Fundagerðir                                   Stjórnarfundur Postula 19.mars 2018

Mættir voru Steinþór, Jón Gunnars, Rúnar Larsen, Magnús, Kristófer, Ármann og Gunnar Már

Stjórnin þurfti að skrifa undir pappíra til að gjaldkeraskiptin gætu gengið endanlega í gegn til að allt verði löglegt og gott frá bankanum.

 

Dagskrá sumarsins rædd og uppkastið tekið fyrir og samþykkt með fyrirvara um breytingar á dagsettningum og viðburðum.  

Hjóladagskráin sumarið 2018

30. apríl Afmæliskeyrsla 

1. maí Hópkeyrsla Snigla

8. maí Skoðunarkvöld Postula og Frumherja

       12. maí Sýning hjá Röftum

21. maí Mótorhjólamessa í Digraneskirkju

16. júní Geysisferðin

17. júní Krakkakeyrsla

30. júní - 1. júlí Landsmót bifhjólafólks

18. ágúst Krakkakeyrsla á

Blómstrandi dögum í Hveragerði

19. ágúst Töðugjöldin á Hellu

2. sept Ljósanótt í Reykjanesbæ


Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um mögulegar breytingarRætt var um sms sendingar sem minnst var á á síðastliðnum aðalfundi, staðan er einfaldlega sú að hóp sms eru mjög erfið að eiga við, viðkomandi þarf að vera í fastri áskrift ekki í frelsi og ef viðkomandi númer er í áskrift er gjaldið á hóp sms 9kr fyrir stk upp að 100stk þá er það 5 kr.

Það virðist vera mjög erfitt að eiga við þetta sérstaklega þar sem klúbburinn getur ekki fengið áskriftarkort en það var kannað af fyrrverandi gjaldkera og var ekki hægt.

Algengustu áskriftarleiðirnar hjá einstæklingum er frelsis áskrift og þar er hóp sms ekki í boði.


 

Rætt um mætingu í krakkakeyrslur þannig að fólk myndi tala saman til að vita hver mætingin væri og halda því vel vakandi svo ekki verði of fair sem mæta og alltaf að reyna að fá aðstoðarfólk með.


Skyndihjálparnámskeiðið rætt og það þarf að koma dagsettingu á það sem fyrst, hugmynd kom upp með að ræða við björgunarfélag Árbogar og athuga hvort þeir vilja halda svona námskeið fyrir okkur, ákveðið var að halda þessari hugmynd opinni og koma þessu á sem fyrst og þá áður en afmæliskeyrslan verður.


Rætt um hitting í sumar sem væri ekki hjólahittingur mögulega grilla saman og gera okkur glaðann dag, það verður auglýst síðar og fer eftir veðri og vindum.

Ákveðið að hefja reglulega fundi mjög fljótlega.                                         

Aðalfundur Postula 8.mars 2018.

Fundarstjóri kosinn af fundargestum, Mummi #168 (Guðmundur Kristinn Jónsson) bauð fram krafta sína sem svo oft áður og var hann samþykktur af fundargestum með lófataki, allir sammála.

Mummi setti fundinn samkvæmt dagskrá og ritari las upp skýrslu formanns í hans fjarveru.

Fráfarandi gjaldkera þakkað fyrir vel unnin störf en hann er að hætta.

 Gjaldkeri fór yfir reikninga og útskýrði tekjur og gjöld síðasta árs.

Umræða um reikninga og starfið opnuð.

Rætt um félagsgjöld og skuldir í sambandi við þau, Óli svaraði öllum spurningum fullkomlega þannig að allir voru sáttir.

Spurt um styrk fyrir 17. Júní frá árborg og kom í ljós að það ætti að vera í formi húsaleigu og rafmagns og hita í húsinu.

Rætt um krakkakeyrslur í sveitarfélögum í kring og rætt um að fólk  meldi sig um mætingu þannig að hægt sé að sjá í hvað stefnir varðandi mætingu.

Reikningar bornir undir atkvæðagreiðslu.

Reikningar samþykktir samhljóða.

Ákveða skal árgjald klúbbsins

Tillaga um óbreytt félagsgjald 3000kr

Tillagan samþykkt einróma

Tillaga um að hækka nýliðagjald í 8000kr og vesti fylgir ásamt axlarmerki.

