22.08.2017 12:18

Ótitlað

Þriðdagsrúnturinn að þessu sinni verður í fljótshlíð á kaffi langbrók.
Lagt af stað kl 20 frá félagsheimili og 19:15 frá rauðavatni.
Stjórnin

18.08.2017 10:35

Töðugjöld 2017Töðugjöld 2017

Kæru félagar skipuleggjendur töðugjaldana hafa óskað eftir því að við mætum á staðinn til að vera með krakkakeyrslu. Hyggjast skipuleggjendur styrkja Postula fyrir vikið, sem væri gott start gyrir góðgerðareykninginn okkar.

Stjórnin vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og ekki verra ef fólk getur tekið með sér auka hjálma til að lána krökkunum.


Brottför frá félagsheimilinu kl 11:30
Rauðavatn kl 10:30

Kv

Stjórnin

13.08.2017 12:52

Ótitlað

Fékk póst frá forseta íslands áðan sem ég ætla að setja bara hér inn.


Kæru Postular!

Ég bið ykkur að senda þeim félaga ykkar sem meiddist illa á leiðinni heim frá Bessastöðum mínar bestu óskir um góðan bata. Leitt var að fregna af þessu slysi og strax komu upp í hugann umræður okkar um nauðsyn bættrar umferðarmenningar.

Um leið þakka ég fyrir skemmtileg kynni og óska ykkur öllum velfarnaðar í leik og starfi.

Með góðri kveðju,

Guðni Th. Jóhannesson
Forseti Íslands

13.08.2017 11:11

Ótitlað

Sæl öll
Ég var að hugsa um að slá saman í smá kaffispjall í dag kl 2 í félagsheimilinu fyrir þá sem það vilja og geta til að ræða atburði gærdagsins.
Þess má geta að ég talaði við Steinþór áðan og hann er kvalinn í fæti en það lítur út fyrir að allt annað(hyggur, háls og höfuð) hafi sloppið í byltunni.
Held að allir hafi gott af því að hittast ef þið getið.
Kv gjaldkerinn

08.08.2017 20:41

Postular á Bessastaði

                                                 Postular fjölmenna á Bessastaði

 

Þá er komið að því að við Postular ætlum að fjölmenna á Bessastaði á laugardaginn kemur, dagskráin er í grófum dráttum á þessa leið.

Brottför frá félagsheimili er kl 10:00 rennt verður í bæinn og stoppað við Rauðavatn til að sameinast félögum af höfuðborgarsvæðinu, þaðan verður hjólað í átt að Bessastöðum og og mögulega stoppað við Fjarðarkaup í hafnarfirði til að þétta hópinn.

Þaðan förum við fylktu liði að Bessastöðum og kynnum klúbbinn okkar og tilgang hans fyrir Guðna, færum honum og mögulega forsetafrúnni endurskinsvesti Postula, fána og derhúfu, göngum svo til stofu og mögulega fáum við að skoða sfnið á eftir.

Því fleirri sem mæta því betra vonumst til að sjá sem allra flesta.

 

Stjórnin

08.08.2017 14:11

Ótitlað

Þriðjudagsrúnturinn að þessu sinni verður farinn í T Bæ.
Farið verður af stað kl 20 frá félagsheimili og kl 19:15 frá Rauðavatni.
Stjórnin

01.08.2017 10:09

Ótitlað

Þriðjudagsrúntur postula að þessu sinni þriðjudag 1 ágúst er að fara í bikecave í skerjafirði.
Lagt verður af stað kl 20 frá félagsheimili og kl 19:15 frá rauðavatni.
Stjórnin

27.07.2017 22:42

HópaksturFræðsla.

Kæru félagar hér má sjá fræðslumyndband um hópakakstur bifhjóla. Okkur er öllum hollt að horfa á þetta til upprifjunar.

Fræðslumyndband á Youtube

Kveðja

Formaður

24.07.2017 20:12

Þriðjudagsrúntur 25/7


Þriðjudagsrúntur 25/7

Nú tökum við stefnuna til Grindavíkur !

Brottför frá Rauðavatni kl 19:15
Brottför frá félagsheimilinu okkar kl 20:05
Hringtorg við Þorlákshöfn Ca 20:30

Frá félagsheimilinu verður hjólað um Suðurstrandaveg til Grindavíkur, þar sem við ætlum að hitta félaga okkar í Lords & ladies sem ættla að hjóla með okkur skemtilegan Reykjanes hring.

Spáin er fín svo að við fjölmennum !

Kveðja

Bjóri

10.07.2017 20:52

Ótitlað


Þriðjudagsrúntur 11.07

Þingvellir og Nesjavallaleið

Nú skundum við til Þingvalla og ökum þaðan um Nesjavelli. Aldrei að vita nema við finnun okkur góðann ís einhversstaðar.

Brottför frá Rauðavatni kl 19:15
Frá félagsheimilinu 20:00

Kv

Bjóri

26.06.2017 19:57

Þriðjudagsrúntur


Þriðjudagsrúnturinn 4. Júl

Reynum þetta aftur þar sem varð ekkert úr þessu síðast

Nú skundum við í Austurátt frá Selfossi og fáum okkur kaffi í Gamla Fjósinu.

Sjá hér :

Heimsíðan hjá Gamla Fjósinu

Brottför frá Rauðavatni kl 19:15
Brottför frá Félegsheimilinu kl 20:00

Sjáumst hress

Stjórnin

25.06.2017 19:28

Ótitlað

Kæru ættingjar og vinir, pabbi okkar, Þórarinn Grímsson verður jarðsunginn næsta mánudag 26 júní kl 14.00 hérna í Þorlákshöfn. Eins og allir vita sem pabba þekktu fannst honum bílar vera stór partur af allri tilverunni og eyddi stórum hluta lífs síns í eða í kringum bíla, fengum við einn elsta Cadillac líkbíl sem við fundum og ætlum við að aka pabba í honum frá Reykjavík til Þorlákshafnar á mánudagsmorgun, farið verður frá Olís við Rauðavatn kl, 10.25. Þeir sem hyggjast fylgja honum síðasta spölinn eru velkomnir að slást í för okkar, ekki væri verra ef virðulegir bílar í eldri kantinum sem honum voru hugleiknastir færu fremstir í flokki, væntanlegur tími okkar við gatnamót Eyrarbakkavegar er 10.45 fyrir þá sem koma frá suðurlandinu.
Bestu kveðjur  Grímur og Jói
  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 202
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 1142587
Samtals gestir: 180674
Tölur uppfærðar: 23.8.2017 19:18:08