Færslur: 2019 Febrúar

14.02.2019 09:31

Kaffifundur 19.2


Kaffifundur !

Þriðjudagskvöldið 19/2 kl 20:00

Sjáumst hress

Bjóri

10.02.2019 16:13

Formansframboð

Formannsframboð


Sæl öll ég hef ákveðið að bjóða mig framm sem næsta formann postula.
Ég heiti Ármann Magnús Ármannsson Postuli 249 og hef verið í stjórn síðastliðin 2.ár.
Ég er með ákveðnar hugmyndir til að auka þáttöku í klúbnum okkar og koma honum á framfæri,
þar má telja upp meðal annars breitingar á skipulagningu á þriðjudags ferðum, þar sem það verður frjálsara í sniðum með tilliti til veðurs.
Koma á laggirnar hjóladögum á selfossi í samstarfi við Árborg,móturkrossfélag selfoss og fleiri hlutaðeigandi samtökum.
Lögð áhersla á að halda áfram þeim góðu föstu ferðum eins og á Geysi,afmæliskeyrslu og að sjálfsögðu krakkakeyrslu og reina að efbla þær,
langar líka að koma á ferð til vestmannaeyja,og ferðir sem krefst aðeins meiri skipulagningar með gistingu í huga yfir eina helgi eða svo.


þetta var stutt kinning á því sem mig langar að gera fyrir klúbbin,en flest vitiði hver ég er og fyrir hvað ég stend,

með bestu kveðju Ármann

08.02.2019 21:56

Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019
09.03.2019 kl 17:00

Staðsetning : 

Félagsheimilið að Hrísholti 9 Selfossi.Dagskrá fundarins verður sem hér segir :


1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

 

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.

 

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

 

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.


 

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

 

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

 

7. Kosning stjórnar:

a) Formaður.

b) Gjaldkeri.

c)  3 meðstjórnendur.

 

8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

 

9.  Önnur mál.


Starfandi formaður hyggst láta af störfum sem slíkur en verður áfram nýjum formanni til stuðnings.

Gjaldkeri bíður fram krafta sína til áframhaldandi starfa sem slíkur til 1 árs til viðbótar. 


 Stjórnin hvetur fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn. 

Athuga skal að einungis greiddir meðlimir eru kjörgengir .


Vinsamlegast sendið póst á formann hafið þið hug á framboði. Netfangið er bjori78@gmail.com.

                                                      

Sjáumst hress

    Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38