Tillaga samþykkt einróma

Kosningar

Enginn býður sig fram til formannssetu á móti Steinþóri sem hefur gefið kost á sér áfram og var hann þess vegna sjálfkjörinn og því fagnað með lófataki fundargesta.

Jón Gunnarsson bíður sig fram sem gjaldkera þar sem Óli er að hætta í stjórn, og þar sem enginn bauð sig fram á móti honum þurfti ekki kosningu og var hann samþykktur einróma með lófataki fundargesta.

Meðstjórnendur sem bjóða sig fram eru: Ármann, Gunnar, Sigurbjörn, Rúnar, Kristófer og Maggi.

Kjósa þarf um meðstjórnendur því þeir eru einum of margir þar sem eingöngu 7 aðilar eiga að skipa stjórn.

Fundargestir gengu til atkvæða.

Kosnir voru: Ármann Magnús Ármannsson, Gunnar Már Guðnason, Rúnar Larsen, Kristófer Rúnar Baldursson og Magnús Ólafsson og skipa þeir stjórnina með Steinþóri Jónasi Einarssyni og Jóni Gunnarssyni.

Sigurbirni Snjólfssyni þökkuð störf í stjórn á síðasta ári en samkvæmt kosningu er hann ekki í næstu stjórn klúbbsins.

Ekki þarf að kjósa um skoðunarmenn reikninga því enginn bauð sig fram á móti sitjandi skoðunarmönnum sem bjóða krafta sína áfram og eru þeir félagar Baldur og Ragnar réttkjörnir með lófataki.

Næst á dagskrá er inntaka nýrra félaga.

Bjarki Sveinn Smárason óskar eftir inngöngu og er boðinn velkominn í klúbbinn með lófataki fundargesta.

Jón Auðunn Haraldsson óskar eftir inngöngu og er boðinn velkominn í klúbbinn með lófataki fundargesta.

Liðurinn önnur mál eingöngu eftir.

Ármann kannar áhuga á skyndihjálparnámskeiði, áhuginn virðist vera til staðar og stjórnin tekur að sér að skipuleggja svona námskeið.

Eggert minnist á að lítið hafi verið um vetrar hitting og flestir voru sammála.

Eggert minnist líka á að boðleið skilaboða sé ekki nógu góð rætt um sms sendingar og mögulega þarf að virkja það aftur.

Stjórnin beðin um að athuga með hvort hægt sé að virkja þetta betur.

Óli biður um orðið og þakkar fyrir traustið þessi ár í stjórnar og gjaldkera setu.

Fundur þakkar Óla með lófataki.

Jón Gunnarsson þakkar fyrir traustið sem honum er sýnt og þakkar Óla fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins,  fundurinn þakkar Jóni fyrir með lófataki.

Mummi hélt smá tölu og þakkaði fyrir góðann fund með nokkrum vel völdum orðum.

Mummi sleit fundi


                          Stjórnarfundur Postula 25/4/17

Mættir voru: 

Steinþór J. Einarsson, Ármann M. Ármannsson, Gunnar M Guðnason, Jón H. Gunnarsson, Magnús Ólafsson og Ólafur Björnsson

 

 

1. Mál á dagskrá.

 

Stjórnin kaus ritara og var Gunnar Már Guðnason kosinn einróma.

 

2. Mál á dagskrá.

 

Tillaga Sigurbjörns Snjólfssonar flutt af formanni í fjarveru Sigurbjarnar.

Tillaga er hvort Postular beiti sér fyrir lélegri afturljósa notkun bifreiða með blaðagreinum eða öðrum áróðri.

Stjórnin ræddi málið talsvert, ákveðið var að skrifa vorhugleiðingar og koma þessu máli þar að og birta í Dagskránni.

 

3. Mál á dagskrá

 

Tillaga frá Ármanni að fara og heimsækja aðra klúbba einu sinni í mánuði eða svo. Þessi tillaga rædd og allir voru sammála að þetta gæti verið mjög skemmtilegt og tilvalið að reyna þetta.

 

4. Mál á dagskrá

 

Dagskrá sumarsins

 

30. apríl Afmæliskeyrsla KL 13:00

1.   mai Hópkeyrsla Snigla

13. mai Sýning hjá Röftum í Borgarnesi

16. mai Skoðunardagur Postula í Frumherja Kl 17:30

11. júní Geysisferð Postula og bílaklúbbsins

17. júní Krakkakeyrsla við Sunnulækjarskóla

30. júní - 1.júlí  Landsmót bifhjólafólks að Núpi í Dýrafirði

8.    júlí Hittingur postula og sameiginlegt grill í Þrastarskógi.

