 18740 kr nóttin pr. herbergi með morgunmat.
Laugardagur frjáls og óákveðin enda mikið um að vera á Akureyri allan daginn (hjóladagar á facebook og á fleiri stöðum) en svo getur verið að okkur detti í hug fara eitthvað líka.
Sunnudagur. áætluð brottför undir hádegi og heimkoma milli 7 og 8.
Ath það þarf að skrá sig með tölvupósti oli.bjoss@simnet.is eða í síma 8611757 fyrir hótelinu en allir velkomnir með í ferðina.
Kveðja
Ólafur gjaldkeri

26.05.2015 15:52

Þriðjudagsfundur

Sælir félagar 
Í kvöld er fundur í félagsaðstöðunni kl 20:00  , hjólað verður eitthvað , t.d Gaulverjabæjar hringurinn eða í Þorlákshöfn. 

23.05.2015 11:11

Vinnuhelgi

Skilaboð frá húsnefnd Postula 

Húsnefndin hefur verið að störfum við að skipuleggja vinnu utanhús í félagsheimilinu okkar.
Samstarfið hefur verið gott við húsnefnd Bílaklúbbsins að þessu sinni og verða nefndirnar búnar að viða að sér allt sem til þarf til að rífa klæðninguna af þeim hluta hússins sem á að klæða og setja nýju klæðninguna á aftur ásamt því að skrapa og mála glugga osfr.

Því vill húsnefndin fara þess á leit við félagsmenn að mæta Föstudagskvöldið 29 maí nk kl 18:00 og leggja hönd á plóg. Til stendur að rífa á Föstudagskv og klæða og mála á Laugardagsmorgun kl 09:00 

Eins og Ægir orðaði það svo snilldarlega þá er allt í lagi þó fólk mæti þó að það sé hvorki smiður né málari, því að margar hendur vinna létt verk og við ættlum okkur að hafa gaman við þetta.
22.05.2015 18:45

Mótorhjólamessa í Digraneskirkju

Annar í hvítasunnu

Mótorhjólamessa kl. 20

Lagt af stað kl 18:00 frá félagsheimili Postula og verið í norðlingaholti kl 18:45.


kv 
Stjórninn


14.05.2015 23:15

Afmælisgjöf


Afmælisgjöf

Fyrir skemmstu barst okkur afælisgjöf.

Hemmi Østerby málaði handa okkur mynd með merkinu okkar sem við getum haft í félagsheimilinu.

Þökkum við Hemma kærlega fyrir

Fh stjórnar.

Bjóri

Ps myndin er komin í gluggann á félagsheimilinu.

06.05.2015 22:17

Stjórnarfundur 6 maí 2015

Stjórnarfundur miðvikudaginn 6 maí 2015.

Mættir  Kristján Formaður, Óli gjaldkeri,  Jóhann og Þórarinn meðstjórnendur.

1. Töluðum um sumarferðina á Akureyri 17 - 19 Júlí á hjóladaga, það er búið að taka frá 15 tveggja manna herbergi sem voru til þessar 2 nætur og nóttin kostar 18270 kr herbergið með morgunverði og það þarf að fara að skrá sig fyrir þessu því það þarf að senda nafnalista norður um miðjan júní.

2.Afmælishátíð Postula er auglýst 12 júní sem í ljós kom að er föstudagur og það þarf að færa það á laugardag eins og um var talað en það myndi vera 13 júní.

3.Það þarf að panta boli fyrir afælishátíðina merkta Postulum sem hægt væri að selja, einnig að ath með að fá merktar blöðrur sem hægt væri að gefa t.d. krökkum á afmælinu.

4. Afmælisvasar ath hvar það er statt í pöntun svo hægt sé að fara að færa það afmælisbörnum ársins.

5. Auglýsa pöntun á bakmerkjum þarf að fá svona ca 5-10 í pöntun verð er um 4000 kr merkið.
panta líka standfána ca 20 stk.

Fleira var ekki tekið fyrir á þessum fundi og honum slitið. 

05.05.2015 21:59

Raftasýning

Núna á laugardaginn 9 mai förum við á sýningu Rafta í Borganesi

Lagt verður af stað frá félagsheimili Postula í Hrísholti kl 11:00

Og sameinast félögum í borginni við Rauðavatn kl 12:00

 

 

05.05.2015 21:53

Skoðunardagur

Sælir félagar 

Ég þakka þeim sem komu á skoðunardaginn , nutu veitinga og létu skoða hjólinn.

 

Sérstaklega vil ég þakka grillurum Postula :)

Frábær stund með góðu fólki.

kveðja 

Stjáni Postuli

01.05.2015 20:56

Skoðunardagur

Þriðjudaginn 5 Mai er  skoðunardagur Postula.

 

Frumherja Selfossi kl : 18 til 20:30 

vonum að flestir sjái sér fært að koma með fákana í skoðun.

 

01.05.2015 20:15

Á döfinni um helgina og næstu viku

Már  sjötugur.

Eins og flestir hafa séð auglýst í fjölmiðlum verður Már á Geysi 70 ára 3 mai

og er með opið hús á geysi að því tilefni .

 

Már er heiðursfélagi Postula og er ætlun okkar 

að mæta sem flest.

Lagt verður af stað frá félagsheimili Postula kl 13:00 sunnudaginn 3 mai .

 

Þriðjudaginn 5 Mai er svo skoðunardagur Postula.

 

Frumherja Selfossi kl : 18 til 20:30 

vonum að flestir sjái sér fært að koma með fákana í skoðun.

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1387539
Samtals gestir: 210298
Tölur uppfærðar: 17.6.2019 12:25:48