Færslur: 2008 Maí

28.05.2008 20:28

27,05,08

Hjólafundur
27,05,08
Jæja þá er enn einn hjólafundurinn afstaðinn .Það komu um 25 hjól á Olis og alltaf sama blíðskaparveðrið.
Fólkið kom sér saman um að hjóla til Þingvalla og svo áfram til Reykjavíkur. Þegar stoppað var í þjóðgarðinum komust sumir að því að þeir voru frekar loftlitlir, æææ.    En viti menn þegar GoldWingar eru með í för er lítið mál að redda svona hlutum, þetta eru nefnilega verkstæði á hjólum með loftdælu og alles.  Doddi dældi í alla sem vildu.
Nokkrir létu þetta nægja og fóru heim á leið en restin hélt  af stað til borgarinnar. Það vildi nú svo skemmtilega til á Mosfellsheiði að við lentum á eftir Skutluhóp á  sem lóðsaði okkur allaleið niður á hallærisplan. Þar var áð um stund áður en menn héldu heim á leið. Takk fyrir kvöldið.

21.05.2008 19:56

SMS

Sælir félagar við höfum verið að prófa SMS sendingar til ykkar.Það væri voðalega gott að fá uppl.um hvort þið POSTULAR hafi orðið útundan og ekki fengið sms . Látið okkur endilega vita .
Sendið okkur uppl. með sms eða tölvupósti : 

Hanna,#142 sms. 8499131. netfang. hja@visir.is
Börkur,#120 sms. 8232975. netfang. bgisla@torg.is

21.05.2008 19:22

20,05,2008

           Þriðjudagsfundur
Það voru sennilega sjö borgarbörn sem skiluðu sér austur á fund og hittu þar fyrir slatta af austanfólki sennilega tíu stykki eða svo.
Við hjóluðum allaleið á Hvolsvöll í flottu veðri. Þar var þessi líka fína sjoppa sem við fengum fína þjónustu. Svo voru þarna spilakassar sem í mátti setja smá klink.Og viti menn sumir græddu fúlgur og hættu þá en aðrir töpuð öllu .Eftir gott stopp var dólað til baka á Selfoss.
Þar tvístraðist hópurinn sumir á Laugarvatn nokkur í borgina og enn aðrir voru bara komnir heim(Selfoss).Þetta var skemmtileg ferð en frekar kalt á heiðinni á heimleiðinni enda að nálgast miðnætti.
Sjáumst í Njarðvík á laugardaginn.#120

17.05.2008 09:11

TIL HAMINGJU

´Kallinn kominn á nýtt hjól

Frímann til hamingju með nýja hjólið .
Lang flottastur


  

16.05.2008 18:18

SKOÐUNARDAGUR

Laugardagur 24.maí
Postular við förum frá Olís Arnbergi klukkan 11.30
Postular á höfuðborgarsvæðinu hittum austanfólk á N1 Lækjargötu klukkan 12.30
og verðum samferða til ARNA
#120

    
Skoðunardagur Arna og Frumherja!

Hinn árlegi skoðunardagur Arna og Frumherja verður haldinn þann 24 maí.
 Þessi dagur er búinn að festast í sessi í huga hjólafólks og bjóða Ernir og Frumherji öllu hjólafólki að sameina skemmtilegan rúnt, hitta annað hjólafólk og láta skoða hjólið. Skoðunargjaldið verður kr.2.800 og er það 50% afsláttur og boðið verður upp á léttar veitingar. Opið frá 10:00 til 16:00
Takið daginn frá í dagskrá ykkar og mætum öll glöð og kát.

Kveðja
Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja

Postular kíkjum á Ernina látum skoða vespurnar. Ef við verðum heppin  fáum við pylsur.
Svo hefur yfirleitt verið hægt að versla ýmislegt hjólatengt kannski líka núna.

14.05.2008 23:19

Drullusokkar

Afhverju ætli þeir séu með þetta ofan í skoðunardeginum hjá Örnum ??

Nú styttist í hjólasýninguna sem við ætlum að halda laugardaginn 24. maí næstkomandi frá klukkan 12.00 til 17.00 í gamla sal íþróttahússins í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að Drullusokkar og aðrir sýni hjólin sín, en einnig verða einhver fyrirtæki með aðstöðu fyrir vörur sínar, hjól, fatnað og eitthvað fleira. Skorum við á sem flesta að taka þátt, þ.e. sýna hjólin sín, Drullusokka sem og aðra sem eiga hjól. Sem sagt allir velkomnir. Við vonumst til að sem flestir taki þátt og mæti með hjólin sín stífbónuð. Eftir sýningu er síðan ætlunin að fara í hópkeyrslu. Síðast en ekki síst ætlum við svo að hittast á Conero um kvöldið, þeir sem vilja fá sér snæðing en hinir þamba bjór (eða kaffi). Þeir sem vilja panta í snæðing (æskilegt að sem flestir mæti) láta vita í síma 481-3160 hjá Conero. Umfram allt þá tökum við með okkur góða bull-skapið og bullum í hringi ring ding ding. Kveðja Cracy Frog
#100