19. ágúst  Töðugjöldin á Hellu

2.    sept Ljósanótt í Reykjanesbæ

 

5. mál á dagskrá

 

Skipulag þriðjudagskeyrsla

Stjórnarmenn ákváðu að ræða saman á sunnudagskvöldum um komandi þriðjudaga og taka ákvarðanir út frá því.

 

6. mál á dagskrá

Rætt um að halda skyndihjálparnámskeið,  Búið er að ræða við bráðatækni og er verið að vinna í að fá dagsetningu á slíkt námskeið.

 

7.mál á dagskrá

Símamál rædd og talað um sms sendingar fyrir þriðjudagskeyrslur. Að svo stöddu var ákveðið að fara ekki út í sms sendingar þar sem dagskráin verður auglýst á heimasíðu og á facebook síðu klúbbsins. Biðlað er til félaga að láta þá félaga sem ekki eru á facebook eða tölvutengdir vita hvert á að hjóla.

 

8. mál á dagskrá

Rætt var um sýnileikavesti, búið er að fá tilboð í merkt vesti og kostnaður félaga væri um 4000kr.

Ákveðið var að kaupa 10 stk til að byrja með og sjá hvernig gengur að selja þau.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Postula  8/2 2017

Mættir 

Kristján Þotsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór Einarsson Ritari

Jón Gunnarsson Meðstjórnandi.

1.       Mál á dagskrá

Stjórnarstörf. Ljóst er að Formaður ættlar að láta af störfum á næsta aðalfundi. Því er staða formans laus eftir það. Framboðum skal skilað til Núverandi formanns. Einnig ættlar Elín Lóa kristjánsdóttir að láta af störfum. En gleðilegt er að nú þegar eru tveir félagsmenn viljugir til að koma nýjir inn sem meðstjórnendur. Nánar upplýst um það síðar.

2.       Mál á dagskrá

Vetrarfögnuður.

Ákveðin dagsetning : 25. Febrúar nk.

Staðsetning félagsheimili Postula.

Haldið með svipuðu sniði og síðast. Matur framreiddur af stjórnarmönnum. Lifandi tónlist á staðnum og standandi stuð.

Ákveðið að veita bjór og gos með í miðaverðinu. Nánar auglýst síðar.

Miðaverð ákveðið :

kr 2000 fyrir greidda félagsmenn og maka þeirra .

 kr 3000 fyrir aðra.

Félagsmenn munu þurfa að skrá sig fyrir 20 Feb NK.

3.       Mál á dagskrá

Tillaga formanns um að akveðið verði að stjórnarmenn fái hérleiðis félagsgjöld felld niður til þess að íta undir vilja félagsmanna til að starfa fyrir samtökin .

Stjórnin samþykkir þetta einróma  .

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.Stjórnarfundur Postula  10.Janúar 2017

Mættir 

Kristján Þotsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór Einarsson Ritari

Jón Gunnarsson Meðstjórnandi.

Elín Lóa Krstjánsdóttir Meðstjórnandi.


1.       Mál á dagskrá

Stjórnarseta. Formaður gerir grein fyrir því að hann ætli ekki undir neinum kringumstæðum að sitja áfram. Mikið var rætt um setu í stjórninni, og er ljóst að núverandi stjórnarmenn óska eftir nýju fólki í stjórn.

2.       Mál á dagskrá

Rætt um vetrarfögnuðinn. Rætt um hvort ætti að vera með lifandi tónlist eða ekki. Ákveðið að leita tilboðs í lifandi tónlist. Ákveðið að hafa fögnuðinn með nánast sama sniði og síðast.  Stefnt á að hafa fögnuðinn  seinnipartinn í Febrúar þetta árið.   

3.       Mál á dagskrá

Áframhaldandi vetrarstarf. Ákveðið að hafa bíókvöld 17.jan nk. Nánar auglýst síðar.

4.        Mál dagskrá

Ákveðið að setja framm könnun um vilja fyrir að farin verði hringferð á vegum Postula.

Vinna hafin við að kanna með gistingar.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.Stjórnarfundur Postula  26. október 2016

Mættir 

Kristján Þotsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór Einarsson Ritari

Jón Gunnarsson Meðstjórnandi.

