01.12.2016 10:54

JólabjórsmökkunJólabjórsmökkun til góðs !Kæru félagar. Föstudagskvöldið 9.Des nk kl 20:00 ættlum við að hafa jólabjórsmökkun í félagsheimilinu okkar. Jólabjór verður til smökkunar í boði klúbbsins.

Aðgangseyrir er kr 500 á mann ( Fólk má borga meira ef það vill ) og mun ágóðinn renna til þess að kaupa jólagjafir til að setja undir tréð i bókasafninu, en þær gjafir renna til þeirra sem hafa minna á milli handanna um jólin
( Rétt eins og við gerðum í mörg ár )

Þess ber að geta að ekki verður ótakmarkað framboð af öli, þannig að þeir þyrstustu ættu kannski að taka með sér ábót.

Komum saman, Smökkum jólabjór, höfum gaman saman og látum gott af okkur leiða.

PS Einungis tekið við reiðufé.

Kveðja

Stjórnin

09.11.2016 15:27

BíókvöldBíókvöld !

Þriðjudagskvöldið 15.nóv nk ætlum við að hafa bíókvöld !! Húsið opnar kl 20:00.Áætlaður sýningartími myndarinar Harley and the Davidsons er ca 90 mín og kveikt verður á myndinni kl 20:16 að staðartíma ....

Kaffikannan verður klár en ef fólk vill hafa einhverja aðra hressingu með bíóinu verður fólk að koma með það með sér.

kv

Stjórnin


27.10.2016 06:52

Ótitlað

Sæl öll

Næstkomandi þriðjudagskvöld verður opið hús í postulaheimilinu og þá ætlum við að hafa pizzakvöldemoticon .

Komum saman og höfum gaman.

Húsið opnar kl 8.

Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 226
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1080717
Samtals gestir: 171435
Tölur uppfærðar: 5.12.2016 04:21:09