Færslur: 2017 Maí

31.05.2017 10:52

Mótorhjólamessa 2017Mótorhjólamessa 2017

5. Júní Nk  ( annan í Hvítasunnu ) verður hin árlega 
Mótorhjólamessa í Digraneskirkju 
með tilheyrandi tónleikum og vöfflusölu .

Tónleikarnir hefjast kl 19:00 .

Vinir okkar í Lords and Lady's verða á staðnum að selja 
næluna góðu til styrktar Blátt áfram . 

Brottför frá Félagsheimili Postula KL 17:30
Rauðavatn kl 18:15

Hér er slóð á viðburðinn :


Kv

Stjórnin


25.05.2017 20:21

Ótitlað

                      Landsmót bifhjólafólks

 

Eins og allir vita verður landsmót bifhjólafólks haldið að Núpi í Dýrafirði 30. júní til 2. Júlí, hann Eggert

Postuli nr 197 var búinn að redda gistingu fyrir einhverja ef áhugi er á, gistingin er á hótel Sæbóli á Flateyri. Ef fólk hefur áhuga á að bóka gistingu þá er best að hafa samband við Hótel Sæból beint eða mögulega getur Eggert hjálpað einhverjum.

Það er víst mikil ásókn í gistingu þarna á þessum tíma því þarf að hafa fljótar hendur til að bóka.

19.05.2017 23:30

Þakkir

Kæru félagar

Í dag er ég sérstaklega stoltur Postuli. Þið sem komuð í dag og fylgdu heiðursfélaga okkar síðasta spölinn, var mér sönn ánægja að sjá hve mörg ykkar sáu ykkur fært um að mæta.

Einnig langar mig að þakka vinum okkar úr öðrum klúbbum sem komu í dag sérstaklega fyrir. Það var okkur mikil ánægja að hafa ykkur með i dag og við erum snortin af því að
þið gátuð varið tíma ykkar í  að fylgja félaga okkar.

Blessuð sé minning Más Sigurðssonar # 100 
Megi hann hvíla í fríði

F.h. Stjórnar

Formaður


  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38