11.06.2019 16:29

Krakkakeyrsla 2019


Krakkakeyrslan 17. jún 2019 !Mætum kl 10:45 við félagsheimilið.
Keyrslan hefst kl 11:00 á planinu við Sunnulækjarskóla 
líkt og undanfarin ár og stendur hún yfir til kl 12:00.
Fjölmennum í þetta og munum að það er altaf gott að hafa fleyri hjól en færri 
svo hægt sé að hvíla á milli,  
Eins er ávallt þörf á fólki í aðstoð með hjálma ofl.

Munum eftir aukahjálmunum.

Sjáumst hress

Stjórnin

17.05.2019 07:55

Heimsókn til forseta Íslands


Heimsókn til forseta íslands 2019Laugardaginn 25.05.2019 
ætlum við að rúlla í morgunkaffi og jafnvel kleinur til  Guðna Th , forseta íslands. 
Lagt verður af stað frá félagsheimili Postula að Hrísholti 9 stundvíslega kl 08:30 
Komið verður við á Rauðavatni um kl 09:15. 
Þaðan verður ekið sem leið lyggur að Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þar sem við þéttum hópinn.

Gerum ráð fyrir að rúnta með börn þeirra hjóna , nú og janfvel þau hjónin sjálf líka ef þau vilja. 

Stjórnin hvetur sem allra flesta til að mæta og að klæðast í sýnileika vestum.

Sjáumst hress

Stjórnin

10.05.2019 19:11

raftasíning í borganesi

jæja spáin er bara nokkuð góð á morgun og ætlum við þessvegna að skreppa í borganes á mótorhjóla og fornbíla síningu lagt verður af stað kl 10:30 frá félagsheimilinu og 11:15 frá rauðavatni

kveðja stjórnin

26.04.2019 09:17

Afmælisrúntur 2019

Afmælisrúntur 2019
Þriðjudaginn 30.04.2019


Þá er að koma að því, við erum að fara að fagna 19. afmæli Postula.
Við ætlum að gera það með hefðbundnum hætti. 
Hittumst við félagsheimilið okkar að Hrísholti 9
Húsið opnar um kl 19:40 og farin verður hinn hefðbundni Árborgar hringur kl 20:00
Brottför frá Rauðavatni kl 19:15

Sjáumst hress

Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1387539
Samtals gestir: 210298
Tölur uppfærðar: 17.6.2019 12:25:48