Um Okkur

Velkominn á vef Postula.

Bifhjólasamtök Suðurlands Stofnuð 30 Apríl 2000
Sá merki atburður átti sér stað hinn 30 apríl á því herrans ári 2000 að stofnaður var merkur félagsskapur hjólafólks á Suðurlandi. Lengi vel hafði fólk hjólað saman á lauslegum grundvelli (nema pör - það var kannski eitthvað fastari grunnur hjá þeim, vonum við) en það var tilfinnanlegur skortur á samstöðu meðal hjólafólks.
Því tóku nokkrir drífandi aðilar sig til og boðuðu til stofnfundar Bifhjólasamtaka Suðurlands, sem haldinn skyldi í hinum virðulega samkomusal Pizza67 á Selfossi eins og fyrr segir, hinn 30 apríl anno 2000. Fréttirnar voru fljótar að berast um meðal hjólafólks og mættu um 50 manns á fundinn, sem kom öllum á óvart. Sumir héldu að það byggju ekki einu sinni svo margir á svæðinu. Hvað um það, af þessum 50 urðu þegar til um 20 virkir félagar, sumir ofvirkir. Strax var ákveðið að halda fundi á fimmtudagskvöldum en um staðsetningarnar á þessum fundum væri hægt að skrifa lærða ritgerð. Félagsmönnum var farið að líða eins og badmintonbolta, svo ört var skipt um húsnæði. En allt tók nú enda, einnig húsnæðishrakningar Postulanna (svo að segja) Síðastliðna mánuði hafa fundir verið haldnir í Fossnesti en þar sem ritari klúbbsins er orðinn forseti bæjarstjórnar þá væri nú ekki úr lagi að herma upp á hann loforð frá því fyrir kosningar og spyrja hann hvað líði aðstöðu okkar í menningarhúsi bæjarins.
Strax í upphafi var ákveðið að feta í glæsilega þrömmuð fótspor Sniglanna og leggja okkar að mörkum við að bæta umferðarmenningu landans, enda ekki vanþörf á. Ennfremur skyldi merki bifhjólamanna haldið á lofti.

Liður í þeirri viðleitni er að fara í árlega heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi og leyfa heimilisfólki þar að sitja á einn hring. Þessi ferð hefur verið farin tvisvar þegar að þetta er ritað og er alltaf mikill spenningur fyrir komunni. Hjólasýningar og annað mont er einnig eitthvað sem er mjög vinsælt. 17 Júní montið er, jújú, alveg rétt, árlegur viðburður
 

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38