Kveðja, Drullusokkar

13.05.2008 23:26

POSTULAFUNDUR

FUNDUR 13.05.2008
Já við vorum níu á átta hjólum sem fórum austur á fund.Þar hittum við tuttugu til viðbótar.Eftir ís kaffi og kvitt í gestabókina hjóluðum til Þorlákshafnar með gegnumkeyrslu um Eyrarbakka enda þau bakkahjón Dóri og Lena í forustu.(Alltaf gaman að fara í gegnum þennan fallega stað )Stoppað var þar um stund áður en haldið var til Hveragerðis þar voru fyrir bæði Grindjánar og Skutlur.Eftir kaffisopa og spjall var farið að huga að heimferð.
Takk fyrir kvöldið.

12.05.2008 11:23

VOR Í ÁRBORG

 Postular

Vor í Árborg 2008 stór banner frá öldu
    

 Nú er það hátíðin VOR Í ÁRBORG 8.-18. maí.
Þann 17. ætla Postular að koma saman og hjóla hring um bæinn.

Dagskráin er á þessa leið.
13.30 Postularnir -Ráðhúsplan

Postularnir, einn öflugasti mótorhjólaklúbbur landsins mætir með fáka sína á planið við Ráðhús Árborgar.Hjóla síðan hring um bæinn og enda við íþróttahús Vallaskóla.

Postular það er mikilvægt að fjölmenna með hjólin sín og taka þátt í þessu.
Gaman væri að sjá öll hjólin sem til eru í Árborg saman komin á einum stað.

Hjólakveðja Stjórnin

Gaman væri að fólk segði hug sinn um þetta og hvort það ætlaði að taka þátt.
  
                                                                                       

07.05.2008 20:47

Digraneskirkja

Postular mætum í messuna það var frábært í fyrra klerkarnir og tónlistarfólkið fóru á kostum. Mesta stuðmessa sem ég hef sótt. Þessi slær allt út.

Mótorhjólamessa Annan í hvítasunnu

mánudaginn 12. maí kl. 20

 

Mótorhjólamessa í samstarfi þjóðkirkjusafnaða og Hvítasunnukirkjunnar. Flestir mótorhjólaklúbbar munu eiga fulltrúa í messunni með þátttöku sinni.altarisganga

Prestar:
Sr. Gunnar Sigurjónsson, Snigill og IFMR.
Sr. Íris Kristjánsdóttir, Snigill og Skutla.
Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunni, Trúboði.
Jón Þór Eyjólfsson, aðstoðarpastor Fíladelfíu, Snigill og Trúboði.

Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina ásamt Meme-group sem er gospelkór unglingastarfsins í Digraneskirkju.
Allt áhugafólk um mótorhjól og umferðarmenningu er velkomið í messuna. Mótorhjól verða til sýnis fyrir utan kirkjuna og nokkur verða til sýnis í anddyrinu. Leðurklæðnaður og annar öryggisbúnaður á mótorhjólum er viðeigandi messuklæðnaður.


04.05.2008 11:11

Ernir opna Arnarhreiðrið

 Kíkti upp á völl til að skoða félagsheimilið hjá Örnunum. Það var fjölmennt þrátt fyrir rigningu ,flott félagsheimili hjá þeim. Þetta er voðalega lítið og nett hús að utan en að innan er það risastórt.(minnir á bílaauglýsingu) tekur endalaust við. Það var gaman að kíkja inn hjá þeim og fá þessa fínu tertu og kaffi.
Takk fyrir og til hamingju Ernir

Myndir á myndasíðu Barkar linkur til hliðar


03.05.2008 12:29

1.Maí

Þá er langfjölmennustu 1.mai hópkeyrslu bifhjólafólks lokið. Það hafa líklega verið um 1000 hjól saman komin á planinu hjá Marel í Garðabæ. Veðrið hefur aldrei verið betra svo að þetta var mjög gaman og vel heppnað í alla staði. Sennilega náði röðin langleiðina á milli upphafs og endastaðar.
Við Postular vorum ansi fjölmenn að vanda ,veit ekki töluna en sennilega 40-50 talsins.
Svo má ekki gleyma löggunni sem stóð sig með sóma.
Takk fyrir lánið Marel

01.05.2008 08:40

RÚNTURINNAFMÆLISRÚNTUR.

Það var frekar kalt á okkur í afmæliskeyrslunni svo við höfðum hana í styttri kantinum.
Það varalveg þokkaleg þátttaka og kom fólk víða að t.d. frá Laugavatni, Flúðum,Stokkseyri,Hafnarfirði ,Kópavogi Reykjavík og auðvitað Selfossi og kanski víðar.Semsagt fínn hópur sem fór í Hveragerði og fékk sér kaffi. Vegna hávaða í einhverju fótboltaáhugafólki varð þetta útikaffi í 2°¨hita .
Takk fyrir kvöldið.
p.s. Viðar til hamingju með nýja hjólið

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38