Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 22:15

Skyndihjálp
Skyndihjálp !

Okkur er öllum hollt og gott að vita eitt og annað þegar kemur að skyndihjálp. Að þeim sökum hefur stjórn ákveðið að blása til upprifjunarnámskeiðs í skyndihjálp . Námskeiðið verður haldið í félagsheimilinu þann 8.maí nk. kl. 20:00.
Námskeiðið er frítt fyrir greidda félagsmenn

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kv

Stjórnin

30.04.2017 12:24

Ótitlað

Sæl öll
Nú er komið að því að panta merki
Og þá þurfa menn að vera fljótir að ákveða sig og leggja inn pöntun.3000 kr axlarmerki og 4000 kr bakmerki.
Setja inn nafn og númer og millifæra á reikn 586-14-101384 kt 5408012820.
Kveðja
Óli
Gjaldkeri

28.04.2017 21:35

Ammæli 2017


Afmæliskeyrsla 2017

Kæru félagar. Nú á okkar ástkæri klúbbur
17 ára afmæli komandi Sunnudag.

Að því tilefni ættlum við að hittast í félagsheimilinu okkar, fá okkur kaffi , rúnta okkar hefðbundna Árborgarhring og fáum okkur kaffi einhversstaðar á leiðinni eða bara þar sem hópnum dettur í hug.

Mæting kl 13:00 Sunnudaginn 30.Apríl


Sjáumst hress

Stjórnin 


16.04.2017 22:58

Framboð Til stjórnarsetu


Framboð til Stjórnarsetu

Kæru félagar

Ég heiti Gunnar Már Guðnason og er Postuli nr 173
Mig langar að bjóða mig fram til stjórnarstarfa í okkar góða félagsskap.
Ég gekk í Postulana árið 2008 þegar ég eignaðist mitt fyrsta götuhjól, Ég starfaði sem ritari í stjórn árin 2011 til 2014 og hef áhuga á að koma að stjórnarsetu aftur.
Í dag ek ég um á Honda Goldwing Gl 1500 og oftast er betri helmingurinn með mér en það er hún Þóra Marta Kristjánsdóttir.


Því miður get ég ekki mætt á aðalfund þar sem ég er í brúðkaupi í Mýrdalnum og vonandi hef ég nægjanlegt traust eftir fyrri stjórnarsetu til að félagsmenn vilji mig aftur í stjórn.
Ég vonast til að geta með góðri hjálp annara í stjórn unnið að uppbyggingu Postulana og áframhaldandi góðgerðarstarfsemi í félagi sem ég er mjög svo stoltur af að vera félagi í.

Með vinsemd og virðingu

Gunnar Már
16.04.2017 10:15

Ótitlað


Framboð til formanns

Kæru félagar. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns fyrir okkar frábæra klúbb. Nú hef ég verið í stjörninni um nokkurn tíma og þegar ljóst var að Stjáni vinur minn vildi stíga til hliðar komu menn að máli við mig og hvöttu mig til að bjóða fram krafta mína í verkið. 
Ég hef verið Postuli í 10 ár og stjórnarmaður í 4 ár. Ek um á 32 ára gamalli Hondu og er ákaflega stolltur að vera Postuli.

Að þessum sökum stefnir í líflegann aðalfund með kosningum og skemtilegheitum þar sem við erum jú líðræðisleg samtök.

Með kærri kveðju

Bjóri # 178

04.04.2017 23:18

Formannsframboð Sigurbjörns


Framboð til Formanns


Kæru félagar ég heiti Sigurbjörn Snjólfsson 52ára hef haft áhuga á mótorhjólum síðan ég var 14ára átti þá Hondu ss50 tek síðan mótorhjóla prófið 1992 en fæ mér ekki hjól fyrr en 2009 þá Kawasaki vulkan nomad 1600 á það í 2ár fékk mér hjólið sem ég á núna fyrir 2árum það hjól heitir Yamaha wild star 1600 ég hef verið að hjóla með Postulunum síðustu 2-3ár er félagsmaður nr 246 og finnst þetta góður félagsskapur.

kv Sigurbjörn  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38