Færslur: 2016 Desember

17.12.2016 17:04

Jólagjafir 2016


Jólagjafir 2016

Það var með sannkallaðri gleði sem Ólafur Björnsson gjaldkeri Postula
og Steinþór J Einarsson afhenntu 17 jólagjafir fyrir hönd Postula í jólagjafasöfnunina 2016 .
Hér á myndinni er Helgja Hallgrímsdóttir formaður Kvennfélags Selfoss sem veitti gjöfunum viðtöku
en eins og flestir vita stendur Kvennfélag Selfoss  fyrir þessari gjafa söfnun í
 samstarfi við Sjóðinn góða.

Einnig á mynd Valdís Jóna Steinþórsdóttir sérlegur ráðgjafi Postula í leikfanga innkaupum.

Fh Stjórnar

Steinþór J Einarsson
Ritari

11.12.2016 18:22

Ótitlað

Kæru Postular

Þá er komið að árgjaldi fyrir næsta ár 2017. Það hefur verið og er áfram 3000 kr og það er hægt að leggja þessar krónur inn á reikning postulanna í íslandsbanka 586-14-101384 kt 5408012820.
10 janúar mun ég svo taka saman ógreidda og senda út valgreiðslukröfu í heimabanka og þá bætast við seðilgjöld.

kveðja gjaldkerinn

01.12.2016 10:54

JólabjórsmökkunJólabjórsmökkun til góðs !Kæru félagar. Föstudagskvöldið 9.Des nk kl 20:00 ættlum við að hafa jólabjórsmökkun í félagsheimilinu okkar. Jólabjór verður til smökkunar í boði klúbbsins.

Aðgangseyrir er kr 500 á mann ( Fólk má borga meira ef það vill ) og mun ágóðinn renna til þess að kaupa jólagjafir til að setja undir tréð i bókasafninu, en þær gjafir renna til þeirra sem hafa minna á milli handanna um jólin
( Rétt eins og við gerðum í mörg ár )

Þess ber að geta að ekki verður ótakmarkað framboð af öli, þannig að þeir þyrstustu ættu kannski að taka með sér ábót.

Komum saman, Smökkum jólabjór, höfum gaman saman og látum gott af okkur leiða.

PS Einungis tekið við reiðufé.

Kveðja

Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38