1.   Mál á dagskrá

Formaður leggur upp þá tillögu að fresta fögnuði þeim sem hingað til hefur farið fram á haustin fram í enda Janúar. 

Tillaga þessi var samþykt einróma.

2.    Mál á dagskrá

Gjaldkeri gerði grein fyrir greiddum og ógreiddum iðgjöldum.

Ógreidd iðgjöld eru 121.

Þar fyrir utan eru 35 Félagar eru hættir.

94 Félagar hafa greitt gjöldin .

3.    Mál á dagskrá

Rætt um vetrarstarfið. Ákveðið var að hafa reglulega fundi og vðburði. Í það minnsta 1x

í mánuði . Ákveðið að starta vetrarstarfinu með Pizzakvöldi næstkomandi

Þriðjudag ( 1 . Nóv ) .

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.


Aðalfundur Postula 30.Apríl 2016

Fundur haldinn í húsnæði samtakana kl 14:00

 

1.Mál á dagskrá

Setning fundar af Formanni Kristján Þorsteinsson

2.Mál á dagskrá

Skýrsla stjórnar.

Formaður flytur skýrslu sína og umræða um hana.

Formaður segir frá starfi samtakana yfirstandandi árs og fer yfir hvernig hefur verið staðið að því.

Einnig ræddi formaður um að hann hafi óskað eftir lausn frá Formanns embættinu. En gerði jafnframt greyn fyrir því að hann sé til í að sitja áfram óski félagsmenn eftir því. Einnig ræddi hann um hvert við erum að stefna og ræddi um hvort ekki sé nær að færa tilgang samtakana nær því sem áður var.

 

Gjaldkeri flytur skýrslu sína og umræða um hana.

Reikningar samþykktir samhljóða.

 

4 Nýjir félagar samþykktir í samtökin og þeir boðnir velkomnir.

Úrsögn 1 félaga tekin fyrir.

3.Mál á dagskrá

Umræða um lagabreytingar sem koma frá félaga nr 140 og sitjandi stjórn.

Lagabreytingunum var varpað upp á skjáin til upplýsinga um tillögurnar .

Kosið var um allar breytingarnar í einu:

 

Kosning :

Já = Enginn fylgjandi

Nei = Allir mótfallnir

 

Guðmundur Kr Jónsson lagði til að stytta ætti boðun aðalfudar niður í 12 daga.  Breyta tímasetningu á aðalfundi í Apríl.

Lagt fram að fækka i stjórn niður í 5.

 

Fundarmenn samþykktu með meira en ¾ greiddra atkvæða að taka þetta fyrr.

Þessar lagabreytingar voru allar samþyktar með mikklum meirihluta.

 

4.Mál á dagskrá

Rætt um félagsgjöld.

Ákveðið var að halda félagsgjöldunum óbreyttum.

Börkur lagði til að færa aftur í fyrra horf þannig að fólk hafi möguleika á að millifæra beint inn á reikninginn.

Rætt um inntökugjald:

Ákveðið að halda þeim óbreyttum.

5.Mál á dagskrá

Kosning stjórnar.

Stjandi formaður hafði áður óskað eftir lausn frá embætti. Enginn bauð sig fram og ákvað sitjandi formaður að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa og og var því sjálfkjörinn.

Gjaldkeri gerði grein fyrir að hann hafi óskað eftir lausn frá embætti en bætir því við að ef enginn vill bjóða sig fram á móti sér sitji hann áfram.

Enginn bauð sig fram sem gjaldkera og tók því sitjandi gjaldkeri á sig að starfa 1 tímabil til viðbótar. Hann var því einn í framboði og því sjálfkjörinn.

Meðstjórnendur kjörnir :

Elín Lóa Kristjánsdóttir Postuli nr 240.

Jón Halldór Gunnarsson Postuli nr 236

Steinþór J Einarsson Postuli nr 178

6.Mál á dagskrá

Eggert lýsti yfir ánægju sinni með fundinn og lagði til að áfram yrði létt yfir starfi samtakana.

Jóhann Þorvaldsson þakkar fyrir tíma sinn í stjórn .

Kristján Kristjánsson lagði til að fundargestir leggi höfuð sín í bleyti varðandi stjórnarsetu á næsta aðalfundi.

