Færslur: 2017 Júní

26.06.2017 19:57

Þriðjudagsrúntur


Þriðjudagsrúnturinn 4. Júl

Reynum þetta aftur þar sem varð ekkert úr þessu síðast

Nú skundum við í Austurátt frá Selfossi og fáum okkur kaffi í Gamla Fjósinu.

Sjá hér :

Heimsíðan hjá Gamla Fjósinu

Brottför frá Rauðavatni kl 19:15
Brottför frá Félegsheimilinu kl 20:00

Sjáumst hress

Stjórnin

25.06.2017 19:28

Ótitlað

Kæru ættingjar og vinir, pabbi okkar, Þórarinn Grímsson verður jarðsunginn næsta mánudag 26 júní kl 14.00 hérna í Þorlákshöfn. Eins og allir vita sem pabba þekktu fannst honum bílar vera stór partur af allri tilverunni og eyddi stórum hluta lífs síns í eða í kringum bíla, fengum við einn elsta Cadillac líkbíl sem við fundum og ætlum við að aka pabba í honum frá Reykjavík til Þorlákshafnar á mánudagsmorgun, farið verður frá Olís við Rauðavatn kl, 10.25. Þeir sem hyggjast fylgja honum síðasta spölinn eru velkomnir að slást í för okkar, ekki væri verra ef virðulegir bílar í eldri kantinum sem honum voru hugleiknastir færu fremstir í flokki, væntanlegur tími okkar við gatnamót Eyrarbakkavegar er 10.45 fyrir þá sem koma frá suðurlandinu.
Bestu kveðjur  Grímur og Jói

20.06.2017 12:55

Þriðjud 20/6

Kaffifundur

Skítaveður..... Þannig að við fáum okkur bara kaffi og spjall i kvöld.

Sjáumst hress

Husið opnar kl 20
Kv

Stjórnin

15.06.2017 18:58

Ótitlað

                                          Krakkakeyrsla Postula

 

Jæja kæru félagar, þá er komið að hinni árlegu krakkakeyrslu Postula á 17. Júní. Akstur með börnin byrjar kl 11:00 á planinu við Sunnulækjarskóla, mikilvægt er að bæði hjólarar og aðstoðarmenn geti mætt til að allt geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Planið verður lokað fyrir umferð eins og undanfarin ár þannig að við eigum ekki von á bílum í akstursleiðinni.

14.06.2017 15:24

Ótitlað

Þá eru sýnileikavestin komin í hús og ekkert að vanbúnaði að fara að sjást í umferðinni.
Þau verða afgreidd í félagsheimilinu.

12.06.2017 21:17

Þriðjudagskeyrsla

Jæja félagar
Á morgun ætlum við að hjóla í skerjafjörðinn eða hafnarfjörðinn og kíkja í bikecave brottför frá rauðavatni kl 19:15 og félagsheimili kl 20.

Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05