Færslur: 2015 September

28.09.2015 17:45

Árshátíð 2015


Árshátíð 2015 !

Góðgerða happadrætti !

Uppfært 14/10.2015 !!!!  

Vinsamlegast pantið ykkur miða á árshátíðina fyrir Miðvikudaginn ... frestur til miðnættis  !!!!!!!

Jæja félagar. Nú er komin tímasetning á árshátíðina okkar en hún verður haldin 17 okt nk.

Miðaverð er 1500 kr á greidda félaga og 2500 fyrir aðra.

Húsið oppnar kl 19:00 

Árshátíðin verður haldin að þessu sinni í félagsheimilinu okkar hér á Selfossi.

Við fáum okkur gómsæta súpu og brauð og síðan eftirrétt til að kítla bragðlaukana enn frekar....spjöllum saman og skemtum okkur eins og okkur er lagi lagt ásamt því að happadrættið góða verður á sínum stað...

Hér má sjá hluta af vinningum sem dregnir verða út á árshátíðinni.


Nýtt Nýtt !!!!!!

Nú geta þeir sem ekki komast á árshátíð keypt sér miða í happadrættinu á 1000 kr . Miðapantanir á netfang ritara :  bjori78@gmail.com . Tekið við pöntunum fram á hádegi föstudaginn 16/10. Dregið út á árshátíð eins og vanalega og vinningsnúmer verða auglýst hér á síðunni .

Athugið að ritarinn tekur við miðapöntunum á bjori78@gmail.com eða í síma 868-6187

Í tilefni árshátíðar fá Postular gistingu hjá Hótel Selfoss á eftirfarandi verðum... athugið að panta herbergin sjálf hjá hótelinu og taka það fram að þið séuð Postular.

Gott væri að panta gistinguna sem fyrst til að tryggja sér herbergi.

Gisting á laugardeginum , tveggja manna herbergið á kr. 14.500 

Eins manns herbergið á 11.500 (morgunverður innifalinn)

Aukanótt á föstudagskvöldið væri verðið á 

Tveggja manna herberginu kr. 11.000 E

Eins manns herberginu kr. 9.000.

Sjáumst í stuði

Stjórnin


01.09.2015 09:20

Þriðjudagskeyrslan 1.Sept


Þriðjudagskeyrslan 1 Sept

Laugarvatn !

Nú skal rúntað á Laugarvatn og athuga hvort þar fáist kaffi :)

Brottför frá Rauðavatni kl 19:15 og Félagsheimilinu kl 20:00.

Sjáumst hress

Stjórnin  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38