Færslur: 2018 Febrúar

21.02.2018 12:33

Aðalfundur 2018


Aðalfundur 2018
08.03.2018 Kl 20:00.
Staðsetning : 

Félagsheimilið að Hrísholti 9 Selfossi.


Dagskrá fundarins verður sem hér segir :


1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

 

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.

 

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

 

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.

 

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

 

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

 

7. Kosning stjórnar:

a) Formaður.

b) Gjaldkeri.

c)  3 meðstjórnendur.

 

8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

 

9.  Önnur mál.

 

Nú hefur gjaldkerinn gert það ljóst að hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir klúbbinn að þessu sinni. Stjórnin hvetur fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn. Vinsamlegast sendið póst á formann hafið þið hug á framboði.

 Netfangið er bjori78@gmail.com.

                                                      

Sjáumst hress

    Stjórnin

 

12.02.2018 18:26

Framboð


Stjórnarstörf

Nú fer að stittast í formlega auglýsingu um aðalfund. Formaður lagði til við stjórnina að haldin væri aðalfundur snemma þetta árið sökum þess að gjaldkerinn okkar er að hætta störfum og viljum við því funda áður en hann fer. Það flækir hinsvegar stöðuna að undirritaður lyggur á sjúkrahúsi eins og er og ekki ljóst hve lengi það varir.
Fundurinn verður þó boðaður með löglegum fyrirvara.

Framboð til stjórnarstarfa fyrir Postula .

Formaður
Eftir að hafa ráðfært mig við félaga mína í stjórn Postula hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leiða klúbbinn áfram....
þrátt fyrir að nær útilokað sé að ég komist á bak í sumar.


Gjaldkeri
Hann Óli gjaldkeri er nú að fara að heiðra Héraðsbúa með nærveru sinni og er ég viss um að hann á eftir að bæta samfélagið þar til muna. Augljóst er að þessum sökum að okkur vantar nýjan gjaldkera.
Jón Gunnarsson stjórnarmaður hefur ákveðið að bjóða sig fram til Gjaldkera fyrir klúbbinn okkar.

Ritari

Gunnar Már Guðnason hyggst halda áfram sem ritari ..

Meðstjórnendur

Þegar hef ég í hendi 2 ný framboð til meðstjórnenda og mér að vitandi ætla núverandi stjórnarmenn allir að halda áfram.

Eins og við vitum öll þá er öllum fullgildum félögum frjálst að bjóða sig fram til allra starfa fyrir klúbbinn..
Ekkert embætti í stjórn er heilagt og því bara um að gera að taka slaginn :)

Með kveðjum

Bjóri 


  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38