16.04.2017 22:58

Framboð Til stjórnarsetu


Framboð til Stjórnarsetu

Kæru félagar

Ég heiti Gunnar Már Guðnason og er Postuli nr 173
Mig langar að bjóða mig fram til stjórnarstarfa í okkar góða félagsskap.
Ég gekk í Postulana árið 2008 þegar ég eignaðist mitt fyrsta götuhjól, Ég starfaði sem ritari í stjórn árin 2011 til 2014 og hef áhuga á að koma að stjórnarsetu aftur.
Í dag ek ég um á Honda Goldwing Gl 1500 og oftast er betri helmingurinn með mér en það er hún Þóra Marta Kristjánsdóttir.


Því miður get ég ekki mætt á aðalfund þar sem ég er í brúðkaupi í Mýrdalnum og vonandi hef ég nægjanlegt traust eftir fyrri stjórnarsetu til að félagsmenn vilji mig aftur í stjórn.
Ég vonast til að geta með góðri hjálp annara í stjórn unnið að uppbyggingu Postulana og áframhaldandi góðgerðarstarfsemi í félagi sem ég er mjög svo stoltur af að vera félagi í.

Með vinsemd og virðingu

Gunnar Már
16.04.2017 10:15

Ótitlað


Framboð til formanns

Kæru félagar. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns fyrir okkar frábæra klúbb. Nú hef ég verið í stjörninni um nokkurn tíma og þegar ljóst var að Stjáni vinur minn vildi stíga til hliðar komu menn að máli við mig og hvöttu mig til að bjóða fram krafta mína í verkið. 
Ég hef verið Postuli í 10 ár og stjórnarmaður í 4 ár. Ek um á 32 ára gamalli Hondu og er ákaflega stolltur að vera Postuli.

Að þessum sökum stefnir í líflegann aðalfund með kosningum og skemtilegheitum þar sem við erum jú líðræðisleg samtök.

Með kærri kveðju

Bjóri # 178

04.04.2017 23:18

Formannsframboð Sigurbjörns


Framboð til Formanns


Kæru félagar ég heiti Sigurbjörn Snjólfsson 52ára hef haft áhuga á mótorhjólum síðan ég var 14ára átti þá Hondu ss50 tek síðan mótorhjóla prófið 1992 en fæ mér ekki hjól fyrr en 2009 þá Kawasaki vulkan nomad 1600 á það í 2ár fékk mér hjólið sem ég á núna fyrir 2árum það hjól heitir Yamaha wild star 1600 ég hef verið að hjóla með Postulunum síðustu 2-3ár er félagsmaður nr 246 og finnst þetta góður félagsskapur.

kv Sigurbjörn26.03.2017 18:56

Aðalfundur 2017


Aðalfundur 2017
22.04.2017 Kl 13:00.
Staðsetning :

Félagsheimilið að Hrísholti 9 Selfossi.


Dagskrá fundarins verður sem hér segir :


1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

 

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.

 

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

 

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.

 

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

 

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

 

7. Kosning stjórnar:

a) Formaður.

b) Gjaldkeri.

c)  3 meðstjórnendur.

 

8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

 

9.  Önnur mál.

 

Nú hefur formaðurinn gert það ljóst að hann ætlar gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir klúbbinn að þessu sinni. Því hvetur stjórnin fólk til að bjóða sig fram til formennsku. Vinsamlegast sendið póst á ritara þið sem hafið hug á framboði.

 Netfangið er bjori78@gmail.com.

                                                      

Sjáumst hress

    Stjórnin

 
  • 1
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 559
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1110123
Samtals gestir: 175984
Tölur uppfærðar: 27.4.2017 20:36:28