14.02.2019 09:31

Kaffifundur 19.2


Kaffifundur !

Þriðjudagskvöldið 19/2 kl 20:00

Sjáumst hress

Bjóri

10.02.2019 16:13

Formansframboð

Formannsframboð


Sæl öll ég hef ákveðið að bjóða mig framm sem næsta formann postula.
Ég heiti Ármann Magnús Ármannsson Postuli 249 og hef verið í stjórn síðastliðin 2.ár.
Ég er með ákveðnar hugmyndir til að auka þáttöku í klúbnum okkar og koma honum á framfæri,
þar má telja upp meðal annars breitingar á skipulagningu á þriðjudags ferðum, þar sem það verður frjálsara í sniðum með tilliti til veðurs.
Koma á laggirnar hjóladögum á selfossi í samstarfi við Árborg,móturkrossfélag selfoss og fleiri hlutaðeigandi samtökum.
Lögð áhersla á að halda áfram þeim góðu föstu ferðum eins og á Geysi,afmæliskeyrslu og að sjálfsögðu krakkakeyrslu og reina að efbla þær,
langar líka að koma á ferð til vestmannaeyja,og ferðir sem krefst aðeins meiri skipulagningar með gistingu í huga yfir eina helgi eða svo.


þetta var stutt kinning á því sem mig langar að gera fyrir klúbbin,en flest vitiði hver ég er og fyrir hvað ég stend,

með bestu kveðju Ármann

08.02.2019 21:56

Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019
09.03.2019 .

Tímasetning augl síðar
Staðsetning : 

Félagsheimilið að Hrísholti 9 Selfossi.Dagskrá fundarins verður sem hér segir :


1. Kosin fundarstjóri og fundarritari

 

2. Skýrsla stjórnar: Skýrsla formanns,  gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.

 

3.  Umræður um skýrslu, staðfesting á nýjum félögum og úrsögnum félagsmanna, afgreiðsla reikninga.

 

4. Lagabreytingar samkvæmt 9. gr. laga samtakanna.


 

5.  Ákveðið félagsgjald næsta árs.

 

6.  Ákveðið inntökugjald fyrir nýja félagsmenn.

 

7. Kosning stjórnar:

a) Formaður.

b) Gjaldkeri.

c)  3 meðstjórnendur.

 

8.  Kosin 1 skoðunarmaður og 1 til vara.

 

9.  Önnur mál.


Starfandi formaður hyggst láta af störfum sem slíkur en verður áfram nýjum formanni til stuðnings.

Gjaldkeri bíður fram krafta sína til áframhaldandi starfa sem slíkur til 1 árs til viðbótar. 


 Stjórnin hvetur fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn. 

Athuga skal að einungis greiddir meðlimir eru kjörgengir .


Vinsamlegast sendið póst á formann hafið þið hug á framboði. Netfangið er bjori78@gmail.com.

                                                      

Sjáumst hress

    Stjórnin

11.01.2019 19:31

Fundargerð stjórnarfundar 08.01.2019

                                           Stjórnarfundur  08.01.19

         Mættir voru Steinþór, Magnús, Ármann, Rúnar, Jón og Gunnar Már

Rætt um merki sem var verið að sauma og er Freistingarsjoppan hætt að sauma fyrir okkur en ekki liggur á að fá annan aðila til að sauma því einhver slatti er til af númerum en það þarf að hafa þetta bak við eyrað áður en allt klárast.

Rætt um þá staðreynd að Steinþór ætlar að hætta sem formaður á næsta aðalfundi, Ármann hefur samþykkt að bjóða sig fram sem formaður í stað Steinþórs, Jón hefur ákveðið að vera eitt ár í viðbót sem gjaldkeri. Steinþór ætlar að bjóða sig til góðra verka með stjórninni í eitt ár og vera Ármanni til halds og trausts. Rúnar hefur áhuga á að sitja áfram í stjórn en Gunnar Már og Magnús ætla að hætta í stjórn á næsta aðalfundi. Ekki er vitað um hug Kristófers til áframhaldandi stjórnarsetu 
Bjarki Smárason ætlar að bjóða sig fram til starfa í stjórn, Sveinn Óðinn er mjög líklegur til að bjóða sig fram til starfa.

Sjúkrafluttningamenn eru mjög ánægðir með framtakið sem farið var í um jólin og rætt hefur verið um skyndihjálparnámskeið með bráðatæknum hér á svæðinu, Stefán hefur tekið mjög vel í það og er hann búinn að ræða þetta við sína yfirmenn og allir  taka mjög vel í það og vilji til að gera eitthvað meira úr þessu svo sem grilla og mæta á hjólunum  og hafa góðan dag saman með skyndihjálp, grilli og mögulega smá hópakstri með börnin þeirra og bjóða mögulega vespukrökkunum sem gætu verið upprennandi mótorhjólafólk að vera með í svona forvarnardegi. Spurning hvort ekki þarf að koma þessu til foreldra og koma þannig skilaboðum áfram þannig að krakkarnir mæti, einnig væri hægt að fá mótokross klúbbinn með í þetta. Ekki hefur verið rætt um greiðslu og þarf að þróa þessa hugmynd betur í samvinnu við sjúkrafluttningamenn.
Ármann kom með frábæra hugmynd um hjóladag eða hjólahelgi með Mótokross keppni sýningu á hjólum og þessháttar. Þessa hugmynd þarf að vinna með og fínpússa og koma svo í framkvæmd.
Rætt var að hafa einn fastann og fyrirfram ákveðin hjólahitting í mánuði en mæta á öllum þriðjudögum og hjóla eitthvað í áttina að góða veðrinu.  Tímasetningar á keyrslunum hefur oft verið rædd og spurning hvort hægt er að flýta keyrslu fyrst á vorin og seint á haustin til sjö eða hálf átta en halda okkur við átta yfir hásumarið. Mögulega eftir verslunarmannahelgi eða þar um bil að fara fyrr af stað. Þetta er eitthvað sem þarf að ræða á aðalfundi en hugmyndin er mjög góð.
Dagsetning aðalfundar rædd og ákveðin laugardaginn 9. mars tímasetning verður ákveðin síðar.
Á aðalfundi er tillaga um að breyta lögum þannig að fella úr reglunum að nýliði þurfi að mæta á aðalfund, allir voru sammála um að það ætti að vera ákvörðun stjórnar um hver verður tekinn ínn í stjórn en þurfi ekki að samþykkkja á fundi.

Rætt var um gjald fyrir krakkakeyrslu, höfum við komist að því að klúbbar í kring um okkur eru að rukka margfallt meira en við fyrir krakkakeyrslu, hugmynd kom um að setja 10.000kr gjald á hvert hjól sem mætir, þá geta þeir sem vilja fá okkur í krakkakeyrslu ákveðið hvað þeir vilja mörg hjól á svæðið en það þarf alltaf að vinna það í samvinnu við klúbbinn þannig að ekki verði of mörg börn miðað við hjól. Eins og áður verður ekki rukkað fyrir krakkakeyrslu á 17. júní þar sem það er hluti af greiðslu á húsnæði klúbbsins til Árborgar. 

Fundi slitið   • 1
Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1348082
Samtals gestir: 203786
Tölur uppfærðar: 20.2.2019 14:01:57