Sitjandi ritari skorar á Börk Gíslason að aðstoða við heimasíðuna og tók hann vel í það.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 
Stjórnarfundur Postula 17. Mars 2016

 

Mættir Guðný, Steinþór, Jóhann,Kristján, Ólafur, Þórarinn

Dagskrá

·        Drög að dagskrá sumarsins

·        Styrktarsjóður

·        Félagsgjöld

·        Lagabreytingar

·        Stjórn

·        Dagsetning á aðalfundi 2016

1.Mál á dagskrá

Ath. Ekki er sett inn í okkardagskrá viðburðir annara klúbba, en þó mun verða auglýst á síðunni verði fariðá þá.

 

9. apríl                  Aðalfundur, haldinn í húsnæði samtakanna kl. 14:00.

Sumardagurinn fyrsti, 21.apríl Garðyrkjuskólinn á Reykjum er búin að biðja okkur um að mæta á hjólunum og leyfa þeim að standa á meðan við fáum okkur kaffi.

30.Apríl.                Árborgarhringurinn

3. Mai                   Skoðunarkvöld hjá Frumherja Selfossi 

7. Mai                   Heimsókn til Rafta

16. mai                 Mótormessan Digranesi  (2. Hvítasunnu)

4.júní                    Heimsókn á Sólheima

17. júní                 Krakkakeyrslan Selfossi

18. júní                 Geysir

1. helgin í júlí     Landsmót bifhjólamanna

Júlí                         skoðað með sumarferð

Til viðbótar munum við heimsækjaí sumar einhverjar bæjarhátíðir á okkar heimasvæði

Október              Haustfagnaður


2.Mál á dagskrá

Styrktarsjóður. Samkvæmt áðurgerðri samþykkt var ákveðið að styrkja Neistann, styrktarsjóð hjartveikrabarna. Kristján og Steinþór ljúka því máli ásamt því að láta okkar bakhjarlavita hverjir fengu styrkinn.


3.Mál á dagskrá

Stjórnin leggur til að félagsgjald næsta starfsárs verði kr. 4.000.-


4.Mál á dagskrá

Breyting á lögum. Stjórnin vill breyta sinni breytingartillögu um kjörtímabil stjórnarmanna og styðja tillögu Þórarins.

Sleppa 12. Grein um fastanefndir og láta 13. Grein um stjórnskipaðar nefndir vera áfram í lögunum, hún mun ná yfir allar nefndir


5.Mál á dagskrá

Eftirfarandi stjórnarmenn færast undan áframhaldandi setu í embætti: Kristján, Guðný, Jóhann, Ólafur, Þórarinn.

               

                6.Mál á dagskrá

                Ákveðið að efna til aðalfundar þann  :

               9.April Nk kl 14:00 í húsnæði samtakana að Hrísholti 9

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Postula 24.1.16

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór Jónas Einarsson

Þórarinn Garðarsson

Guðný Einarsdóttir


1.Mál á dagskrá

Rætt um að úthlutun úr góðgerðareikningnum okkar. Staðfest fyrri ákvörðun um að  styrkja Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Miðað skal við að afhenda styrkinn í vor. Mögulega verður styrkurinn afhentur í tengslum við sumarhátíð Neistans en það verður skoðað með forsvarsmönnum Neistans.

2.Mál á dagskrá

Rætt um sumarferð Postula. Ákveðið var að hafa samband við fólk til að fá til starfa í ferðanefnd. Guðný tók að sér málið.  

3.Mál á dagskrá

Rætt um heimasíðu samtakana. Ákveðið var að hafa hana með óbreyttum hætti.

4.Mál á dagskrá

Ákveðið að auglýsa eftir framboðum til stjórnarsetu í samtökunum. Ljóst er að á aðalfundi ber að endurnýja umboð og eða að sækjast eftir nýjum kröftum.  Hvetur núverandi stjórn félagsmenn til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn .

 

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 

Stjórnarfndur Postula 3.Nóvember 2015

 

Mættir á fundinn

 

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Þórarinn Garðarsson

Guðný Einarsdóttir

 

 

 1. Mál á dagskrá

 

Farið yfir árshátíðina, hvað fórvel og hvað má gera betur. Formaður gerði fyrirspurn um kostnaðarhliðina og gjaldkeri upplýsti að hún stóð undir sér.

Almennt er talið að árshæatíðinhafi verið vel hepnuð i alla staði.

Ræddur möguleiki á að kalla árshátíðina " Haustfagnaður " hér eftir. Engin ákvörðun tekin um málið.

