Færslur: 2015 Júní

29.06.2015 23:32

Þriðjudagsrúntur 30/6

Þriðjudagsrúntur 30.júnSkellum okkur á Bike Cave sem er nýtt mótorhjólakaffihús, sýnum okkur og sjáum aðra... og náttúrulega fáum við okkur kaffi í leiðinni.

Brottför frá félagsheimilinu kl 19:30 og Rauðavatni klukkan 20:15

kv

Stjórnin

29.06.2015 19:27

Sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðar óskast

Til okkar hefur verið leitað í þeirri von að við getum útvegað allt að 6 manneskjur til að starfa við gæslu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Það sem um ræðir er ein 12 klukkutíma vakt sem þarf að standa. Farið með Herjólfi verður greitt fyrir þá sem eru til í þetta.

Samtökin okkar fengju svo greitt fyrir vaktina og myndi þá sú uppæð renna í okkar sjóð.

Ef þú ert til í að standa vaktina og láta samtökin njóta góðs af þínu starfi. endilega hafðu samband við Óla gjaldkera í síma 861-1757 eða með tölvupósti á oli.bjoss@simnet.is .

Kv Stjórnin


15.06.2015 18:06

Þriðjudagskeyrsla


Á Þriðjudagskvöld  ( 22/6 ) er planið að fara í ferðina sem við ættluðum að fara síðasta þriðjudag, en ferðinni er heitið austur á Helluog fá okkur kaffisopa í Árhúsum 

Lagt af stað frá félagsheimili Postula kl 20:00
og Olís Norðlingaholti kl 19:15.


15.06.2015 11:41

Krakkakeyrsla 2015

Krakkakeyrsla 2015


Hin árlega krakkakeyrsla verður að vanda 17 Júní.

Mæting að félagsheimilinu kl 10:30,
 keyrslan hefst svo klukkan 11:00 og stendur yfir til kl 12:00.

Sjáumst sem flest, bæði þeir sem eru til í að keyra og svo er alltaf gott að hafa nóg af mannskap til aðstoðar við hjálma og slíkt

Kv

Stjórnin

12.06.2015 15:09

Afmælis sýning 2015

Afmælis sýning Postula 2015.

Þeir Postular sem hafa verið beðnir um að koma með hjólín sín á sýninguna á Laugardeginum eru heðnir að mæta með hjólin annaðhvort á Föstudagskvöldinu eftir kl 20 upp í Toyota eða á Laugardagsmorgninum á milli kl 10 og 12 . Planið er einfallt, við ættlum að raða hjólunum inn eina og þaug koma og ekkert að flokka þau neitt niður. Eins og fram hefur komið þá standa herlegheitin yfir til kl 16:00 og verður þá hægt að taka hjólin út aftur. Hvað gert verður eftir það kemur í ljós. 

Þeir Postular sem fengu ekki símtal frá afmælisnefndinni eða stjórninni varðandi sýninguna eru líka beðnir um að mæta með sín hjól á Laugardeginum en þeim hjólum verður stillt upp fyrir utan salinn.

Kv 

Stjórnin og Afmælisnefndin

03.06.2015 19:56

Sólheimaferð 2015


Sólheimaferð Postula 2015 !!!


Hin árlega Sólheimaferð verður farin Laugardaginn 6.Júní Nk.
Brottför verður kl 14:30 frá félagsheimili Postula en kl 13:30 frá Rauðavatni.

Ferðin verður með hefðbundnu sniði og hvetjum við sem flesta til að mæta þó svo að fólk treysti sér ekki til að keyra með farþega því að það vantar alltaf fólk til að aðstoðar við hjálma og þess háttar.
Einnig væri gott ef félagar eiga auka hjálma að hafa þá meðferðis ef hægt er.


                                                               

Hjólakveðja
Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05