Færslur: 2016 Apríl

30.04.2016 18:40

Aðalfundur

Ég vil þakka öllum sem mættu á aðalfund Postula fyrir góðan og málefnalegan fund .

Eins vil ég bjóða nýja stjórnarmenn velkomna til starfa .

Jón Halldór Gunnarsson  #236

Og Elín Lóa Kristjánsdóttir  #240

Aðrir stjórnarmenn eru

Kristján Þorsteinsson Formaður   #33

Ólafur Björnsson  Gjaldkeri  #110

Steinþór J Einarsson # 178


Þakka fráfarandi stjórnarmönnum  Guðný Einarsdóttir  #165, Dagbjartur Jónsson #137 ,Jóhann Þorvaldsson #238 og síðast en ekki síst Þórarinn Garðarson # 140 fyrir vel unnin störf í þágu Postula.

Kristján Þorsteinsson

Formaður

24.04.2016 22:48

Skoðunarkvöld


Skoðunarkvöld Postula og Frumherja.

Hið árlega skoðunarkvöld hjá okkur verður hjá Frumherja á Selfossi þann 3 Maí kl 18:00. 

Mætum með hjólin í skoðun og höfum gaman.

Kveðja

Stjórnin

06.04.2016 21:28

Kæru Postular.

Kæru Postular.

Nú hefur stjórn ákveðið að fresta aðalfundi til 30 apríl og gefa fólki tækifæri til að greiða árgjaldið, öðlast kjörgengi á fundinum og bjóða sig fram til stjórnarsetu .

Í dag eru 43 meðlimir kjörgengir á aðalfundi, geta greitt atkvæði og boðið sig fram til formanns og setu í stjórn.

Í postulum eru 206 félagar sem eru taldir virkir,  35 hafa ekki greitt árgjald frá 2008 og eru taldir hættir , 6 félagar eru látnir.

Allir þessir félagar halda sínum númerum og geta hvenær sem þeir vilja greitt tvöfalt árgjald og farið að starfa í postulum.

Síðasta ár greiddu  tæplega 90 félagsmenn gjöld til félagsins.

Postular hittast á þriðjudagskvöldum við félagsheimilið og hjóla saman auk þess sem farið er í skipulagðar ferðir þess á milli við stöndum fyrir árvissum ferðum og viðburðum.  Karlar og konur eru jafn velkominn og er af þessu hin besta skemmtun.

Það hefur borið mikið á að félagar hafi mikið um starfið að segja bæði virkir félagar og aðrir sem ekki hafa lag til félagsins árum saman, oft er um að ræða uppbyggilega gagnrýni sem á alltaf rétt á sér . En því miður líka dylgjur og slúður um stjórn og störf þeirra sem þar hafa setið.

Í postulum höfum við í gegnum árin ekki vísað frá félögum sem hafa haft eitthvað til málanna að leggja, viljað taka þátt í starfinu og mætt á viðburði þrátt fyrir að þeir hafi ekki greitt félagsgjald í mörg ár , enda eru allir félagar í Postulum.

Ég hef starfað í stjórn meira og minna frá stofnun félagsins.

Uppúr stendur að ég á fullt af góðum minningum og hef kynnst mikið af frábæru fólki, sem ég hefði líklega ekki kynnst ef ekki hefði verið fyrir starf mitt í Postulum.

Ég skora því á þig kæri/kæra félagi bjóddu þig fram til starfa í stjórn Postula það er virkilega gaman, lærdómsríkt og gefur hjólalífinu mikið gildi.

Kær kveðja

Stjáni Postuli 

Formaður. 

 

 

06.04.2016 12:50

Frestun aðalfundar

Áríðandi tilkynning !!!

Stjórnin hefur ákveðið að fresta aðalfundi samtakana til 30 Apríl nk.

Ástæður þess að við gerum þetta eru að stjórnin vill gefa fólki aukin tíma til að gera upp félagsgjöldin svo að fólk geti gefið kost á sér til starfa fyrir okkur. 

Nú lyggur fyrir að meirihluti stjórnar gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu 
og er því brín þörf á að fólk gefi kost á sér í stjórn samtakana til að hægt sé að halda því góða starfi áfram sem hefur verið unnið undanfarin ár.

Sá sem þetta skrifar hefur starfað í stjórn Postula undanfarin 4 ár og stíg glaður til hliðar ef svo ber undir, en er samt sem áður annt um samtökin okkar og gef því kost á kröftum mínum 
sé það vilji ykkar félagar góðir .

Með von um að fleyri séu tilbúnir til að vinna í þágu Postula.

Steinþór J Einarsson ( Bjóri )
Ritari Postula.

03.04.2016 21:34

Ótitlað

Kæru félagar.

Nú þegar líður að aðalfundinum okkar ( Laugardagurinn 9.Apríl kl 14:00 ) er rétt að árétta að aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjöldin eru kjörgengir og kjörhæfir.


Sjáumst sem flest hress og kát.

Kv

Ritarinn
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38