 1. Mál á dagskrá

 

 Ritara falið að fara í að útbúa þakkar skjöltil handa þeim sem gáfu vinninga í      góðgerðarhappadrættið.  

 

 1. Mál á dagskrá

 

Rætt um afmælisgjafir . Ákveðiðvar að eftir að 10 ára tímabili í afhendingu vasa líkur um grip .

 

 1. Mál á dagskrá

 

Rætt um stöðu framkvæmda. Ljóst er að enn er ólokið verki við að klæða gaflinn á húsinu . Ákveðið að boðastjórnir og húsnefndir bílaklúbbsins og Postula á fund og ákveða stöðuna.  Sett í hendur Ólafs.

 

 1. Mál á dagskrá.

 

Rætt um að draga út vinning úr númerum greiddra félaga. Ákveðið að auglýsa málið og  miðað verður við að þeir sem hafa greittfélagsgjaldið fyrir 30 nóvember verða með í pottinum. Dregið verður út á opnuhúsi þan 1.des nk .

 

 1. Mál á dagskrá

 

Margar skemtilegar hugmyndir fyrir opin hús voru ræddar. Munu þær birtast jafnóðum

 

 1. Mál á dagskrá.

 

Rætt um mögulegar jólagjafir eðaeinhverskonar styrki úr góðgerðarreikningnum okkar. Ákveðið að breytafyrirkomulaginu og styrkja með öðrum hætti. Kristján tók að sér að skoða málið nánar.  

 

 1. Mál á dagskrá

 

Rætt um möguleikan á að heimsækja aðra klúbba í vetur. Rætt var um að skoða möguleikan á að fá rútu til að fara í slíka ferð í vetur .

 

Fleira var ekki rætt að þessu sinni og fundi slitið.

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Postula 24September 2015

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór Jónas Einarsson

Þórarinn Garðarsson

Jóhann Þorvaldsson

Guðný Einarsdóttir

 

1.Mál á dagskrá

Skipulagning árshátíðar þann 17.okt nk.

Matseðill ákveðinn:

Aðalréttur = Kjúklingasúpa og hvítlauksbrauð að hætti kokksins

Eftirréttur = að hætti kokksins

 

Miðaverð ákveðið

 

2.Miðaverð = 1500 kr fyrir greidda félaga.

                          2500 kr fyrir alla aðra.

 

2.Mál á dagskrá

Rætt um sumarferð Postula. Mikið var skrafað um hina ýmsu vinkla svo sem heppilegar tímasetningar og lengdir ferða. Fólk var sammála um að ferðirnar hingað til hafi verið ákaflega vel hepnaðar og ákveðið að helda þessari frábæru hefð á lofti.

Rætt um að skipuleggja sumarferðina 2016 í tengslum við Landsmót Bifhjólamanna á austurlandi.. málið tekið til frekari athugunar og ákveðið að óska eftir aðilum í ferðanefnd.


 3.Mál á dagskrá

Guðný hóf máls á mótormessu Postula . Mikið var rætt um málið og ákveðið að taka málið formlega upp síðar.     

 4.Mál á dagskrá

Rætt um að efla tengsl Postula við aðra klúbba sumarið 2016 og var fólk almennt sammála um að stefna að því að vinna markvisst að þessu að komandi ári.

 Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 


Stjórnarfundur Postula 11.September 2015

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór Jónas Einarsson

Þórarinn Garðarsson í gegnum síma.

Jóhann Þorvaldsson í gegnum síma.

1.Mál á dagskrá

 Formaður greinir frá að Sólheimar óska eftir að fá okkur þann 4.Jún á næsta ári kl 16:00

 2.Mál á dagskrá

Umræða um  árshátíð Postula.

Rætt um mögulegar dagsetningar fyrir árshátíð .

Tillaga er uppi um að hafa árshátíðina þann 17.Oktomber nk

Rætt um að halda árshátíðina í félagsheimilinu og elda allan mat sjálf.

Stefnt verður að því að halda kostnaði við árshátíðina í algeru lágmarki .

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

 3.Mál á dagskrá

Ákveðið að kalla til annars fundar nk Fimtudag til frekari skipulagningar á árshátíðinni.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

 Aðalfundur Postula 25/4/15

1.Mál á dagskrá Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

Guðmundur Jóns fundarstjóri og Steinþór ritari

2.Skýrsla formans og gjaldkera

Formaður flutti skýrslu sína sem og gjaldkerinn.

