Lög félagsins

 

Lög Bifhjólasamtaka Suðurlands , Postula

1.gr Nafn

 Nafn samtakanna er Postular, Bifhjólasamtök Suðurlands

2.gr. Merki

Merki og nafn samtakanna er hvítt á svörtum grunni áletrað nafni samtakanna og með mynd sem er bæði táknræn fyrir nafnið og starfsemina. Taumerki skal vera með númeri félagsmanns og bera á öxl.

3.gr. Heimili og varnarþing

Heimili samtakanna og varnarþing skal vera á Suðurlandi.

4.gr. Félagið og tilgangur þess

Bifhjólasamtök Suðurlands er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag og sameinast ekki öðrum bifhjólasamtökum (var 15. Gr)

Tilgangur samtakanna er að koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks á Suðurlandi.

Vera talsmenn félagsmanna á opinberum vettvangi.

Stuðla að bættri umferðarmenningu  með góðu fordæmi.

Hjóla saman , skemmta sér og öðrum.

  5.gr. Inntaka nýrra félaga

 Allt áhugafólk um bifhjól getur fengið inngöngu í samtökin.

 Inntökuskilyrði í samtökin eru að : 

1. Umsækjandi  sé orðin fullra sautján ára og hafi áhuga á bifhjólum.

2.   Stjórn samtakanna tekur endanlega ákvörðun á stjórnarfundi um hvort umsækjandi teljist hæfur til að vera Postuli og bera merki samtakanna.

 3.    Nýr félagi telst fullgildur og fær númer, þegar hann hefur greitt inntökugjald og félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. Númerum er úthlutað í röð, eftir dagsetningu umsókna og verður ekki endurúthlutað. Aðalfundur staðfestir allar umsóknir

4.Félagar skulu vera skuldlausir við samtökin til að teljast fullgildir meðlimir með atkvæðisrétt á aðalfundi.

5. Halda skal sérstaka heimildarskrá um úthlutanir númera.

6.gr. Úrsögn og brottvísanir.

1.  Hægt er að vísa einstaklingi úr samtökunum hafi hann sýnt að hann sé ekki fullfær um að bera merki samtakanna. Til þess þurfa fimm fullgildir meðlimir að leggja fram sína skriflegu, rökstuddu kæruna hver til stjórnar. Stjórn hefur úrslitavald varðandi meðferð brottvísana, sem staðfestist á aðalfundi.

2.   Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald í tvö ár skulu afmáðir úr félagsskrá á heimasíðu. Til að öðlast fullgilda félagsaðild á ný þarf að greiða tvöfalt árgjald.

7.gr. Tekjur og gjöld

1.  Rekstur samtakanna skal fjármagnaður með félagsgjöldum, inntökugjöldum, útgáfustarfsemi og þ.h. Aðalfundur samtakanna ákveður félagsgjöld fyrir ár hvert, einnig inntökugjöld. Félagsgjöld skulu staðgreidd.

2.  Tekjur renna í sjóð samtakanna og skal honum varið í framkvæmdir, rekstur,skemmtanir, góðgerðarmál og fl. samkvæmt ákvörðunum á hverjum tíma. Enginn félagi samtakanna hefur tilkall til hluta af sjóðnum þótt hann hverfi úr samtökunum eða þeim sé slitið.

 8.gr. Um aðalfund

Haldin skal aðalfundur í Apríl. Skal þar taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna. Stjórn boðar til aðalfundar á heimasíðu samtakanna með a.m.k. 12 daga fyrirvara. Aðalfundur er því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað.

Rétt til setu á aðalfundi hafa: Fullgildir félagar, sjá 5.gr.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða          reikninga.

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

7. Kosning stjórnar:

    a) Formaður.

    b) Gjaldkeri.

    c)  5 meðstjórnendur.

8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

9.  Önnur mál.    

   9.gr. Lagabreytingar

Lagabreytingar má aðeins leggja fram til samþykktar á aðalfundi . Ná þær aðeins fram að ganga ef 3/4 hlutar mættra fullgildra félaga samþykkir. Séu þær felldar og bornar upp samhljóða eða efnisbreytingarlaust á næsta aðalfundi þar á eftir ná þær samþykki með 2/3 hluta atkvæða mættra fullgildra félaga. Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund.

   10.gr. Stjórn

Í stjórn samtakanna skulu sitja fimm einstaklingar.  Kjósa skal formann og gjaldkera sérstaklega á aðalfundi. Stjórn skiptir að öðru leiti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi
. Formaður kveður til stjórnarfunda ef þörf krefur eða ef tveir stjórnarmeðlimir óska þess enda hafi þeir áður gert grein fyrir fundarefni. Tryggt skal að stjórn geti komið saman með stuttum fyrirvara. Stjórn hefur á hendi sér allar framkvæmdir milli aðalfunda, og kemur fram fyrir hönd samtakanna. 

11.gr. Aukaaðalfundur

Stjórn kveður til aukaaðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hluti fullgildra félaga samtakana óskar þess enda geri þeir áður grein fyrir fundarefni. Til aukaaðalfundar skal boða skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

12.gr. Slit samtakanna

Samtökunum verður aðeins slitið á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta mætra fullgildra félaga. Fundur sá er samtökunum slítur ráðstafar eigum þess.

13. gr

Lög þessi öðlast þegar gildi og jafnframt falla úr gildi eldri lög samtakanna.

Síðast breytt á aðalfundi 30 Apríl 2016

 

 

 

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389972
Samtals gestir: 211117
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:38:05