Færslur: 2008 Ágúst

30.08.2008 17:49

AÐALFUNDUR

AÐALFUNDUR

Laugardaginn 20. september kl. 14.00 verður aðalfundur Postula.
Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðunni
að Gagnheiði 3  Selfossi.

1.  Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Önnur mál.

Stjórnin.


28.08.2008 21:26

SWAPMEET

Swapmeet H-DC ICE

13. september:  Eins manns drasl er annars manns GULL !

Þetta er seinni markaðurinn sem H-DC ICE heldur á árinu og verður aftur haldinn í húsnæði Óskabarna Óðins, Kaplahrauni 18. ......Þetta er fyrir þá sem eiga skúrinn fullann af mótorhjólavarahlutum, mótorhjólafatnaði, glingri tímaritum, MC-DVD myndum ofl. ofl.  og verða að létta á sér. Nú eða þá sem eiga bara smotterí í hillu sem þeir hafa ekkert með að gera, Þetta er sértaklega fyrir þá sem vantar e-ð sniðugt á fákinn til að kaupa á góðu verði! ÞAÐ ER ALGJÖRT MÖST AÐ MÆTA MEÐ STÖFFIÐ, LÁTIÐ ORÐIÐ BERAST!

Mæting fyrir þá sem ætla að selja er kl: 10-12 til að stilla upp ........ Swapmeetið opnar svo kaupendum kl. 12:00 

Frekari upplýsingar veitir Sævar Samningamaður í síma 822-7002 eða panhead@simnet.is

27.08.2008 22:04

STJÓRN

STJÓRNARKJÖR

Sælir félagar eru einhverjir sem hafa áhuga að gefa
kost á sér til stjórnarsetu í klúbbnum?
Ef svo er þá væri gott að þið gæfuð ykkur fram.
Best er að senda formanninum póst 
baldur@postular.comeða
hringja í hann.

Kveðja Börkur #120

26.08.2008 20:04

Ljósanótt

Lagt af stað  frá Olis Arnbergi kl.11.00
og burrað  til Keflavíkur í kók og pulsur
góða skemmtun
Postular það er tilvalið að hjóla til Keflavíkur
og fá sér pylsur hjá Örnunum. Taka svo þátt í
skemmtilegheitunum sem boðið er uppá um þessa rómuðu helgi
.
Ljósanótt 2008

     

Dagskrá ljósanætur 2008!

Mæting inn við   í Njarðvík laugardaginn 6. september kl. 12:30. Boðið
 verður upp á grillaðar pylsur og gos frá kl. 13:00 til 14:00 í boði .

Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur !
Á heimasíðu Arna

Í fyrra voru 300 hjól verður gert betur í ár?
Vonumst eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

ALLIR VELKOMNIR.

20.08.2008 20:39

HJÓLATÚR

Þriðjudagur 19.08´08

Við fórum flottan túr upp á Geysi í gærkvöldi í flottu en kanski soldið köldu veðri.
það mættu hátt á þrjátíu hjól á Olís og flestir hjóluðu upp eftir.
Már kom á móti okkur og lóðsaði okkur síðasta spölinn.
Þegar á Geysi var komið  bauð hann okkur inn í
hlýjuna og bauð upp á kaffi og heitar kleinur.
Já hann Már er höfðingi heim að sækja.
Í lokin var labbað upp að hvernum (Geysi)
þvílík náttúrufegurð og litlu munaði að við sæjum Geysisgos
í allri sinni dýrð.
Við þökkum Má og fólkinu hans fyrir
frábærar móttökur

Takktakk
POSTULAR

18.08.2008 19:24

TAKK FYRIR

TAKK TAKK

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í krakkakeyrslunum
um helgina.
Annars vegar á Blómstrandi dögum á laugardaginn og
 hins vegar á Sumarhátíð Neistans á sunnudaginn.

Stjórn Postula

15.08.2008 22:09

Hveró

POSTULAR 
 
Postular munið Blómadaginn á morgun laugardag
aðeins að hjóla með krakkana milli 14 og 15
endilega að mæta .

Svo er smá góðverk á sunnudag
fyrir Neistann
( Guðmundarlundi  í  Kópavogi )
gott væri að fá hjálp við það.

Sjáið nánar neðar á síðunni.
Kveðja til ykkar frá okkur
.

13.08.2008 19:01

Fundur 12.08´08

HJÓLAFUNDUR

Það var flott mæting í gærkvöldi 25 hjól og aðeins fleira fólk þar af nokkrir Ernir. Það hljóp aldeilis á snærið, okkur var boðið í vöfflukaffi í sveitina til Þórarins #140 og Dísu. Þegar við vorum að leggja af stað renndi góður hópur af Göflurum inn á planið, þegar búið var að kasta á þá kveðju renndum við í sveitina. 
Frábær staður hjá þeim hjónum.
 Þetta var flott ferð og veitingarnar mjög góðar
kaffi, vöfflur með rjóma og eðal sultu eins og
allir gátu í sig látið. 
Doddi, Dísa, og dóttir
við þökkum kærlega fyrir
okkur.
POSTULAR

10.08.2008 22:05

HJÁLP

HÆHÆ HJÓLARAR

Eru einhverjir hjólarar sem geta hjálpað okkur á sunnudaginn
17. ágúst?

Við ætlum að hjóla með hjartveik börn á sumarhátíð Neistans í Guðmundarlundi.
Lundurinn er rétt hjá Elliðavatni.
Reiknað er með að við mætum þangað kl. 14.00.
Þetta ætti ekki að taka nema mesta lagi klukkutíma.
Þið getið látið vita (skrifað)í álitalinkinn hér fyrir neðan.
Kv. stjórnin

09.08.2008 11:31

BLÓMSTRANDI Í HVERÓ

BLÓMSTRANDI  DAGAR  Í  HVERAGERÐI  2008

Postular við ætlum að hjóla með krakkana í Hveragerði 
 laugardaginn 16.  milli 14:00 - 15:00.
Hittumst á Olís Arnbergi upp úr kl.13 fáum okkur kaffi,
hjólum svo í blómabæinn og tökum nokkra hringi með
krakkana. Kanski splæsa þeir í pylsur á línuna..Hjólakveðja stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38