3.Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera

Börkur gerði fyrirspurn um keyrslur á atburði sem haldnir eru af öðrum og formaður gerði grein fyrir að fyrirhugað væri að hafa skipulagðar ferðir á slíka viðburði.

Reikningar samþykktir einróma

4.Lagabreytingar.

Baldur Róbertsson lagði til við fundinn að lagabreytingum yrði frestað.

Þórarinn mælti fyrir tillögum sínum.

Fundarstjóri las upp tillögur

Kosið um tillögu Baldurs og ákveðið að fresta afgreiðslu lagabreytinga og var það samþykkt með 10 atkvæðum á móti 4.

5.Ákveðið félagsgjald næsta árs.

Ákveðið að halda félagsgjaldinu óbreyttu í 3000 kr

6.Ákveðið Inntökugjald fyrir nýja félagsmenn

Ákveðið að halda því óbreyttu í 6000 kr

7. Kosning stjórnar

A: Formaður

Kristján Þorsteinsson endurkjörinn formaður

B: Gjaldkeri

Ólafur Björnsson endurkjörinn gjaldkeri

Meðstjórnendur

Stjórnin skoraði á Þórarinn að gefa kost á sér í stjórn og varð hann við því.

Þórarinn Garðarsson kosinn meðstjórnandi

Guðný Einarsdóttir gaf kost á sér í stjórn og var kosin meðstjórnandi

Í stjórn sitja áfram

Steinþór J Einarsson

Jóhann Þorvaldson

Dagbjartur Jónsson

 

8. Kosinn skoðunarmaður og 1 til vara

Sömu skoðunarmenn endurkjörnir

9. Önnur mál

Rætt um umræður á facebook síðu klúbbsins

Eggert hóf máls á húsnæðis málinu og veltur upp spurningu um samráð við Bifreiðaklúbb Suðurlands. Í framhaldi af þessari fyrirspurn stakk ritari upp á að kosin yrði ný hús nefnd og voru þeir Eggert og Ægir kosnir á staðnum.

Kosin ný Hús nefnd og Eggert og Ægir kosnir í nýja hús nefnd.

Gjaldkeri sagði frá að hann hefði gefið klúbbunum  síma . Og talaði um að reynt verði að efla sms sendingar .

Þórarinn spurði hvers vegna  Postularnir séu samtök en ekki klúbbur

Baldur svaraði að það hafi verið gert til að auðvelda að stofna klúbba eða deildir innan samtakana í upphafi.

Börkur gerði fyrirspurn um vefsíðuna og ritarinn gerði grein fyrir stöðu mála.

Guðný gerði fyrirspurn um sumarferð Postula, Ólafur gerði grein fyrir ákvörðun stjórnar um að hugmyndin sé að fara á hjóladaga á Akureyri. Unnið er að athuga með gistingu fyrir hópinn en ekki hafa fyrirspurnum þess efnis verið svarað.

 

Fleira var ekki rætt á fundinum og fundarstjóri sagði fundinum slitið.

Stjórnarfundur Postula 6.Apríl

 

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Jóhann Þorvaldsson

 

1.Mál á dagskrá

Rætt um dagsetningu fyrir Aðalfund Postula 2015. Ákveðið var að boða til fundarins laugardaginn 25. apríl nk. Nánar boðað og auglýst síðar.

2.Mál á dagskrá

Rætt um breytinga tillögur að lögum sem stjórn fékk sendar frá Þórarni #140 og eru stjórnarmenn sáttir við tillögurnar og hefur stjórn hug á að nota tillögurnar með lítillegum breytingum. Breytingar þessar verða kynntar með fundarboði fyrir aðalfundinn 25. apríl nk.

 

3.Mál á dagskrá

Rætt um sumardagskránna . Dagskráin er í vinnslu og verður auglýst fljótlega.

 

4.Mál á dagskrá

Rætt um afmælisgjafir Postula. Hér í húsi hjá okkur eru nokkrir vasar sem ekki hefur gengið að koma út. Ákveðið hefur verið af stjórn að reyna að koma vösunum til réttra aðila sem fyrst.

