Færslur: 2016 Mars

18.03.2016 09:57

Aðalfundur 2016


Aðaldundur 2016 !


Aðalfundur verður haldinn þann 9.Apríl nk kl 14:00 í húsnæði okkar að Hrísholti 9 Selfossi.

Dagskrá fundarinns verður sem hér segir ;

1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða          reikninga.

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.

Sjá tillögur til lagabreytinga hér: Tillaga til lagabr 2016.docx

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

7. Kosning stjórnar:

    a) Formaður.

    b) Gjaldkeri.

    c)  5 meðstjórnendur.

8.  Kosinn 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

9.  Önnur mál. 


Sjáumst hress.


Stjórnin

06.03.2016 13:48

Kveðja

Kæru félagar

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til formanns Postula  eða til stjórnarsetu aftur . Ég hef verið í stjórn Postula meira og minna frá upphafi og tel að það sé kominn tími til að einhver annar taki við keflinu . Nýtt blóð þarf til þess að félagskapurinn þroskist og dafni , menn og konur sem hafa hjarta fyrir klúbbnum,  eru tilbúinn til fórna tíma og vinnu í þágu félagskaparins.  Koma með nýjar hugmyndir og vinna að uppbyggingu starfs félagsins.

Ég vil þakka það traust sem mér hefur verið sýnt gegnum árinn og þeim öllum sem ég hef kynnst og unnið með á þeim tíma , ég mun áfram vera félagsmaður,  taka þátt í viðburðum og hjóla með Postulum svo lengi sem ég stunda þetta sport og á mótorhjól.

 

Kær kveðja

Kristján Þorsteinsson

Formaður Postula

  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05