 

Fleira var ekki rætt að sinni og fundi slitið

Fundargerð stjórnar 2.Mars 2015

Mættir á fundinn

Kristján Þorsteinsson Formaður

Ólafur Björnsson Gjaldkeri

Steinþór J Einarsson Ritari

Jóhann Þorvaldsson Meðstjórnandi

 

 1. Mál á dagskrá

Rætt um að hafa opið hús öll  Þriðjudagskvöld frá og með 10.Mars næstkomandi. Húsið verður haft opið frá kl 20:00 eins og venja er til. Hugmyndin er að hafa m.a bíó kvöld og verður slíkt kvöld 10 Mars. Einnig er sniðugt að félagsmenn komi með hugmyndir af einhverju skemtilegu til að hafa á þessuum kvöldum

 1. Mál á dagskrá

Rætt um húsnefnd Postula. Ákveðið er að ræða við húsnefndina okkar og reyna að vinna í því að húsnefndir okkar og Bifreiðaklúbbsins vinni betur saman.

 1. Mál á dagskrá

Rætt um afmælisnefnd. Það þurfa að eiga sér stað mannabreytingar í nefndinni sökum persónulegra ástæðna eins nefndarmanna. Ákveðið var að leysa hann undan störfum af hanns ósk og finna annan góðan Postula í hanns stað.

 1. Mál á dagskrá

Rætt um aðrar nefndir. Stjórnarmenn taka hugmyndum Þórarins #140 um að setja á laggirnar fleyri nefndir fagnandi og höfum ákveðið nota þær hugmyndir þegar í stað að nokkru leiti.

 1. Mál á dagskrá.

 

Ræddum um framtíðarsýn okkar um klúbbinn, hér á eftir fara ummæli okkar hver fyrir sig:

 

Kristján :Langar að sjá fleyri félagsmenn virka í starfi fyrir kúbbinn, að í klúbbnum skapist meiri eining,halda föstum ferðum Postula áfram og stefna á ferð til Vestmannaeyja á Landsmót í sumar.

 

Ólafur : Hada í sumarferðir Postula sem og aðrar fastar ferðir.. stefna á að gera árshátíðina þannig að hægt verði að hafa miðaverðið ódýrara ....

 

Jóhann : Hjóla og hafa gaman.

 

Steinþór: Halda uppi góðum húmor og almennum hressleika, Halda í fastar ferðir og gaman væri að stefna á Vestmannaeyjar..Gaman væri að sjá Postula sem voru virkir áður meira með okkur..gera árshátíðina ódýrari og rífa hana upp á ný.

 

Fleira var ekki rætt að sinni og fundi slitið.

Stjórnarfundur Postula 1.12.14

Mættir á fundinn

Þórður R Arnarsson

Ólafur Björnsson

Steinþór J Einarsson

Kristján Þorsteinsson

Dagbjartur Jónsson

Jóhann Þorvaldsson

 

 1. Mál

Rætt um jólagjafir.

Formaður gerir fyrirspurn um stöðu á styrktarreikning.

Gjaldkeri gerir grein fyrir stöðunni

Gjaldkeri gerði einnig grein fyrir fyrirspurn sem kom frá Sveitafélaginu Árborg varðandi hugsanlegar jólagjafir.

Fram kom í fyrirspurninni að Árborg óskar eftir að gjafirnar kæmu ó innpakkaðar.

Kristján veltir upp spurningu um Sjóðinn góða sem er á vegum Kirkjunnar.

Kristján bar upp hugmynd um að gefa í eitthvað eitt akveðið málefni eins og gert var áður, nokkrar umræður áttu sér stað um þetta. Stjórnin var sammála um að geyma þessa hugmynd í bili og skoða hana þegar styrktar reikningurinn stendur betur.

Bíðum eftir lista frá sveitafélaginu

Ákveðið var að halda þessu áfram með óbreyttum hætti .

Hugmyndin er að hin árlega jólagjafa innpökkun verður þann 9.Des Nk.

 

 1. Mál.

 

Rætt um fjáraflanir fyrir afmælishátíðina . Hugmyndir eru uppi um frekari fjáraflanir .

Rætt var um að skipa afmælisnefnd , en þegar hefur verið rætt við góða aðila í þessu efni.

 

 1. Mál.

 

Heimasíðumálin voru rædd og Steinþór J Einarsson gerði grein fyrir stöðu mála á því sviði. En staðan er sú að vinna við nýja síðu er komin vel á veg

 

 1. Mál.

 

Rætt um að halda auka aðalfund í janúar til að fullskipa stjórn Postula á ný eftir fráfall Unnars.

  

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38